Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. 9 Ekki öll kuri komin til grafar Tap Útvegsbankans getur numið allt aó 1 m'lljarði ^Hafski „ •S,'or" Htf, 0? *' 9Q hr°U,k., ÚIvrRKhanknns <h! H, HafskipsmíBð: f Þingmenn vilja fá að V vita allt um málið j4 atvinnu °kkar" £&%!££l Alþmui IniíAnr (n Mmálinu þvAuhnndn OKKUR LIST EKKI ÁEIMSKIf upplynnga i f|olm- hnnkans n* Haf . Oalla um af»' \ afmalrfnum A suVkipIi l.ikhnn Ólafur Ragnai VILLUKARAs SAKA MATTHÍA I *^**5£^: Mþess að fl. Kneinn þinxmaAur Sjalf- flokksms. sem DV h.fur r* kannast viA aA nokkur i þrirr hafi minnst rinu orAi á aA CuAmundsaon mp aA vikja i Df.l Eimskip krefst gjaldþrotaskipta Hafskips: ' f siuisi gjaiaprotaskipta Hafskips ia«l dyrum með 412 mUjánt krúaa tilboi (MafsfdpsergrWmai _ w ÁKVEÐA AD rS™R' EHTSTÆRSW iES/KKIP FÁI t»rr7^,;?^LDÞR0THER A LANDI Forsætísrábhem víiimí Umfjöllun fjölmiðla hefur verið mikil um Hafskipsmálið að undanförnu. Hér sjást nokkrar úrklippur úr DV þar sem fjallað er um gjaldþrot félagsins, slæma stöðu Útvegs- bankans og aðrar hliðar málsins. Skellur og annar stærri Fjárhagsörðugleikar Hafskips og síðar gjaldþrot skipafélagsins hefur verið það mál hérlendis sem hæst hefur borið að undanförnu. Málið hefur verið aðalmál fjölmiðla, þrá- faldlega verið rætt á Alþingi og síðast en ekki síst verið í umræðu manna á meðal. Er það að vonum því málið er stærra í sniðum en menn eiga að venjast hér og ljóst að tap vegna gjaldþrotsins nemur hundruðum milljóna króna. Harð- ast kemur það niður á viðskipta- banka Hafskips, Útvegsbankanum, sem tapar að minnsta kosti 300 milljónum króna. Sumir nefna raunar mun hærri upphæðir, allt að einum milljarði króna þegar öll kurl verða komin til grafar. Ríkið stendur að baki bankanum og skellurinn lendir því að hluta á skattgreiðendum. Hluthafar fyrir- tækisins tapa sínu fé og fjöldi fyrir- tækja og einstaklinga fer illa út úr gjaldþrotinu eins og vill verða þegar atburðir sem þessir gerast. Mikilvægt hlutverk -dapurleg endalok Hafskip á sér 27 ára sögu. Sú saga er saga erfiðleika og baráttu en því má ekki gleyma að félagið gegndi mikilvægu hlutverki. Það veitti nauðsynlega samkeppni öðr- um skipafélögum, kom í veg fyrir einokun á flutningaleiðum. A þann hátt lækkaði flutningskostnaður og jafnframt vöruverð á íslandi. Eftir að rekstur skipafélagsins var endurskipulagður fyrir nokkrum árum fór hagur þess batnandi. Svo stóð allt fram á síðasta ár. Koll- steypa varð í rekstri fyrirtækisins frá þeim tíma. Félagið hætti sér út í áhættusaman rekstur sem var beinar siglingar milli Evrópu og Norður-Ameríku. Sú ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins reið fyrir- tækinu að fullu á ótrúlega skömm- um tíma. Komið hefur í ljós að ákvörðun um þessar beinu sigling- ar milli heimsálfanna var röng, kolröng. Þetta litla félag þoldi alls ekki þá gífurlegu samkeppni sem ríkir á þessari flutningaleið og því fór sem fór. Stjórnendur fyrirtækis- ins ætluðu sér að rétta hag þess með þessari nýjung en misreiknuðu sig herfilega. Það er sorgleg