Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Qupperneq 7
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. 7 Einstæð heimildar- mynd um Horowitz „Fingur hans fljúga eftir nótna- borðinu á stórfenglegan hátt þegar hann vekur upp þá gleði sem fylgir polonaise eftir Chopin." Þannig kemst fréttamaður AP- fréttastofunnar að orði þegar hann lýsir heimsókn á heimili Vladimirs Horowitz píanósnillings, þar sem tveir nafntogaðir bræður, Albert og David Meysles, eru að gera heimild- arkvikmynd um hann. „Það gerist bara“ Fréttamaður AP, Arthur Spiegel- man, lýsir kvikmyndatökunni meðal annars á eftirfarandi hátt: „Það fer vel um Vladimir Horowitz, píanó- snillinginn alkunna, í íbúð hans á austurhluta Manhattaneyju, þar sem tveir menn, sem gera heimildarkvik- myndir, eru að festa hann á filmu svo að komandi kynslóðir megi kynnast honum. Þessir kvikmyndagerðar- menn segjast þó lítið vita um sígilda hljómiist. Þá skipuleggja þeir aldrei kvikmyndatökuna. Þeir eiga sér aðeins einkunnarorðin: „Það gerist bara.“ Og það veröur ekki annað sagt en það sé margt að gerast; stórt, smátt og yndislegt, enda hefur kvik- myndagerðarmönnunum tekist að lýsa eðli og einkennum hljómlistar- mannsins, hljómlist hans og mann- legri hlið hans.“ Halda á kvikmyndavélunum Meyslesbræður beita ekki við- teknum aðferðum i gerð mynda sinna. Þannig láta þeir kvikmynda- vélarnar yfirleitt ekki standa á þrí- fótum, heldur láta þær hvíla á öxlum sér og nota þá sérstakan búnað sem veldur því að vélarnar haggast lítið. Þessi tækni hefur gert þeim kleift að komast nær Horowitz en nokkrum öðrum hefur tekist fram að þessu, og er þá rétt að hafa í huga að hann hefur verið lítt gefinn fyrir nálægð kvikmyndatökumanna fram að þessu. Spiegelman segir það ævintýri líkast að sjá það sem fest hefur verið á filmu á heimili listamannsins, því að leikur fingranna á nótnaborðinu sé slíkur að næstum megi telja þá sjálfstæða leikara í myndinni. Gleði og ánægja Kvikmyndatakan er sögð hafa vakið mikla gleði með Horowitz, og er andlitið sagt lýsa henni „þegar hann talar við kvikmyndavélarnar" sem eru aðeins hafðar tvær til þess að tæknibúnaðurinn verði ekki of fyrirferðarmikill í íbúðinni. Horowitz er nú 81 árs og kona hans, Wanda, er 78. Hún er dóttir Arturo Toscanini, hljómsveitarstjórans fræga. Þau hafa verið gift í 52 ár. Þykir kvikmyndatökumönnunum hafa tekist að sýna nokkuð af því sem einkennt hefur samskipti þeirra hjóna á þessum fimm áratugum, en þau hafa þótt nokkuð sérstæð á stundum og verið mörgum, ekki síst dálkahöfundum, umræðuefni. Meyslesbræður hafa meðal annars gert fræga mynd um Bítlana. Þar kom óvenjuleg tækni þeirra vel fram. Henni beittu þeir svo með enn betri árangri er þeir gerðu mynd um mann sem selur Biblíur, og nefnd var Sölu- maðurinn. Þá gerðu þeir kunna mynd um Bandaríkjaferð Rolling Stones árið 1969. - Þýð.: ÁSG Beint leiguflug Verö aöeins kr. 33.000.- Nú er hægt að stytta skammdegið á viðráðanlegu verði og njóta sólar og sumaryls i hinni fögru sólskinsparadis Kanarieyja, Tenerife, þar sem rósirnar vaxa við gang- brautir á miðjum vetri og sjórinn, sólskinið og skemmt- analoftið er eins og fólk vill hafa það. Þátttaka er heimil öllum fslendingum 60 ára og eldri. Þátttöku þarf að tilkynna sem fyrst þar sem takmarkað pláss er til ráðstöfunar. (En venjulegt verð fyrir 4ra vikna ferð er um kr. 10.000,- dýrari en þetta tilboð). Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Aðrar ferðir okkar: Jólaferð: Landið helga - Egyptaland og London, 18. des. 19 dagar. Kanarieyjar: Jólaferð 18. des. 2 dagar, 8 jan. 28 dagar, 5 febr. og 26. febr. 22 dagar. Páskaferð 19. mars 15 dagar. FLUCFERÐIR SOLRRFLUG Vesturgötu 17, símar 10661,15331 og 22100 Hermann Ragnar Stefánsson skipuleggur skemmtilega dvöl fyrir ungt fólk yffir sextugt og er fólki til aðstoðar ásamt öðrum fararstjórum. Verslið þar sem úrvalið er mest > og kjörin best. Á / Munið okkar\ hagstæðu greiðsluskilmá/a OPIÐ í DAG TIL KL. g Glæsilegt úrval af jólakonfekti. ALLAR VÖRUR Á MARKAÐSVERÐI ALLTÍ JÓLAMATINN húsiö NYTT! NYTT! RITFANGADEILD á annarri hæð. Barnagæsla frá kl. 10-18 á annarri hæð. VISA Jon Loftsson hf. Hringbrauf 121 Simi 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.