Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 5
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
5
„EkkimágSeyma
raðsmíðaverk-
efninu hans
Hjörleifs,” segir
KarlSteinar
Guðnason:
Krafla er hluti
af öllu sukkinu
„Það er því miður óhjákvæmilegt
að viðurkenna staðreyndir. Við al-
þýðuflokksmenn greiðum því at-
kvæði með sölu Kröfluvirkjunar til
Landsvirkjunar, þótt þjóðin verði að
taka beint á sig yfir tvo milljarða
króna sem tapað fé,“ segir Karl
Steinar Guðnason alþingismaður.
Þingið fjallar nú um sölu á Kröflu
fyrir 1.170 milljónir, þótt skuldir
virkjunarinnar séu 3.207 milljónir
króna.
„Við gagnrýndum þessa fram-
kvæmd frá upphafi. Þetta voru auð-
vitað óskapleg mistök, sem Kröflu-
flokkarnir bera ábyrgð á. En það er
einnig búið að afskrifa milljarð
vegna byggðalína og hálfan milljarð
vegna járnblendisins á Grundart-
anga. Og við skulum ekki gleyma
raðsmíðaverkefninu hans Hjörleifs,
sem bindur að minnsta kosti 600
milljónir króna.
Það eina sem nafnið á því verkefni
þýðir er að því var dreift í kringum
landið. Þarna eru fimm togarar til-
búnir eða nær tilbúnir, en þeir fá
engan kvóta og enginn kaupir þá.
Raunar er víst að enginn getur keypt
þá á því verði sem liggja mun fyrir,
fái skipin einhvern tíma kvóta. Þá
verða þau sokkin í fjármagnskostn-
aði, sem er líklega hátt í 20 milljónir
á mánuði á meðan skipin eru til
einskis nýt. Þetta er ekki einleikið,“
segir Karl Steinar.
HERB
Neita
að
Olís sé
til sölu
Sögusagnir, sem gengið hafa und-
anfarna mánuði um sameiningu 01-
íuverslunar íslands hf. við annað
olíufélag, komust á prent í gær.
Dagblaðið NT kvaðst í baksíðufrétt
hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því
að meirihluti í OLÍS hefði verið
boðinn Olíufélaginu hf„ Esso, til sölu
um síðustu mánaðamót. Ennfremur
sagði NT að sams konar tilboð hefði
borist Skeljungi í sumar.
DV ræddi í gær við ráðamenn hjá
olíufélögunum þremur og spurði
hvort meirihlutaeign í OLIS hefði
verið boðin til sölu.
„Ég mun ekkert segja um þetta
mál. Ég hef ekkert um þetta að
segja,“ sagði Vilhjálmur Jónsson,
forstjóri Olíufélagsins.
„Það þekki ég ekki. Ég veit ekki
hvaða heimildir eru fyrir þessu,“
sagði Árni Ólafur Lárusson, fjár-
málastjóri Skeljungs.
„Hvað einstakir hluthafar í OLÍS,
stórir eða smáir, eru að gera - það
er ekki mitt mál,“ sagði Árni Ólafur.
„Ég kannast ekki við þetta. Það
getur vel verið að það séu einhverjir
hluthafar sem vilja selja,“ sagði Jón
Ingvarsson, áhrifamikill hluthafi í
OLÍS.
„Ég veit ekki um hvað blaðið er
að tala,“ sagði Þórður Ásgeirsson,
forstjóri OLÍS.
„Samkvæmt samþykktum félagsins
eiga hluthafar forkaupsrétt að hluta-
bréfum. Þetta hefur aldrei verið rætt
í stjórn félagsins þar sem sitja full-
trúar með 80 prósent af hlutafénu.
Það er ekki hægt að bjóða þetta án
þess að bjóða hluthöfum að neyta
forkaupsréttar síns. Þannig að þetta
er bara rugl,“ sagði Þórður.
Er DV spurði hvaða skýringu hann
hefði á þessum orðrómi svaraði
hann:
„Ég kann enga skýringu á þessu.
Mér sýnist bara að það sé í gangi
einhver rógsherferð gegn okkur. Eg
skil ekki hvað er þarna á bak við eða
hverjir eru á bak við. Ég veit hins
vegar hvað Ólafur Ragnar Grímsson
sagði um félagið á Alþingi," sagði
Þórður Ásgeirsson.
KMU.
Athugasemd
Vilborg Guðjónsdóttir, sem var ein
þeirra er svaraði „Spurningunni" í
blaðinu í gær, telur þar ekki rétt eftir
sér haft.
Spurningin var hvort viðmælendur
tækju tillit til verðkannana. Vilborg
kveðst hafa svarað því til að það
gerði hún. Verðkannanir ættu fylli-
lega rétt á sér. Sér sýndist hins vegar
að almennt tæki fólk ekki nógu
mikið mark á þessum könnunum.
Mlnmngar
Huldu A.
Stefánsdóttur
— bemska
Mulda Á. Stefánsdóttir er ein þeirra kvenna sem sett
hafa svip á öldina og þjóðin öll þekkir og ann.
Frásögn hennar stendur djúpum rótum í þjóðlífi og
sögu. Mannlýsingar eru skýrar og hispurslausar,
yljaðar kímni og næmum skilningi.
MinningarMuldu munu, efað líkum lætur, skipa henni
á bekk með nokkrum þeim löndum hennar sem samið
hafa merkastar minningabækur á síðustu áratugum.
| HÓPI mEBRUSIak*
miimmingaboka
JÓLALJÓS
SÍGILDAR JÓLASÖGUR
VÍSNA
GÁTUR
fyrír fulloröna
eftir SIGURKARL STEFÁNSSON
Arnungar
eftir Knut 0degaard, forsfjóra riorræna
hússins, í þýdingu tleimis Pálssonar
Ari, ungur drengur af Arnungaættinni,
fékk nisti í arf eftir föðursinn sem myrtur
var af Eiríki konungi blóðöx og fjölkunn-
ugri drottningu hans, Gunnhildi.
Arnungar er fýrsta skáldsagan í flokki
sem greinir frá örlögum drengsins með
nistið.
Joíaljos
Helgiblær jólanna í sígildum jólasögum
og listaverkum Snorra Sueins listmálara
í bókinni eru sígildar sögur og ævintýri
um jóiin — úrval þess helsta sem birst
hefur af slíku efni á íslensku. Sumar
sögurnar eru góðvinir úr æsku ömmu og
afa og pabba og mömmu, aðrar eru fáum
kunnar.
Litmyndir Snorra Sveins Friðrikssonar
flytja sérstakan heigiblæ og gera bókina
einstæða.
Vlsnagátur
fyrir fullorðna
eftir Sigurkarl Stefánsson
fyrrum menntaskólakennara
Þetta er skemmtileg bók sem þroskar mál
og hugsun og svo er einnig til nokkurs
að vinna því verðlaun eru í boði fyrir réttar
ráðningar á tíu gátum af þeim 157 sem
eru í bókinni.
TÍU VERÐLAU NAGÁTUR
BÓKAÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR
Síðumúla 11. sími 84866