Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR
284. TBL.-75. og 11. ÁRG.- MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1985.
Stefán Árnason kom aö lokuðum dyrum með 412 milljóna króna tilboð í Hafskipseignimar:
„BÓIÐ AÐ ÁKVEÐA AÐ
EIMSKIP FÁIÞETTA ”
Þrátt fyrir að Sefán Árnason,
forstjóri í Svíþjóð, sé tilbúinn að
bjóða 412 milljónir í eigur Hafskips
ef hann fœr frest til að láta mats-
menn kanna þessar eigur verður
honum ekki gefinn kostur á að
kaupa.
Stefán ræddi bæði við skiptaráð-
anda og lögfræðing Otvegsbank-
ans. Hann kom að lokuðum dyrum.
„ Það er greinilegt að búið er að
ákveða að Eimskip fái þetta. Ég
talaði við lögfræðing Útvegsbank-
ans og hann sagði að þetta væri
flókið mál og búið að ákveða að
Eimskip fengi þessar eigur. Þó að
i boði væri hærra tilboð væri ekki
hægt að fresta þessu. Ég sé því
ekki að ég geti gert meira í þessu
máli, sagði Stefán í viðtali við DV.
Ragnar Hall skiptaráðandi sagði
að það yrði tekið á móti öllum til-
boðum. Hins vegar yrði að vera
samkomulag um það við Otvegs-
bankann þvi hann ætti stærstu veð
í eignum Hafskips. Hann hefði því
vísað Stefáni til fulltrúa bankans.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskips, sagði að líklega yrði ekki
skrifað undir kaupsamninga í dag.
Tilboðsfresturinn átti að renna út
um hádegið í dag. Líklegt væri að
Eimskip færi fram á tveggja daga
frest til að skrifa undir. Verið væri
að kanna lausa enda málsins. Hann
sagði jafnframt að það væri fjarri
lagi að Eimskip væri að kaupa skip
Hafskips á brotajárnsverði. Menn
þekktu markaðsverð þessara skipa
Og það væri ekki ágreiningur um
verðið á milli Eimskips og Otvegs-
bankans.
APH
Kennarar úr BSRB?
75% kjör-
sókn
— atkvæði talin á
laugardag
„Ég reikna með að kjörsókn verði
þetta um 75%. Nú þegar hafa kjör-
gögn komið frá 69% þátttakenda í
atkvæðagreiðslunni," sagði Hörður
Zóphaníasson, formaður yfirkjör-
stjórnar, þegar við spurðum hann um
þátttöku í atkvæðagreiðslu kennara
um úrsögn úr BSRB.
„Kosið var í gær og fyrradag. Það
verður ekki byrjað að telja atkvæðin
fyrr en þau eru öll komin í okkar
hendur. Ef veðurfarið verður áfram
eins og það er nú reikna ég fastlega
með að talning geti farið fram á
laugardaginn," sagði Hörður.
- sos
Unnið að flokkun atkvæða
kennara. DV-mynd: GVA.
dagar tiljóla
Umræðumarum Hafskip og
Útvegsbankann - sjá bis. 2 og 26
Verkfallhjá UNESCO - sjá bis. 9
Tippað á tólf - sjá bls. 4
36 pmsenthækkun íheimilisbók-
haldiDV — sjábls.7
ArnarflugselurBoeingþotu tilað
bæta lausafjárstöðuna - sjá bis. 5
ÍBK vannupp tuttugustiga forskotÍR
-sjábls. 16-17
Bókalisti DV1985:
Kjæmested
átoppnum
—sjábls.2