niður- staða og kemur mörgum í koll. Rannsókn verði flýtt svo sem kostur er Skiptaráðandi rannsakar nú þrotabú Hafskips. Ríkisstjórnin hefur og ákveðið að fá nefnd þriggja sérfróðra manna, skipaða af Hæstarétti, til að kanna þá þætti málsins sem ekki koma beint inn í rannsókn skipta- ráðanda. Þetta er eðlileg málsmeðferð. Með þess- um hætti er hægt að kanna málið ofan í kjölinn. Það tekur að sjálf- sögðu sinn tíma því málið er viðam- ikið og flókið. Allri rannsókn verð- ur þó að flýta svo sem unnt er. Forsætisráðherra og viðskiptaráð- herra hafa lagt á það áherslu og sagt að ekkert eigi að fela og engu að leyna. Það verður að koma í ljós hvort stjórnendur fyrirtækisins hafa gefið hluthöfum og stjórnar- mönnum þess réttar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins þegar farið var fram á hlutaíjáraukningu úr 15 milljónum króna í 95 milljónir króna. Samskipti Útvegsbankans og Hafskips verða og könnuð. Hvernig var hóttað eftirliti bank- ans með þessum stóra viðskipta- vini? Albert Guðmundsson iðnað- arráðherra hefur beðið ríkissak- sóknara um sérstaka rannsókn á því hvort störf sin sem stjórnarfor- manns Hafskips á sínum tíma og jafnframt formennska í bankaráði Útvegsbankans varði við lög. Þess- ari beiðni ráðherrans ber að fagna. Uppljóstranir fjölmiðla Pólitískar sviptingar í Hafskips- málinu fara harðnandi með hverj- um deginum sem líður. Það er eðli- legt þegar slík stórmál koma upp, mál sem jafnvel gætu komið ríkis- banka ó kné. Það er skylda þings og flokka að fara yfir málið. Læra verður af þeim dýrkeyptu mistök- um sem gerð hafa verið. Þingmenn sem aðrir verða þó að gæta þess að fara ekki offari. Það sama gildir auðvitað um fjölmiðlana. Þeirra þáttur er stór. Það er skylda þeirra að upplýsa og veita aðhald. Ábyrgð þeirra er að sama skapi mikil. Helgarpóstur og Þjóðvilji hafa deilt lítillega um það að undan- Jénas Haraldsson fréttastjdri förnu hvort blaðið hafi fyrr sagt frá slæmri stöðu Hafskips. Það skiptir litlu. Eftir stendur þó að umdeildar frásagnir Helgarpóstsins fyrir að- alfund Hafskips hafa reynst nær sanni en forráðamenn félagsins vildu vera láta. Síst skal löstuð rannsóknarblaðamennskan en undirstrikuð nákvæmni í vinnu- brögðum. Pirringur í Þjóðviljanum DV hefur flutt lesendum sínum nákvæmar frásagnir af framgangi mála. Hafskipsmálið hefur tekið meira pláss ó fréttasíðum blaðsins en nokkuð annað að undanförnu. Atburðarás hefur verið hröð en kappkostað hefur verið að ná sem nákvæmustum fréttum um stöðu mála. Þetta vita lesendur blaðsins auðvitað en þetta er þó tíundað vegna pirrings sem hefur gætt í Þjóðviljanum að undanförnu í garð DV. Þjóðviljinn heíúr, eins og aðrir fjölmiðlar, fylgst grannt með Haf- skips- og Útvegsbankamálum. En hann gerir það á sinn hátt. Þjóð- viljinn er málgagn stjórnmála- flokks og skoðar þetta mál eins og önnur í gegnum flokksgleraugun. Ekki skal úr því dregið að ýmsar ágætar upplýsingar hafa komið fram í Þjóðviljanum og einna helst um samband bankakerfis og stjórn- valda. En málið er svo viðamikið að félögum