Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985.
5
Salan á Akva-vatninu:
Tíu krónur
fyrir lítrann
Frá Jóni G. Haukssyni, blaða-
manni DV á Akureyri:
Akva sf. á Akureyri mun skrifa
undir samning um sölu vatns til
danska fyrirtækisins Icelandic
Supply eftir nokkra daga. Samning-
urinn gerir ráð fyrir sölu á fjórum
milljónum ferna af vatni á ári i
fyrstu. Verðið á vatninu verður 10
krónur fyrir lítrann.
„Icelandic Supply er í eigu dansks
manns og hann stofnar fyrirtækið
eingöngu í kringum þetta mál. Hann
hyggst setja vatnið á markað í Dan-
mörku, Bandaríkjunum, arabalönd-
um og Suður~Evrópu,“ sagði Þórar-
inn Sveinsson, Akva sf., í morgun.
Hann sagði ennfremur að samning-
urinn yrði til fimm ára og gerði ráð
fyrir stigvaxandi sölu á hverju ári,
eða 12 milljónum lítra ferna á fimmta
árinu.
„Þetta lítur vel út, en ég vara við
of mikilli bjartsýni, við erum að byrja
að setja vöruna á markað. Við sjáum
ekki hvort dæmið gengur endanlega
upp fyrr en í ljós kemur hvort neyt-
endur sætta sig við vatnið og kaupa
það aftur og aftur.“
Enda þótt allt stefni nú í undirritun
samnings kann svo að fara að Vatn-
sveita Akureyrar setji strik í reikn-
inginn. Vatnsveitustjórinn vill
nefnilega að Akva sæki um leyfi til
að selja vatnið.
Djupivogur:
Vatnsleiðslan ónýt
„Það er nóg vatn en leiðslan hefur
sprungið alloft upp á síðkastið. Við-
gerð tekur 4-6 klukkutíma í hvert
sinn og á meðan er bærinn vatns-
laus,“ sagði Karl Jónsson, oddviti
Búlandshrepps, um vatnsskortinn
sem hrjáð hefur íbúa á Djúpavogi
að undanförnu.
Karl vildi ekki kannast við að
vandræðaástand hefði skapast af
þessum sökum þótt nokkur óþægingi
fylgdu vatnsleysinu þegar leiðslan
bilaði.
„Það er aldurinn sem segir til sín.
Leiðslan er orðin 22 ára gömul og
hefur reyndar alltaf verið gjörn á að
bila. Við verðum að leggja nýja
leiðslu í vor. Það sem eftir er vetrar
er helst reynandi að minnka þrýst-
inginn á lögninni og sjá hvort hún
dugar ekki til vors,“ sagði Karl
Jónsson.
- GK
Eysteinn Jónsson hefur það fyrir reglu að sýna ljósmyndurum aðeins
vinstri vangann. Með honum á myndinni er söguritarinn. Vilhjálmur
Hjálmarsson, og útgefandinn, Ólafur Ragnarsson.
DV-myndKAE
Lokabindið af Eysteinssögu komið út:
„Þyldu mig ekki 20
ár í stólnum núna”
„Þeir hefðu ekki þolað mig í ráð-
herrastólf 20 ár núna, tónninn virð-
ist vera orðinn annar,“ sagði Ey-
steinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, þeg-
ar löng seta hans í ráðherrastól barst
í tal við kynningu á þriðja bindi
ævisögu hans.
Eysteinn í stormi og stillu heitir
lokabindi ævisögunnar sem Vil-
hjálmur Hjálmarsson hefur ritað. I
allt fyllir ævisagan nú um 1000 síður.
í bókinni er rakin ævi og störf Ey-
steins frá árinu 1956 til þessa dags.
Þar er sagt frá átökum í vinstri
stjórninni sem sat á árunum 1956 -
1958 þar sem Eysteinn sat í seinasta
sinn í ríkisstjórn. Þar segir og frá
þrem seinustu þorskastríðunum , frá
stjórnarandstöðu á viðreisnarárun-
um og myndun nýrrar vinstri stjórn-
arárið 1971.
í bókinni má lesa um viðræður
Eysteins við þá Hannibal Valdimars-
son og Björn Jónsson um bandalag
á þingi árið 1969. Þess var þá skammt
að bíða að þeir félagar yfirgæfu
Alþýðubandalagið endanlega. Ey-
steinn segir.einnig frá hugðarefnum
sínum utan stjórnmálanna á þessu
tímabili.
í bókarlok er sagt frá setu Eysteins
á Húsavíkurfundi framsóknar-
kvenna nú í haust þar sem sett var
fram krafan um að konur skipi annað
hvert sæti á framboðslistum Fram-
sóknarflokksins í næstu kosningum.
Bókin or 372 síður að lengd, prýdd
fjölda mynda.-Vaka-Helgafell gefur
út. GK
Verðið slær alla út af laginu.
25.950 stgr.
6000 út og rest á sex mán.
FISHER
Hljómtækjasamstæða með tvöföldu segulbandi, sem er með hinu fullkomna suðhreinsikerfi Dolby Nr
og lagaleitara. 25 watta magnari, með 5 banda tónjafnara. Útvarpmeð FM steríó (Rás 2) og MW.
Hálfsjálfvirkur plötuspilari með magnetísku pikupi.
Frábærir 50 watta hátalarar.
Fallegur skápur, með geymslu fyrir kassettur og plötur. Með glerhurð og á hjólum.
j-**
Vasadiskó PH-17
Rúsfnan f pylsuendanumf
Vasadlskó m/útvarpl,
f rauðu, hvítu og svörtu.
Verðfð gleður alla:
Kr. 3600
Ferdatœki SCR-810
Hér er rétta taeklð fyrir hlnn hagsýna. Vandað, en samt ódýrt. Útvarp FM
sterfó (Rás 2| og MW. Segulbandið er vandað, með Innbyggðum
hljóðnemum. Gjöf, sem gleður.
Verö kr. 5.500.
Utvarpsklukka Led-11
Ertu syfjaður á morgnana? Þessl klpplr þvl i lag. FM (Rás 2) og MW. Fyrlr
Vasadiskó MG-Z1
Ótrúlegt en satt —
vasadlskó á aðelns
Kr. 1.690
rafhlöður og straum. í rauðu, bláu og beige. Tilvalln jólagjöf á réttu verðl,
Veró aöeins kr. 2.395.
Póstkröfusendingar afgreiddar samdægurs.
ÍH«IFJR
SJÓNVARPSBÚDIN
Lágmúla 7 og á horni Borgartúns og Höfðatúns.
Simar62 25 55og68 53 33