Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Qupperneq 12
12
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
Kraftaverkafæða
eða hin fullkomnafæða?
Nœringafrœdingar, lífeólisfrœðingar, lceknar vísindaktofnanir, íþróttamenn og þjálf-
arar í fremstu röö eru sammála um frábœran árangur af neyslu blómafrœfía.
Niðurstada þeirra er engin tilviljun. Hún er byggó á áralangri jákvœðri reynslu
og margendurteknum rannsóknum.
High desert Pollens blómafrœflarnir eru mest seldu blómafrœflarnir í Bandaríkjun-
um í dag. Þeir innihalda flest þau vítamín og steinefni sem mannslíkaminn þarfn-
ast. Þannig hefur neysla blómafrœfla oft hjálpað líkamsstarfsemi fólks til að vinna
bug áýmsum kvillum.
Skv. hehmldum Times 30/4 '84, Washington
Post 16/10 '84 og Sunday MayazJnc 26/5 '85
á Ronald Rcayan Jnsklegt og unglegt útlit sitt
mikid að þakka neyslu High desert Pollens
hlómajriejla. Þetta eru góó meðnveli með Higli
desert Pollens htómafneflunum.
Öldungurinn ,jingi“, Noel Johnson, sem kom
til íslands sumarið 1982 og hljóp úr Breiðholti
á Lækjartorg er enn í dag við hestaheilsu. Noel
er núna 86 ára gamall og er enn að hlaupa
maraþonhlaup í Bandaríkjunum. Geri aðrir
hetur.
Sigurður Ólafsson er sá Islendingur sem einna best hefur kynnst nuetti blóma-
frœfla. Siguróur hefur selt blómafrœfla í 3 ár og hefur orðið vitni að ýmsu stór-
kostlegu sem blómafrœflar hafa gert fyrir fólk. Fram cið áramótum býður Sigurð-
ur sjálfsœvisögu Noels Johnson í kaupbœti með hverjunm skammti af blómafrœfl-
um, ásamt því að koma með pakka til þeirra sem eiga erfitt um vik. Fáið allar
upplýsingar um blómafrœfla hjá Sigurði Ólafssyni, Eikjuvogi 26, sími 34106.
Nú fást High desert Pollens blómafræflamir í eftirfarandi tegundum:
Noel Johnson blómafræflar Bee Thin megrunarfræflar 520 mg blómafræflar
Við seljum High Desert blómafræfla:
Sigurður Ólafsson, Eikjuvogi 26, Reykjavík.
Þórunn Skúladóttir, Fáíkakletti 4, Borgamesi.
Þórunnjónasdóttir, Laufskálum3, Heflu.
NínaB. Knútsdóttir, Lyngheiði 14, Selfossi.
Ingimundur Jónsson, Hafnargötu 72, Keflavík.
HafsteinnÞorbergsson, Breldcugötu 13, Akureyri.
Gunnar B. Loftsson, Skólastíg 1, Akureyri.
Dagbjört Guðmundsdóttir, Norðurbraut 9, Höfn.
Ragnheiður Ólafsdóttir, Varmahlíó.
Sól og sæla, Hafnarstræti 7.
Sól og sauna, Æsufelli 4.
Nesapótek, Eiðsgranda.
Mikligarður.
VörumarkaðurinrL.
SS Austurveri.
Fjarðarkaup.
Kaupfélag ísfirðinga.
Kaupfélag Þingeyinga.
Kaupfélag Skaftfeflinga.
Söguleg
loká
morðmáli
Frá Hauki Lárusi Haukssyni,
fréttaritara DV í Kaupmanna-
höfn:
Kveðinn hefur verið upp dómur
yfir tveim systrum, 28 og 21 árs, er
myrt höfðu sameiginlegan eigin-
mann sinn, 48 ára gamlan rokkara-
foringja frá Odsherred á Sjálandi.
Eftir tveggja tíma fund komst kvið-
dómurinn, er skipaður var 8 konum
og 4 körlum, að niðurstöðu. Var eldri
systirin fundin sek um morð og hin
yngri um morðtilraun. En það sem
þótti tíðindum sæta var að systurnar
sluppu alveg við hvers konar refs-
ingu.
Áratuga kvalir
þóttu réttlæta morö
Meðan á réttarhöldunum stóð varð
öllum ljóst að systurnar höfðu búið
við afar slæm kjör. Þar sem nær
ómögulegt var að gera manninum til
hæfis urðu þær daglega fyrir mis-
þyrmingum, kúgun og niðurlægingu
af hendi hans. Virtust engin takmörk
vera fyrir djöfulskap mannsins. Gekk
hann svo langt að hóta bömunum
misþyrmingum og andlegum örkuml-
um en hann átti eitt með hvorri
systur.