okkar á Þjóðviljanum er alveg óhætt að skoða það gler- augnalaust. Blað sósíalisma og þjóðfrelsis hefur með aðstoð Ólafs Ragnars Grímssonar, varaþingmanns Al- þýðubandalagsins, reynt að tengja útgáfufélag DV Hafskipi og Ut- vegsbankanum. Því hefur verið svaráð í DV. Útgáfufélag þess á ekki krónu í Hafskipi og hefur ekki átt. Þá hefur skipafélagið aldrei átt í útgáfufélagi DV. Viðskiptabanki DV er Landsbankinn en ekki Út- vegsbankinn. Viðamikil umfjöllun DV Hafi Þjóðviljamenn flett DV gler- augnalaust eiga þeir ekki að hafa komist hjó því að sjá mikla um- fjöllun blaðsins um Hafskips- og Útvegsbankamál. Á síðum blaðsins hafa stjórnmálamenn allra flokka tjáð sig um málið. Rætt hefur verið við stjómendur Hafskips og Út- vegsbanka og starfsfólk skipafé- lagsins sem nú er í þeirri ömurlegu stöðu að tapa vinnu sinni. ítarlega hefur verið greint frá umræðum á Alþingi um málið og þeim tilboðum sem borist hafa í þrotabú Hafskips. Uppsláttarfréttir um það sem nýtt er í málinu hverju sinni hafa verið í blaðinu dag eftir dag. Ekki hefur verið dregið úr því að hér sé um að ræða eitt stærsta gjaldþrot hér- lendis, ef ekki það stærsta, og málið hið alvarlegasta fyrir alla aðila. Blaðið hefur staðið opið fyrir skoð- anaskiptum manna um málið eins og endranær. Það hafa menn og notfært sér. DV hefur hins vegar ekki sett sig í dómarasæti og dæmt menn fyrirfram. Það er annarra að dæma í málinu. Rannsókn málsins leiðir í ljós sekt eða sakleysi manna. Blaðið mun eftir sem áður, í þessu máli og öðrum, ffytja les- endum sínum það sem réttast er og sannast. Stærri skelluren Hafskipsgjaldþrot Tölur eru stórar í gjaldþrotamáli Hafskips og málið alvarlegt. En skellirnir í íslensku þjóðarbúi eru víðar stórir og jafnvel stærri en Hafskipsdæmið. Minna hefur farið fyrir tvö þúsund milljóna króna tapi ríkisins vegna sölu Kröflu- virkjunar. Eins og fram kom í DV í fyrradag er Landsvirkjun að kaupa Kröfluvirkjun af ríkissjóði. Virkjunin er seld á 1.170 milljónir króna. Heildarskuldir viikjunar- innar eru hins vegar 3.207 milljónir króna. Þessar 2.037 milljónir króna eru afskrifaðar sem tapað fé. Gert er ráð fyrir því að kaupverð virkj- unarinnar verði greitt á næstu 25 árum. Samningurinn um þessa afgreiðslu á Kröfluvirkjunarmál- inu er nú fyrir efri deild Alþingis í formi staðfestingarfrumvarjis. Rannsóknar í Hafskips-Útvegs- bankamáli er þörf, eins og að fram- an greinir. Um það voru allir þing- menn sammála í útvarpsumræðum frá neðri deild Alþingis í fyrra- kvöld. Stjórnarandstöðu og stjórn greindi að vísu á um leiðir. Ríkis- stjórnin mun fara þá leið sem getið hefur verið um, með skiptaráðanda og nefnd, skipaðri af Hæstarétti. Stjórnarandstaðan vildi þing- nefndir til rannsóknar. En hafi verið þörf á rannsókn Hafskips- -Útvegsbankamálsins, hvað þá um tveggja milljarða tap vegna Kröfluvirkjunar? Hverjir eru ábyrgir þar? Menii ætla sér að læra af mistökunum vegna gjaldþrots Hafskips. Á ekki að læra af Kröflu- | ævintýrinu? /Jónas Haraldsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.