Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 17
17 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. Slæm læri - Ég heyrði einu sinni sögu af konu sem fór til læknis og sagðist vera svo slæm í lærunum en góð þar á milli. Eins er um skrif Jónasar Kristjáns- sonar um mat. Þessu var látið ósvarað. - Færð þú sömu þjónustu á mat- sölustöðunum og annað fólk? „Líklega verð ég að mæta í dular- gervi í næstu rispu. Ég neita því ekki að stundum verð ég var við taugaveiklun hjá þjónustufólki en það skiptir ekki sköpum. Góður kokkur þarf ekki að fara á taugum.“ - Hvað hefur þetta át þitt á 670 veitingastöðum í 27 þjóðlöndum kostað þig í peningum? Nú kímir Jónas og segir svo: „Þið haldið kannski að það hefði getað bjargað Hafskip?“ Allir hlæja og málið er úr sögunni. Eða svo virtist í fyrstu en nú stóð á fætur enn einn matreiðslumeistarinn og það var þungt í honum: Jónas að byggja „Ég ætla ekki að fara að segja álit mitt á blaðamennsku DV og skrifum Jónasar um mat þó hann láti okkur ekki í friði. En stundum finnst mér þetta vera tómt blaður og slúður eins og úr kjaftakerlingu sem ferðast á milli bæja og reynir alls staðar að koma sér vel. Ég er viss um að ef Jónas væri ekki svona upptekinn við að byggja yfir sig og DV væri hann fyrir löngu búinn að koma sér upp eigin veitingastað sem stæðist þær kröfur sem hann gerir til okkar hinna. Þar yrði fiskur reiddur fram undir gullhjálmi og kokkarnir fylgdu honum alveg upp að Jónasi. Þar myndu þeir lyfta hjálminum og heilsa meistaranum eins og hers- höfðingja. Þá yrði Jónas ánægður en gallinn við þennan stað væri sá einn að þangað gæti enginn farið nema þeir sem ættu næga peninga. Oghananú!." „Ekki mér að kenna“ Enn stóð Jónas á fætur og benti kokkunum á að í úclöndum hefðu Nýju staðirnir eru ofsalega smart; góðir til að bjóða út stúlku. En svo kemur matur- inn og stúlkan fer. dagblöð og tímarit hundruð manna til að skrifa um mat og veitingahús. Hér á landi sinnti þessu enginn nema hann og „...það er ekki mér að kenna.“ Að lokum urðu menn ásúttir um að Jónas Kristjánsson hefði gengið af dósahnífnum dauðum og virtust matreiðslumeistararnir ekki harma það svo mjög. Skildu menn í sátt og samlyndi og Jónas Kristjánsson átti síðasta orðið: „Það hlýtur að hafa verið snillingur sem fann upp á því að borða.“ EIR. I Klúbbi matreiðslumeistara eru 35 félagar en engin kona. 31 meistarakokkur mætti til að hlýða á Jónas Kristjánsson tjá sig um is- lenska matargerðarlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.