Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 2
2 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. íslensk frystihús borín saman við frystihús í Noregi, Danmörku og Englandi: AFKÖST OG LAUN MINNIÁ ÍSLANDI Vinnuhraði í fiskvinnslu á ís- landi er lítill. Of margt fólk er í framleiðslunni. Mikið er gert að bví að fiytja fiskinn frá einum stað ynr á annan. Frystihúsin eru of langt frá löndunarstað. Þetta eru viðhorf stjórnenda norskra fiskvinnslufyrirtækja til íslenskrar fiskvinnslu. Þessi við- horf komu fram í viðtölum sem starfshópur á vegum kjararann- sóknarnefndar átti við Norðmenn- ina sem flestir höfðu skoðað frysti- húsá íslandi. Um þetta má lesa í nýútkominni skýrslu starfshópsins um laun og launakostnað í fiskiðnaði á Islandi borin saman við fiskiðnað í Noregi, Danmörku og Englandi. Fram kemur í skýrslunni að laun fiskvinnslufólks á íslandi eru mun lægri en í hinum löndunum. Nefnd- ar eru sem hugsanlegar skýringar hringormavandamálið á íslandi, meiri nýting á vinnutíma og meiri afköst í snyrtingu og pökkun í Danmörku og Noregi en á íslandi. Starfshópurinn heimsótti frysti- hús í Vesterálen og Tromsö í Nor- egi, Norður-Jótlandi og Borgund- arhólmi í Danmörku og Grimsby í Englandi. I sendinefndinni voru Ágúst H. Elíasson, VSÍ, Jón Kjart- ansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, og tveir starfs- menn kjararannsóknarnefndar, þeir Ari Skúlason og Hannes G. Sigurðsson. NIÐURSTÖÐURNAR Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þessar: Tímakaup í dagvinnu, það er taxtakaup að viðbættum bónus, í snyrtingu, vigtun og pökkun er 60% hærra í Noregi en á íslandi en vegna meiri afkasta í Noregi eru launagreiðslur á kíló af snyrtum flökum 27% lægri í Noregi sé miðað við fisk með meðalormi á íslandi en 10% hærri miðað við ormalausan fisk. Tvö dæmi eru sýnd um launa- kóstnað og afköst á íslandi eftir því hvort um fisk með hringormi eða ormalausan fisk er að ræða. Þetta er gert til að sýna fram á að ormurinn er ekki eina skýringin á mismunandi afköstum á Islandi og í Noregi og Danmörku. I Danmörku er tímakaup, taxta- kaup að viðbættum bónus, í snyrt- ingu 69% hærra en á íslandi en launagreiðslur á kíló af snyrtum flökum eru hins vegar 43% lægri í Danmörku sé miðað við fisk með meðalormi á íslandi en 7% lægri miðað við ormalausan fisk. I flökun er tímakaup í dagvinnu, það er taxtakaup að viðbættum bónus, 105% hærra í Noregi, 96% hærra í Danmörku og 31% hærra í Englandi en í Englandi er ein- göngu handflakað. Tímakaup í dagvinnu í fiskiðnaði í Noregi og Danmörku er lægra en í öðrum iðnaði en á íslandi er tímakaupið í fiskiðnaði hærra en meðaltal annarra atvinnugreina. I októbermánuði var samnings- bundið lágmarkstímakaup í fisk- iðnaði 87% hærra í Noregi og 127% hærra í Danmörku en á íslandi en í Englandi eru engir allsherjar- samningar um lágmarkslaun. Meiri nýting er á vinnutíma í löndunum þremur en á íslandi. Sé miðað við laun á nettódagvinnu- tíma í stað launa á greidda vinnu- stund þá minnkar launamismunur- inn um 4-8% eftir því hvaða land á í hlut. í Noregi, en þar er víðast unnið eftir fullvinnslukerfi, eru afköst í snyrtingu, vigtun og pökkun meira en tvöföld sé rhiðað við físk með meðalormi en 45% meiri miðað við ormalausan fisk. I Danmörku eru afköst í snyrt- ingu meiri en þreföld miðað við fisk með meðalormi en meira en tvöföld miðað við ormalausan fisk. Afköst í pökkun eru tvöfalt meiri. KMU. Hólmfríður Karlsdóttk, ungfrú heimur, kominheim: „FÉKKSTU AÐ EIGA KÓRÓNUNA 7’ spurðu bömin