Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1985, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Skæruverkföll yfir 400 þúsund vestur-þýskra verkamanna settu svip sinn á daglegt líf í Vestur- þýskalandi í gær. Skora á öll ríki að undirrita Haf- réttarsáttmála SÞ Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna skoraði í gær á öll ríki heims að gerast aðilar að Hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna frá 1982, og láta af aðgerðum sem grafa undan honum eða ganga gegn tilgangi sátt- málans. Áskorunartillagan var borin upp af 53 löndum og samþykkt með 120 atkvæðum. Tvö ríki greiddu atkvæði á móti, Bandaríkin og Tyrkland. - Fimm lönd sátu hjá. Bretland, V-Þýskaland, fsrael, Perú og Venezúela. Bandaríkin hafa neitað að undir- rita sáttmálann sem hefur ekki enn öðlast gildi. Líta Bandaríkjamenn svo á, að ákvæðinu um námavinnslu á hafsbotninum sé beint gegn einka- framtakinu. Tyrkland samþykkir ekki tólf mílna lögsögu við grískar eyjar í Eyjahafinu, en þær liggja sumar skammt undan strönd Tyrk- lands. Til þessa hafa 159 ríki og lands- svæði undirritað hafréttarsáttmál- ann með fyrirvara, en 25 hafa sam- þykkt hann til gildistöku. Sáttmál- inn tekur gildi þegar ári eftir að 60 ríki hafa undirritað hann til gildi- stöku. Forsetakosningar á Filippseyjum: TOLENTINO VARA- FORSETAEFNIAÐ Skæruverkföll VALIMARCOSAR i V-Þýskalandi Deilur út af breytingum á atvinnuleysisbótunum Vinnudeilur steðja nú að vestur- þýskum iðnaði eftir að Bonnstjóm- inni mistókst að ná samkomulagi við verkalýðshreyfínguna um að hætta greiðslu atvinnuleysisbóta til laun- þega sem lenda í vinnustöðvun vegna verkfalls annarra eða missa atvinn- una vegna fækkunar starfsliðs hjá vinnuveitandanum. Víða á vinnustöðum var efnt til mótmælaverkfalla í gær í klukku- stund eða lengur og tóku þátt í þeim alls um 400 þúsund manns. Ernst Breit, leiðtogi DGB (sem er ASÍ þeirra í V-Þýskalandi), sagði í morg- un að formenn félaganna mundu hittast í dag til þess að ræða fram- hald mótmælaaðgerða. Um 1000 manns efndu til mót- mælastöðu við skrifstofur Kohls kanslara í gær um sama leyti og Breit og sendinefnd verkalýðshreyf- ingarinnar kom þangað til viðræðna við Kohl og fulltrúa vinnuveitenda. Fyrir þinginu í Bonn liggur stjórn- arfrumvarp um breytingar á lögum um atvinnuleysisbætur en ennþá liggur óafgreitt hjá dómstólunum mál sem spratt upp af verkfalli vél- stjóra í fyrra þegar þeir kröfðust styttingar vinnuvikunnar niður í 35 stundir. Margir í vélaiðnaðinum Herjaöi alnæmi á ísraelsmenn í útleiðingunni? Undanfari alnæmissjúkdómsins mun hafa herjað á Israelsþjóð á leið hennar úr Egyptalandi til fyr- irheitna landsins, samkvæmt því sem breskur vísindamaður heldur fram. Dr. John Gwilt, varaforseti Sterl- ing-lyf]afyrirt,ækisins, sagði sam- tökum apótekara í gær að sjúk- dómurinn hefði ráðist á marga ísraelsmenn eftir að Móses leiddi þá út úr Egyptalandi, sennilega eftir að þeir höfðu kropið að skyndikonum úr ættbálki Móabíta austan árinnar Jórdan. Þeir höfðu engar ónæmisvarnir gegn þessum háskasjúkdómi sem smitaðist á milli með samförum," sagði dr. Gwilt. Samkvæmt því sem hann segir þá hefti leiðtogi ísraelsmanna, spámaðurinn Móses, útbreiðslu sjúkdómsins með því að láta deyða alla hugsanlega smitbera, „sem ekki þætti brúklegt ráð nú á tím- um“, eftir því sem dr. Gwilt segir. misstu þá vinnu sína þegar vinnu- veitendur urðu að fækka starfsfólki vegna samdráttar út af vélstjóra- verkfallinu. Ferdinand Markos, forseti Filipps- eyja, samþykkti í morgun opinber- lega tilnefningu flokks síns sem frambjóðandi flokksins í væntanleg- um forsetakosningum á Filippseyjum sem búið er að boða til þann 7. febrú- ar næstkomandi. Varaforsetaefni flokks Markosar verður Arturo Tolentino.fyrrum ut- anríkisráðherra. „Við munum á fúsan og frjálsan hátt gangast undir dóm almenn- ingsálitsins í kosningunum,1' sagði Markos á fjölmennum fundi stuðn- ingsmanna sinna í Manila í gær- kvöldi. Tolentino, varaforsetaefni Mar- kosar, er gamall í hettunni í stjórn- málum á Filippseyjum, orðinn 75 ára og búinn að standa í eldlínunni í mörg ár. Tolentino lenti upp á kant við Markos í mars síðastliðnum og var þá settur af sem utanríkisráð- herra. Utanríkisráðherrann fyrrver- andi vann síðan mikinn persónuleg- an sigur i þingkosningunum í maí síðastliðnum. Kosningasigurinn i maí og persónulegt fylgi Tolentino eru taldar helstu ástæður þess að gamli maðurinn er nú orðinn fram- bjóðandi til varaforseta. Allsherjarþing SÞ samþykkti í nótt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að banna öll íþróttasam- skipti við Suður-Afríku. Allflest riki Vestur-Evrópu sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Ekkert sport með S-Af ríku? Allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í nótt ályktun þar sem allur kynþáttaaðskilnaður í íþróttum er fordæmdur auk þess sem þær þjóðir er undirrituðu sáttmálann skuldbinda sig til að eiga ekki sam- skipti við Suður-Afríku á sviði íþróttamála. Sáttmálann samþykktu 125 þjóðir og engin var á móti. Hins vegar sátu 25 þjóðir hjá við atkvæðagreiðsluna, þar á meðal flestar þjóðir Vestur- Evrópu auk Bandaríkjanna, Kan- ada, Japan, Ástralíu og Nýja- Sjálands. Fulltrúar nokkurra þeirra þjóða er sátu hjá við atkvæðagreiðsluna sögðust 1 meglndráttum styöja ban- nið við íþróttasamskiptum við Pret- óríu en sögðust hins vegar ekki geta samþykkt ályktunina vegna þess að í henni væru greinar er stönguðust á við undirstöðuréttindi hvers ein- staklings, svo sem frjálsræði ein- staklinganna og frelsi til athafna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.