Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985.
9
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Nýr forstödu-
maöur Flótta-
mannahjálpar
Paul Hartling, forstöðumaður
flóttamannahjálpar SÞ, lætur
af störfum í janúar næstkom-
andi.Eftirmaður hans hefur
verið valinn Hocke frá Sviss,
starfsmaður Alþjóða Rauða
krossins.
Allsherjarþing - Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti í gær án atkvæða-
greiðslu tilnefningu Svisslendingsins
Jean-Pierre Hocke frá Rauða kross-
inum til þess að veita forstöðu
Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð-
anna. Hann mun taka við af Poul
Hartling fyrrum forsætisráðherra
Danmerkur sem veitt hefur flótta-
mannahjálpinni forstöðu síðustu
átta ár!
De Cuellar framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna hafði tilnefnt
Hocke, sem er 47 ára og hefur stjórn-
að skyndihjálp Alþjóða Rauða kross-
ins. Hocke er ráðinn til þriggja ára
til að byrja með og hefur störf í
janúar.
All margir voru í framboði til
starfsins en aðrir drógu umsóknir
sínar til baka.
Samtökum lækna gegn kjamorkuvá veitt fridarverðlaun Nóbels:
„Stór stund fyr-
iralla lækna”
Björg Eva Erlendsdóttir,DV,
Osló:
Friðarverðlaun Nóbels voru afhent
samtökum lækna gegn atómvopnum
í Osló í gær. Athöfnin fór friðsamlega
fram þrátt fyrir mikinn úlfaþyt og
mótmæli síðustu daga.
Formaður norsku Nóbelnefndar-
innar, Egil Aarvik, sagði meðal
annars í ræðu sinni að friðarverð-
launin fyrir árið 1985 væru veitt
vegna baráttunnar gegn kjarnorku-
vopnum en sú barútta væci í raun
baráttu um mannréttindi, mikilvæg-
ustu réttindi allra manna, réttinn til
að lifa.
Báðir læknarnir, Yevgeny Chazov
og Bernard Lown, héldu þakkarræð-
ur fyrir hönd samtaka sinna. Þeir
þökkuðu allan þann stuðning og
traust sem þeim báðum hefði verið
sýnt og Chazov sagði að þetta væri
stór dagur í lífí allra lækna hvar sem
væru á hnettinum og hvaða stjórn-
málaskoðanir þeir aðhylltust. En
hann nefndi einnig að starf þeirra
hefði ekki bara verið dans á rösum.
Þeir hefðu mætt tortryggni, van-
trausti og jafnvel hatri.
Mótmæli
Samkoman fyrir ut'an hátíðasalinn
þar sem afhendingin fór fram var
skýrt dæmi um einmitt þetta. Þar
stóð hópur fólks á þöglum mót-
— sögðu verðlaunahafarnir
mælafundi i tilefni þess að Chazov
tók við verðlaununum og til stuðn-
ings við Andrei Sakharov og aðra
Sovétmenn sem sviptir hafa verið
mannréttindum.
í gærkvöldi gekk annar hópur fólks
í fylkingu upp aðalgötu Oslóar, Karl
Jóhann, með logandi kyndla. Þessi
hópur gekk til þess að sýna verð-
launahöfunum stuðning sinn. Það
var gengið framhjá Grand Hotel þar
sem læknarnir búa og stóðu þeir á
svölunum og veifuðu til göngu-
manna.
Verkfall hjá
starfsliði
UNESCO
Starfslið UNESCO greiddi því
atkvæði í gær að leggja niður vinnu
í dag til að fylgja eftir kröfum um
stofnun samstarfsnefndar starfsfólks
og framkvæmdastjórnar til að semja
um fækkun starfsliðs. Verkfallið
verður einungis einn dag, en á morg-
un verður aftur gengið til atkvæðis
um, hvort halda skuli áfram verk-
fallsaðgerðum.
Forseti aðal starfsmannafélagsins
hóf einnig í dag hungurverkfall til
þess að mótmæla uppsögnum og
ósamræminu í starfsmannahaldi
stofnunarinnnar.
Menntastofnun Sameinuðu þjóð-
anna ú einmitt 40 úra afmæli á
fimmtudaginn en hefur verið undir
bakkanum síðan Bandaríkin drógu
sig út úr starfi fyrir ári og Bretland
núna um næstu áramót. Úrsögn
Breta mun svipta UNESCO 5% tekna
sinna og mun kosta um 150 manns
atvinnuna. - Stofnunin missti um
25% tekna sinna og þurfti að segja
upp 550 manns þegar Bandaríkin
hættu í henni við síðustu áramót.
mmm ■ _
tegundir
Jólapappír.
Jólaskraut.
Jólakort
og leikföng.
Alvöru-jólaservíettur og pappírsvörur
frd Bandaríkjunum.
-^HUSID
LAUGAVEGI 178.
(NÆSTA HUS VIO SJONVARPIÐ)
NALCAST
og því er ekki seinna vænna
að fara að huga að jólaundirbún-
ingnum. Við erum reiðubúin til
aðstoðar. I
Viljum aðeins minna á að þaö er
óþarft að þeytast um allt þegar
hægt er að fá alit til jólanna í einni
ferð í Vöruhús Vesturlands.
MATVÖRUDEILD
Það er löngu orðinn þjóðlegur
siður að gera vel við sig og sína í mat
um hátíðarnar. Við höfum á boð-
stólum alla_ matvöru, hátíðarmat
sem meðlæti. Og vitaskuld alla
hreinlætisvöru. Sem sagt: Allt sem til
þarf.
%
ÍIHl
VEFNAOARVÖRUDEILD
Jólakötturinn gengur ekki laus
lengur. Og þó svo væri þyrfti enginn
að lenda í honum því við eigum
fjölbreytt úrvai fatnaðar á alla fjöl-
skylduna. Til dæmis buxur og
skyrtur frá Melka. Einnig skóáalla
fjölskylduna. í stuttu máli sagt: Allan
fatnað, frá toppi til táar, yst sem
innst.
GJAFAVÖRUDEILD
Láttu ekki tal um gjafaaustur jól-
anna slá þig út af laginu. Það er
góður siður að gleðja aðra. Líttu inn í
gjafavörudeildina hjá okkur og þu
sannfærist um að jólagjafir eiga
fullan rétt á sér. Við eigum ávallt
smekklegt úrval gjafavöru, s.s.
bækur, leikföng, búsáhöld o.fl.
RAFTÆKJA-
OG SPORTVÖRUDEILD
Hafi einhver haldið að gjafavara
fengist aðeins í gjafavörudeildinni
leiðréttist það hér með. í sportvöru-
og raftækjadeild fæst fjölbreytt úrval
raftækja og tómstundavöru. Nyt-
samar jólagjafir, smáar og stórar. Og
hér velur fjölskyldan sjálfri sér stór-
gjöfina.
BYGGINCAVÖRUDEILD
Það eru ekki bara húsbyggjend-
ur sem eiga erindi við okkur. í
byggingavörudeild Vöruhúss Vest
urlands sást sjálfur jólasveinninn
velja sér 1. flokks áhöld til leik-
fangasmíðinnar. Þannig tekurbygg-
ingavörudeildin ekki hvað minnstan
þátt í jólaundirbúningnum.
Góð áhöld gleðja alla.
Það er óneitanlega kostur að fá allt sem
þarf í einni ferð. Ferð í Vöruhús Vesturlands
sparar sporin og er þess vegna ferð til fjár.
Vöruhús Vesturlands
Borgarnesi sími 93-7200