Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 15
1
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
„Ég ætla að taka þátt í Eurovision-
keppninni eins og allir aðrir íslend-
ingar. Það má búast við að 240 þús-
und lög berist dómnefndinni. Ætli
hún fái ekki hlustarverk," sagði
Valgeir Guðjónsson, ryðmagítarleik-
ari Stuðmanna, í samtali við helgar-
blaðDV.
- Er lagið fullgert og frágengið?
„Já. Það heitir Swing deLaude sem
á íslensku myndi útleggjast „Sveifl-
aði lúðunni". Það er kominn tími til
að íslendingar láti að sér kveða á
þessu sviði. ísland hefur ekki verið
á kortinu fram til þessa og það er
miður. Reyndar er ísland yfirleitt
ekki í neinum handbókum sem eitt-
hvert gagn er að.“
Það er langt síðan Valgeir Guð-
jónsson byrjaði að fitla við^gítarinn
í Háagerðinu í Reykjavík. Þá stund-
aði hann nám í Breiðagerðisskóla
undir handleiðslu Marinós Stefáns-
sonar sem gefið hefur út forskriftar-
bækur, auk þess að vera stjórnar-
maður i Náttúrulækningafélagi ís-
lands. Um svipað leyti og skólafélag-
ar Valgeirs fóru að reykja og eltast
við stelpur hóf hann að sækja gítart-
íma og dvaldi langdvölum einn í
herbergi sínu á annarri hæð. Lengi
býr að fyrstu gerð og nú er komin
út hljómplata með Valgeiri er hann
nefnir Fugl dagsins.
- Var Fugl dagsins ekki útvarps-
efni á rás 1 hér áður fyrr - fugl sem
galaði í hljóðnemann fyrir fréttir og
svo áttu hlustendur að geta sér til
um hvaða dýr væri á ferðinni?
„Rétt. Fugl dagsins var frábært
útvarpsefni, eiginlega besta útvarps-
efni í heimi. Það mætti endurvekja.“
Allavega hefur Valgeir Guðjóns-
son endurvakið þetta gamla heiti og
á plötunni syngur hann eigin lög við
texta Jóhannesar úr Kötlum er lengi
kenndi við Austurbæjarskólann.
Valgeir kynntist ljóðum Jóhannesar
er hann dvaldi við nám i félagsráð-
gjöf í Osló og þau urðu honum kær.
Við gerð plötunnar fékk hann til liðs
við sig Ðiddú söngkonu og Ævar
Kj artansson aðstoðardagskrárstjóra
Ríkisútvarpsins og þekktan þul.
- Hvarflaði aldrei að þér að fá
Pétur Pétursson og fjölskyldu til að
taka lagið á Fugli dagsins?
„Nei.“
-EIR.
Gluten Blue Star er náttúrulegt,
óbleikjaö hveiti. Heimabaksturinn fær
þess vegna fallegan, gullinn blæ.
Gluten Blue Star er danskt hveiti sem
blandaö er amerísku mjöli. Hátt hlutfall
sterkju (gluten) tryggir frábæra
bökunareiginleika og fallegan bakstur.
öunum.
i versluninni þar sem þú kaupir Gluten
Blue Star færðu einnig bækling meö
uppskriftum aö girnilegum kökum
og tertum.
Gluten Blue Star. Danskt hveiti
blandað amerískU'mjöli.
Biðjið um hveitið með bláu stjörnunni.
15
Tölvuleikur
Þrumuleikurinn
RAMBO fyrir
C0MM0D0RE 64,
kr. 860,-
Væntanlegurfyrir
AMSTRAD og SPECTRUM
48 K.
Sendum í póstkröfu.
>4X Bókabúö
Laugavegi 118 v/Hlemm,
simi621122-29311
iraga
18 v/Hlemm,
-29311.
FOLKAFERÐ!
Þegar fjölskyldan ferðast
er mikilvægt
að hver sé á sínum stað
— með beltið spennt.
RÁO
Artemis
Skeifunni 9,S. 83330