Eftir að hafa búið við þessi ósköp
í nær 10 ár þótti systrunum nóg
komið. Ef þær áttu ekki að enda í
kirkjugarðinum var aðeins um eina
leið að velja. I janúar sl. skutu sys-
turnar manninn til bana.
Dómurinn kom verjendum syst-
ranna nokkuð á óvart og sögðu þeir
svona dóm mjög sjaldgæfan. Hafði
verið stuðst við ákvæði í dönsku
refsilöggjöfinni þar sem sérstakar
aðstæður geta losað fólk undan refs-
ingu. Sögðust þeir ennfremur hafa
lesið stafla af bókum um misþyrm-
ingar á konum en átt erfitt með að
finna mál er kæmist í hálfkvisti við
þetta hvað varðar grófleika.
Er þetta í fyrsta skipti sem fyrr-
nefndum ákvæðum er beitt í morð-
máli í Danmörku. 1961 slapp kona
með skrekkinn eftir að hafa mis-
þyrmt ástkonu eiginmanns síns með
þeim afleiðingum að hún dó og 1935
var ákvæðum þessum beitt í máli
vegna morðtilraunar.
Hin nýja lögreglustöð Kaupmannahafnarbúa.
Lögreglustöð á hjólum
Frá Hauki Lárusi Haukssyni, muni reynslan skera úr um áfram-
fréttaritara DV í Kaupmanna- haldandi starfsemi hinnar rúllandi
höfn: lögreglustöðvar.
Nýstárleg lögreglustöð hefur litið
dagsins ljós í Kaupmannahöfn. Er
það gamall strætisvagn sem endur-
byggður hefur verið að innanverðu.
Er um að ræða tilraunastarfsemi á
vegum lögreglunnar og mun stöðin
verða staðsett hér og þar um borgina,
m.a. þar sem þykir nauðsyn á meiri
löggæslu, og verða opin milli 13 og
19 alla virka daga. Tveir fastir menn
verða starfandi við stöðina og er
meiningin að aðrir tveir verði viku
og viku í senn og sjái um löggæslu-
störf á götunni.
Tilraunastarfsemi
Hugmyndin með þessari lögreglu-
stöð var annars vegar að létta störf
lögreglu í erfiðum borgarhverfum og
hins vegar að veita borgarbúum
almenna þjónustu. Þannig geta þeir
sem eiga langt til næstu lögreglu-
stöðvar sparað sér tíma og erfiði ef
þeir eiga erindi við lögregluna.
Varðandi fyrra atriðið hefur komið
fram gagnrýni írá fólki sem finnst
þörf á meiri löggæslu á kvöldin og
um nætur en þó er stöðin í bílskúr
og ekki sýnt.að hún muni geta gegnt
því hlutverki sem skyldi.
Lögreglan undirstrikar þó að hér
sé um tilraunastarfsemi að ræða og
Þessi nýjung kemur í beinu fram-
haldi af sk. nærstöðvum lögreglunn-
ar en það eru nokkrar smástöðvar í
miðjum íbúðahverfum, t.d. í gömlu
verslunarhúsnæði.
Tilgangurinn með nærstöðvunum
var að brúa bilið milli lögreglu og
almennings. Var svo komið að mörg-
um þótti lögreglan ekki vera annað
né meira en lögreglubíllinn sem sást
á sveimi af og til. Varð mönnum
hugsað til þeirra tíma þegar lög-
regluþjónar gengu um hverfin og
höfðu tíma til að gefa sig á tal við
íbúana. Mynduðust þannig mun
nánari tengsl milli þessara aðila.
Með tilkomu nærstöðvanna og
hinnar rúllandi lögreglustöðvar
vonast menn til að starfsaðstæður
lögreglunnar batni til muna.
Fyrstu dagana, sem hin nýja stöð
starfaði, var mikið um að fólk kæmi
til að forvitnast en öllum var velkom-
ið að líta inn. Fengu lögregluþjón-
arnir m.a. heimsókn hinna sk. græn-
jakka sem eru hópur yngri manna
sem þekktir eru fyrir kynþáttahatur
sitt. Eiga þeir aðsetur í götunni þar
sem stöðin verður fyrst um sinn og
hafa kannski hægar um sig fyrir
vikið.