Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 18
18
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
Blómaval
Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan Rokkspildan
Tónleikum lýst og afíýst
Á seinustu rokkspildu voru aug-
lýstir tónleikar Bubba í Zafarí á
fimmtudagskvöldið. Af þeim varð
hins vegar ekki. I samtali við DV
sagði umboðsmaður Bubba að
hann hefði ekki talið tónleikana
nægilega vel auglýsta. Til dæmis
voru auglýsingaplaköt ekki tilbúin
fyrr en á seinustu stundu og því
hefði hann ákveðið að fresta tón-
leikunum.
Væntanlega eru margir von-
sviknir yfir þessu en þeir hinir
sömu geta tekið gleði sína á ný.
Ákveðið hefur verið að Bubbi haldi
tónleika á Borginni tuttugasta og
þriðja desember, á Þorláksmessu,
ásamt fleiri tónlistarmönnum. Og
meðal þeirra tónlistarmanna er
sjáifur Megas.
Nánar verður sagt frá þessum
jólaglaðningi á laugardaginn kem-
ur.
Öðrum tónleikum var líka aflýst.
Leikfélagið stóð fyrir ástandsballi
á Borginni og ekki sást tangur né
tetur af hljómsveitinni Pass sem
þar átti að leika. Hljómsveitar-
mennirnir hafa kannski verið
meðal gesta.
Upp og niöur iista
Svo voru aðrir tónleikar eða öllu
heldur uppákomur sem fóru fram.
I Ypsiloni kynnti Magiiús Þór
Crossroadsplötuna sína og í
Hollywood skemmtu fyrrverandi
jafnt sem tilvonandi kandídatar
lista rásar tvö. Beðið svars með
Umsjón:
Þorsteinn Viíhjálmsson
— Kom hjálparlagið
ofseint?
Cosa nostra hefur tekið stórt stökk
niður þann lista og Herbert þurfti
að ganga af toppnum eftir tvær
vikur þrátt fyrir aðrar fullyrðingar.
Lagið mun hins vegar vera á upp-
leið í Noregi. Rikshaw er enn í
fimmta sæti með Brennandi mán-
ann en besta lagið þeirra félaga um
Viðkvæmu augun er því miður
aðeins um miðja deild. Stúdents-
húfan harfs Bjartmars er svo ein-
Tónleikum Bubba í Zafarí var
aflýst. í staðinn verður hann á
Borginni á Þorláksmessu.
Megas verður líka á Borginni á
messu heilags Þorláks.
QfvaWð
ísssrí*. flááSL—^
i /9-11-
'srs&sss-
gSs-
jólasveinaí 14.1Ö.
álaugardagw
olofnayc
Surhúsinu vib Sigtúm Símar 36770-68634
hvers staðar þar fyrir neðan, enda
ekki mjög margir sem útskrifast
um þessi jól. Lagið gæti tekið við
„Too late?“
En það var íslenska Eþíópíulagið
sem skaut öllum ref fýrir rass á
fimmtudagskvöldið og skaust beint
í efsta sætið. Kannski fólk hafi
hringt það inn einungis vegna
gæðanna - það er samt aldrei að
vita. Tæplega sextíu tónlistarmenn
eiga sexfalt fleiri ættingja en einn.
Hvað sem því líður þá kom hjálp-
arlagið, sá og sigraði, og Björgvin
afsannaði að þetta hefði verið eitt-
hvert einkamál fárra. Rægitungur
voru þó ekki lengi að uppnefna
tiltækið og kalla það víst einfald-
lega Too late . . . Hvað sumir geta
verið andstyggilegir. . þjy
„Var mikið sungið
á þínu heimili?”
— nýjar plötur með Grafík og Skriðjöklum
Nýja platan með Grafík er nú
komin á markað. Stansaðu,
öskraðu, dansaðu (eða var það
öfugt) heitir gripurinn og fyrsta
lagið á annarri hlið, Tangó, var
sýnt í Skonrokki fyrir rúmri viku.
Eftir velgengni plötunnar Get ég
tekið sjens stóð til að kalla nýju
plötuna Já, ég get það. Þeir
Grafík-piltar hættu aftur á móti við
það, enda lá það kannski líka í
augum uppi, og samnefnt lag er það
fyrsta á fyrstu hliðinni. Ofangreint
nafn var sem sagt valið sem heiti
á plötunni og á vel við. Platan
flytur þann fagnaðarboðskap að
fólk eigi að sleppa fram af sér beisl-
inu annað veifið og láta „hvers-
dagslega meðalhegðun" lönd og
leið. Sannarlega orð í tíma töluð.