þegar Hóimfríður kom á barnaheimilið á Vífilsstöðum „Fékkstu að eiga kórónuna?" spurði lítill maður á barnaheimili Vífilsstaða þegar hann leit Hólm- fríði Karlsdótttur, fóstruna sína, aftur eftir nokkurra vikna fjarveru. í fjarverunni frá barnaheimilinu hlaut Hólmfríður titilinn ungfrú heimur svo sem kunnugt er. Hún lét það verða fyrsta verk sitt eftir komuna til landsins síðdegis í gær að heimsækja vini sína á barnaheimilinu. Þar hlaut hún hlýjar móttökur eftir nepjuna á Keflavíkurflugvelli. Lágreist barnaheimilið var allt skreytt út úr dyrum og í gluggunum gat að líta spjöld sem á stóð: Velkomin, Hófí. Bömin færðu vinkonu sinni blóm og fögnuðu henni með húrrahróp- um. Þegar þeim linnti hóf lúðra- sveit að leika jólalög. Hólmfríður þakkaði tónlistarfólkinu með kossi og það þakkaði fyrir sig með Heims um ból. Á Keflavíkurflugvelli tóku for- eldrar Hólmfríðar og nánustu vinir á móti henni. Þar var fremst i flokki Ásta litla, fjögurra ára frænka fegurðardrottningarinnar, sem búin var að bíða hennar lengi. Nú var stundin loksins runnin upp þegar stóra frænka steig út úr flug- vélinni í öllum skrúða. ,.Það er æði að vera komin heim,“ sagði Hólmfríður umkringd af fjöl- skyídu sinni. Hún var að sögn búin að pakka niður fyrir þrem dögum, taka allt upp aftur og pakka niður áný. í anddyri flugstöðvarinnar beið fjöldi fólks og fagnaði komu þessar- ar frægustu löndu sinnar nú um stundir. Og annimar hjá Hólmfríði vom ekki á énda þótt hún hefði yfirgefið heimsborgina Lundúnir. Fögnuðurinn á barnaheimilinu var mikill þegar Hófi var loksins komin heim. Fegurðardrottingin söng með smáfólkinu „Bráðum koma blessuð jólin“ og fleiri jólalög. Öll vildu þau vera með Hólm- fríði. „Hún er vinkona mín,“ útskýrði ein lágvaxin hnáta í hópnum. DV-mynd KAE. Allri vildu nú fá eiginhandarárit- anir og ljósmyndari vor fékk koss- inn sem honum hafði verið lofað áður en ævintýrið hófst. Aðspurð sagðist Hólmfríður al- veg vera hætt að stressa sig á öllu þessu tilstandi. „Það venst með tímanum," sagði hún. í gærkveldi hélt hátíðin áfram með samkvæmi í veitingahúsi- hér og næstu dagar eru víst áskipaðir líka. GK , * # Skiptaráð- andi á f lugi mslli heimsálfa Ragnar Hall, annar skiptaráðand- inn í Hafskipsgjaldþrotinu, flaug vestur til Bandaríkjanna í fyrradag ásamt löggiltum endurskoðanda til að kanna bókhald og eignir Hafskips vestan hafs. Þegar þeir hafa lokið starfi sínu þar fljúga þeir yfir til meginlands Evrópu í sömu erinda- gjörðum. Markús Sigurbjörnsson, hinn skiptaráðandinn, gerði í gær sam- komulag við Eimskipafélagið um að tilboð þess í þrotabú Hafskips gilti til þriðjudags en tilboðið átti að renna út í gær. Fresturinn er gefinn gagngert í því skyni aö tími gefist til að kanna önnur tilboð. - KMU. Hnífstungu- maðurinn í gæsluvarðhald Rannsóknarlögregla ríkisins fór fram á það í gærkvöldi að maður sá, sem stakk stúlku með hnífi í húsi við Skarphéðinsgötu, yrði settur í gæsluvarðhald. Stúlkan meiddist ekki eins alvarlega og haldið var í fyrstu. Hún var ekki undir áhrifum áfengis þegar ráðist var á hana á fimmtudagskvöldið. . gQg Peningaskáps- þjófurinnfundinn Rannsóknarlögreglan hefur upp- lýst hver stal peningaskápnum úr KRON á dögunum. Ungur maður hefur játað þjófnaðinn. f peninga- skápnum, sem liggur nú á hafsbotni, voru um 60-70 þúsund í peningum. Maðurinn var búinn að koma þeim fyrir kattamef. Hann skilaði aftur á móti ýmsum reikningum og greiðslu- kortakvittunum sem vom ískápnum - sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.