Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 25
DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985.
25
Peningamarkaður
Innlári með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam-
ir em verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatrygginguqi. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hveija þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 34%
nafnvöxtum og 34% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
fryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærriávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverjú 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði
25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6
mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%.
Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða
eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum
reikningum reynist hún betri. Vextir færast
tvisvar á ári.
Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hasstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
öndvegisreikningur er bundinn til 18
mánaða \ verðtryggður og með 7% nafnvöxt-
um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu
vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir spariQár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs lslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
.. 100 þúsund krónur.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en
innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir
7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast
með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið-
um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg
eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð-
stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og
greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð-
bætur greiðast með höfuðstól við innlausn.
Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta-
auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru
meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum
reikningum bankanna og með 50% álagi.
Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur
greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis-
tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau
eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9%
vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn-
lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu
SDR.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfín eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum.Lánin eru til 31 árs.
I.án til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lifeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
átig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð ög með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 4- 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eflir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
1,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í desember 1985 er 1337
stig en var 1301 stig í nóvember. Miðað er
við grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985
er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983
en 3392 stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 01 .10.12.1985
INNLÁNMEÐSÉRKJÖRUM p
SJÁSÉRLISTA if 11 X -IB AtiyAi bankh 1! 1111 Iflimi
INNLÁN ÚVERÐTRYGGD SPARISJÓÐSBÆKU R Úbundin innstæða 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán.uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25,0
6 mán.uppsógn 31.0 33.4 30.0 28.0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0
12mán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 32.0
SPARNAÐUR- LÁNSRtTTURsParað3-5mán. 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0
INNLÁNSSKÍRTEINI Sp. 6mán.ogm. Til 6 mánaöa 29.0 28.0 30.0 28.0 26.0 23.0 29.0 28.0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0
Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁNVERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 6 mán.uppsögn 2.0 3.5 1.5 3.5 1.0 3.5 1.0 3.0 1.0 3.5 1.0 3.0 1.0 3.0 2.0 3.5 1.0 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
ÚTLAN úverðtryggð ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34.0 2) kge 34.0 koe 32.5 kge kge kge 34.0
almennskuloabrEf 32.03 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
vidskiptaskuldabrEf 35.02 kge 35.0 kB. 33.5 kge kge kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5
ÚTLÁNVERÐTRYGGÐ skuldabrEf AA21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL ERANILEIÐSLÚ SJÁNEOANMAlSI)
ifuaii iu uuituuiuiusiramjeiusiu eru a Zö,07o voXLUm. vegna uuiuuungs, i ouiv y,oy0,
í BandaríkjadoUurum 9,5%, í sterUngspundum 12,75%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum.
Sandkorn Sandkorn
Fæstir vilja fá kartöflur í
skóinn, jafnvel þótt þær séu
franskar.
Ekki
franskar!
Nú líður að jólum og að því
að litlu borgararnir fái gott
í skóinn. Á einu heimili var
verið að brýna það fyrir
yngsta heimilismanninum
að nú yrði hann að vera
þægur því annars fengi
hann ekki gott í skóinn en
í stað þess fengi hann kart-
öflu i skóinn þegar hann
væri óþægur.
Sá litli vildi ekki una
þessu og var þá eldri bróðir
hans fenginn til vitnis um
að hann hefði fengið kart-
öflu í skóinn þegar hann
var óþægur.
Að þessum upplýsingum
fengnum þagði sá litli um
stund en sagði síðan með
þungri áherslu: Ég vil ekki
fá franskar kartöflur í skó-
inn minn!
Ljósamergð
Nýlega var tekið í notkun
hús eitt mikið í Öræfum.
Er það eins konar fjölnota-
hús. Þar er saman komið
undir einu þaki: skóli,
samkomuhús, íþróttahús,
bókasafn, heilsugæslustöð
og guðveithvað fleira.
Ekki er það nú ætlunin
að fara að gera úttekt á
byggingu þessari. Hitt þyk-
ir í frásögur færandi, sem
glöggskyggnir blaðamenn
á Eystrahorni hafa upplýst,
að ljósin í samkomusal
hússins hafi átt að vera
miklu fleiri en þau eru nú.
Upphaflega hafi þau nefni-
lega útt að vera nákvæm-
lega jafnmörg og íbúar
hreppsins.