En Skriðjöklar taka enn dýpra í
árinni. Þeir boða fólki að taka
aldrei í tauminn heldur setja upp
hatt og sólgleraugu og taka lífinu
létt, alltaf.
Sjálfir taka þeir þennan boðskap
sinn alvarlega og gáfu út plötu
sama dag og Grafík, máli sínu til
stuðnings. Sú er fjögurra laga og
glær í gegn. Á b-hliðinni sést Ragn-
ar söngvari geifla sig ógurlega en
á a-hliðinni eru lögin um Aðalstein
sem gestir ungmennafélagshátíð-
arinnar í Atlavík ættu að gjör-
þekkja. Ég er illa svikinn ef þetta
lag verður ekki slagari allra tíma.
Sjáiði bara til.
Stórtónleikar
Það stóð til að þessar tvær hljóm-
sveitir leigðu sér flugvél og færu
um þessar mundir í hljómleikaferð
út á landsbyggðina. Nú er hins
vegar ljóst að af því getur ekki
orðið í bili að minnsta kosti. Helgi
Bjöms er upptekinn í leikriti með
Leikfélaginu og kemst ekki í burt.
En tónleikar em samt á dagskrá.
Á fostudaginn kemur, 20. desemb-
er, halda þessar tvær hljómsveitir
ásamt Rikshaw og Centaur tón-
leika í höllinni. Ætti þar að vera
glatt á hjalla. Þ-ð er heldur ekki
á hverjum degi sem fólki gefst
kostur á að sjá slíkar stórhljóm
sveitir samankomnar. Flestir búnir
í prófum og allir komnir í jólaskap.
Þetta er tilvalið tækifæri til að
létta lund í jólaamstrinu. Hreint
einstakt tækifæri. -Þ JV
Grafíkmenn sjást hér glaðir á útgáfudegi nýju plötunnar ásamt
enn kátari kunningjum. DV-mynd Gunnar Bender
ALLRAHANDA
UMBOÐSÞJÓNUSTA
„Þetta hefur gengið vel fram að
þessu. Við erum einir í „bransan-
um“ síðan Sóló hætti, að Pétri
rakara undanskildum. Hann ku
starfa ennþá sem umboðsmaður.“
Þeir Halldór Sighvatsson og
Sævar Pálsson stofhuðu á dögun-
um nýtt fyrirtæki, Umboðsþjón-
ustuna. Eins og nafnið gefur til
kynna sérhæfir fyrirtækið sig í að
útvega tónlistarmenn og skemmti-
krafta við hvers konar tækifæri.
Og af nógu er að taka.
„Við erum með á skrá hjá okkur
núna að minnsta kosti tíu hljóm-
sveitir, þar á meðal Stuðmenn,
Grafík, Rikshaw og Fiction (Frið-
rik Karls, Gunnlaugur Briem),
lúðrasveit, Big band, nýstárlegt
dansatriði og íslandsmeistara í
fimleikum. Svo höfum við fengið
nokkra skemmtikrafta til okkar
enda mikil uppsveifla í þeirra grein
síðan Laddi tilkynnti að hann
hygðist draga sig í hlé.“
- En er eitthvað að gera fyrir
umboðsmenn?
„Já, það er alveg örugglega
starfsgrundvöllur fyrir fyrirtæki af
þessu tagi. Það hefur komið í ljós
að þeir aðilar, sem við höfum
umboð fyrir, eru dauðfegnir að láta
okkur sjá um þessi mál.“
- Framtíðin er þá björt hjá ykk-
ur?
„Það á nú eftir að koma í ljós.
Okkur hefur verið sagt að það taki
um það bil tvö ár að koma svona
fyrirtæki í fullan gang. Umboðs-
mannastéttin hér á landi hefur
nefnilega ekki sem best orð á sér.
En því ætlum við að breyta.
Markmið okkar er að skapa fyrir-
tækinu traust með vönduðum
vinnubrögðum. Það á eftir að tak-
ast. Við erum ekki í nokkrum vafa
um það,“ sögðu þeir Halldór og
Sævar.
Rétt er að taka fram að Umboðs-
þjónustan er einungis opin á kvöld-
in frá kl. 6-10. Framkvæmdastjór-
amir em báðir í fullu starfi á
daginn, Sævar er sölustjóri hjá JB
Péturssyni og Halldór verslunar-
stjóri í Fótóhúsinu. En á kvöldin
em þeir sem sagt umboðsmenn og
hafa aðsetur við Laugaveg 34b.
613193 - „Umboðsþjónustan, gott
kvöld“.
ÞJV.