Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985. Spurningin Hefur þú farið á aðventukvöid? Elín Helgadóttir þroskaþjálfi: Nei og hef engan áhuga á því. Ég þekki nú bara ekki einn ein- asta sem ég veit að hefur farið á aðventukvöld. Ingibjörg Waage húsmóðir: Já, ég geri það vanalega. Mér líður svo vel innan um sönginn og það. Mér finnst ekki vera nein jól án þess að fara á aðventukvöld, ég hef vanist því frá barnæsku. En ég fer aldrei nema einu sinni og á eftir að fara núna. Júlíus Bernburg ellilífeyrisþegi: Já, já, en ég hef það nú samt ekki fyrir fasta reglu. Ég ætla að fara núna, það er svo hlýlegt og notalegt. Þetta eru oftast fjölsóttar samkomur. Þorsteinn Jóhannsson húsasmið- ur: Nei, en hefði áhuga á að prófa, þetta er að verða miklu vinsælla en verið hefur. Ég þekki marga sem hafa farið og held að ég viti nokkum veginn hvemig þetta fer fram. Randver Alfonsson bílstjóri: Aldrei, ég hef ekki áhuga á því. Ég þekki engan sem hefur farið. Ég veit ekki hvernig þessar sam- komur fara fram. Arna Gísladóttir ban karitari: Nei, en ætli sé ekki allt í lagi að prófa. Ég hef voðalítið spáð í það hvemig þetta er, sjálfsagt kerta- Ijós og jólapredikanir. Veistu, ég man ekki eftir neinum sem hefur farið. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur ÚTRÝMING AF VERSTU SORT Fjölskyldumóðir skrifar: Hvað eigum við, venjuleg íjöl- skylda, að gera til þess að þeir sem stjóma hér sjái að hverju stefnir? Að það er hreinlega verið að út- rýma okkur! Hér á eftir kemur iítil saga , sagan af okkur, en hún á víst ör- ugglega við um margar aðrar fjöl- skyldur á íslandi: Við emm hjón, 30 til 40 ára, með tvö böm, eigum lítið, ódýrt hús og ódýran bíl. Við þrælum allt árið, tökum í mesta lagi eina til tvær vikur í sumarfrí, keyruni þá um landið og gistum aldrei á hótelum. Utanlandsferðir em af og frá. Annað okkar vinnur 10 klst. á dag fyrir 40.000 á mánuði, hitt vinnur 4 klst. fyrir 15.000 á mánuði. Viö höfum því samtals 55.000 kr. í mánaðarlaun. Þar af fara 4.000 í rafmagn og hita, 5.000 í útsvar og 2.000 í bensín en bíllinn er notaður eins lítið og hægt er. Matvæli og önnur nauðsynjavara tekur 20.000 og skatturinn 11.000. Þá em eftir 13.000 kr. til að bcrga með lánin, fasteignagjöld, tryggingar o.fl o.fl. Ég spyr hvort einhver ráðherra vilji skipta við okkur þó ekki væri nema eins og í einn eða tvo mánuði. Þannig er að heilsa okkar beggja er nær búin. Það em einkum and- vökunætur út af skuldum sem sjá fyrir henni. Því segi ég: Það væri miklu nær að gefa okkur fljótvirk- Bréfritari leggur fram þá tillögu að ráðamenn útdeili fljótvirkum pillum í stað þess að murka úr fólki lífið. ar pillur heldur en að murka úr okkur lífið með þessum hætti. Ég veit þó að sumir hafa það jafnvel verra en við. Ég skora á ráðamenn þessa lands að gera eitthvað strax svo það fólk, sem enn hefur kraft til að reyna að standa í skilum, geti það með sómasamlegri vinnu, t.d. verður að breyta þessum lánum sem alltaf hækka bara og hækka, sama hvað maður borgar af þeim. Tekjuskattssvikin eru slæm býti Launþegi skrifar: Núverandi íjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því vfir á fundi kjördæmisráðs flokksins á Suðurlandi að allar áætl- anir ríkisstjórnarinnar, þar með tal- in niðurfelling tekjuskatts á næsta ári, stæðu fostum fótum. Þetta las maður í frétt af þessum fundi frá fréttaritara Mbl. á Selfossi. Nú, nokkru sögum síðar, er svo til- kynnt að sami ráðherra hafi lagt fram tillögur á fundi ríkisstjórnar- innar um að allt þetta, tollalögin, vörugjaldið og tekjuskattslækkunin, eina búbót launþega og landsmanna allra, væri fyrir bí. að því tilskildu að ríkisstjómin samþykkti tillöguna! Ég spyr nú bara eins og einn úr hópi hins þögla meirhluta: Hvað er að ske í þessu stjómkerfi okkar og þjóðfélagi? Maður hlýtur að eiga heimtingu á einhverjum haldbærum útskýringum. Þær útskýringar, sem bornar eru fram nú í augnablikinu, eru engan veginn haldbærar, t.d. sú að þetta sé gert til að eiga eitthvað „uppi í erminni" þegar kemur að samningum við Iaunþegasamtökin. Út í hött. Það sem er verst við þetta allt er það að hér virðist engum hægt að treysta lengur, hvorki ráðamönnum né öðmm forráðamönnum í opinbera bákninu. Og það getur ekki leitt nema til eins: allsherjarhmns. Er hér kannski eitthvað annað og meira á ferðinni, eitthvað það sem ríkisstjórnin og ráðherrar hennar vilja ekki greina frá? Getur það ekki verið að nú sé komið að skuldadög- um við hina erlendu lánardrottna eins og kom fram í frétt nýlega um hertar reglur okkur til handa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Það má ekki draga þjóðina á því að fá sann- leikann fram. 68-66-11 kl. 13 til 15 Hringið kl. 13-15 eða SKRIFIÐl V JÓLAGJAFAHANDBÓK, 56 SÍÐUR, FYLGIR BLAÐINU Á MORGUN, FIMMTUDAG 12. DES. Seinni jólagjafahand- bók D V fylgir blaðinu á morgun. í hinni árlegu og sí- vinsælu j ólagj afa- handbók er að venju að finna hugmyndir að skemmtilegum jólagjöfum á 56 síð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.