En svo fór þó að ljósunum
var fækkað af ókunnum
ástæðum. Við talningu á
þeim kom í ljós að nú voru
þau nákvæmlega jafnmörg
og konurnar í Öræfunum!
Þykir þetta skemmtileg til-
viljun og er það mál manna
að kvenpeningur lýsi upp
þetta nýja hús.
Skósmiðurinn
og
þjófamir
Flestir muna eftir þjófa-
flokkunum sem gengu ljós-
um logum í Reykjavik og
nágrenni síðastliðið sumar
og í haust. Var fólk farið
að hafa uppi alls konar
varúðarráðstafanir, ef það
þurfti að bregða sér frá
dagstund eða lengur, til að
veija hýbýli sín fyrir þjóf-
unum.
Við heyrðum til að
mynda af skósmið einum
ágætum sem fékk það hlut-
verk að gæta húss ná-
granna síns. Nágranninn
bjó hinum megin við göt-
una. Þurfti hann í ferðalag
og bað því skósmiðinn að
lita nú eftir húsi sínu á
meðan.
Skósmiðurinn hóf eftir-
litsstörf um leið og ná-
granninn var farinn. Gætti
hann hússins af kostgæfni,
enda skyldi enginn þjófur
þar inn fyrir dyr.
Svo var það eina nóttina
að skósmiðurinn hrökk upp
við vélarhljóð á götunni.
Hann sentist fram úr og sá
að bíll hafði stoppað við hús
nágrannans. Út úr honum
stigu nokkrir ungir menn,
allir með vasaljós, og fóru
að sniglast í kringum húsið.
Skósmiðurinn þurfti nú
ekki frekar vitnanna við en
hringdi i lögregluna. Innan
stundar geystust þrir lag-
anna verðir í öllum skrúða
inn götuna. Viku þeir sér
strax að ungu mönnunum
og spurðu byrstir hvaða
skýringu þeir gæfu á þessu
næturgöltri. Mönnunum
vafðist tunga um tönn. En
rétt þegar lögreglan var að
komast á þá skoðun að þeir
væru sannarlega tukthús-
tækir datt upp úr einum
næturgestanna að hann
væri sonur húseigandans.
Hann hefði bara ætlað að
leita að únamöðkum í garð-
inum hjá pabba!
s
Lögreglan hefur í nógu að
snúast.
Ólafur Þ. Þórðarson.
Snjóflóðavam-
ir
Við skulum ekki láta
okkur detta í hug að við
séum án æðri handleiðslu
meðan blessaðir þingmenn-
irnir okkar standa upprétt-
ir. Það þarf ekki annað en
að minnast nýlegrar heim-
sóknar þingmanna Vest-
fjarðakjördæmis til Isa-
Qarðar til að öðlast full-
vissu um þetta.
En í téðri heimsókn sátu
þingmennirnir sumsé fund
bæjarstjórnar. Bar þar á
góma snjóflóðavarnir í
kaupstaðnum. Kom þá
Ólafur Þ. Þórðarson þing-
maður frarn með þá frómu
tillögu að barrtrjám yrði
plantað i þessu skyni i landi
kaupstaðarins.
Nú er það svo að barrttjá
vaxa afar hægt. Það myndu
því líða 50-60 ár þar til
græðlingar Ólafs yrðu þess
umkomnir að stöðva með-
alsnjóflóð. Er hætt við að
einhveijir yrðu orðnir lang-
eygir eftir vörnunum fyrir
þanntíma.
Umsjón:
Jóhanna S.
Sigþórsdóttir
Jólatilboð! +++
20% 2
afsláttur af
öllum kuldaskóm
næstu
daga,
Skóverslun
Þórðar Péturssonar
miðvikudag og fimmtudag.
Laugavegi 95
Sími 13570.
Kirkjustræti 8
v/Austurvöll. Sími 14181
JOldtllbod• Nú styttist tiljóla,því ekki aö
sleppa þrifunum í ár og mála upp
á nýtt. Viö veitum
15%
afslátt af
málningu í desember.
Opið laugardag
tilkl. 18
CTl BYGGINGAVÖBUR]
BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 simi 28600 STÓRHÖFÐA simi 671100
RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND.