Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 20
20
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
JOLATILBOÐ - HITAMASKI
Jólatilboð okkar á hinum vinsæla
hitamaska er:
ÁÐURkr. 985,-
NÚkr. 760,-
PATHIODERMI djúphreinsandi og
rakagefandi brjósta-, háls- og
augnmeðferð.
Andlitsböð, handsnyrting, húð-
hreinsanir, litanir og öll almenn
snyrting.
PANTIÐ TIMAN LEGA FYRIR JOLIN
Grímsbæ
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 19., 30. og 34. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Sléttahrauni 17, 1. h.f.m., Hafnarfirði, þingl. eign Arnar Orra
Ingvarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, innheimtu
ríkissjóðs og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn
16. desember 1985 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Vesturbraut 2, Hafnarfirði, þingl. eign Snjó-
laugar Benediktsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. desemb-
er 1985 kl. 13.30.
________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 19., 30. og 34. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Asbúð 86, Garðakaupstað, þingi. eign Eyþórs Bollasonar o. fl.
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað og Veðdeildar
Landsbanka íslands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. desemþer 1985
kl. 14.15.
______________________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 66., 69. og 79. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Hrauntungu 2, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Árnasonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri þriðjudaginn
17. desember 1985 kl. 15.45.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Leirutanga 4, Mosfellshreppi, þingl. eign
Sigurðar Gíslasonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 17. desember
1985 kl. 17.00.
___________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 66., 69. og 79. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Skógarlundi 5, Garðakaupstað, þingl. eign Óskars Guðnasonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 18. desemþer 1985 kl. 13.30.
___________________Baejarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 66., 69. og 79. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Hlíðarbyggð 29, Garðakaupstað, þingl. eign Friðriks Friðrikssonar
fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn
18. desember 1985 kl. 13.45.
______________________Bæjarfógetinn I Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Brekkubyggð 33, Garðakaupstað, þingl. eign
Signýjar Sigurðardóttur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 18.
desember 1985 kl. 15.00.
________________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Drangahrauni 3, Hafnarfirði, þingl. eign
Trésmiðju Gunnars Helgasonar hf., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudag-
inn 18. desember 1985 kl. 15.30.
______________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Menning___________Menning___________Menning
Teningi
er kastað
Nýtt menningartímarit sér dagsins Ijós
Menningartímant eru alltaf að
koma og fara, aðallega að fara.
Menn gráta þau, er þau hverfa, sem
er líklega óþarfi þar sem ritin hafa
þá oftast þjónað þeim tilgangi sem
þeim var ætlað að þjóna, nefnilega
að endurspegla listir og bókmennt-
ir á hverjum tíma. En tímarnir
breytast og með þeim markmiðin,
ritstjórnin þreytist og lesendahóp-
urinn riðlast. Þá hefst vitjunartími
annarra rita sem á einhvern dular-
fullan hátt verða eins konar loftvog
fyrir tíðarandann. En það veit
enginn fyrr en eftir á, þegar ritin
eru öll.
Allt um það útheimtir útgáfa
slíkra rita óhemju fórnfýsi og ósér-
hlífni. Menn verða að vera reiðu-
búnir að leggja allt í sölurnar fyrir
menninguna.
Ekki veit ég hvort jólin eru besti
tíminn til að hefja sókn á menning-
arsviði. Engu að síður er nýtt
menningartímarit, Teningur, kom-
ið á markað. Að því standa nokkrir
eldhugar, Eggert Pétursson mynd-
listarmaður, Guðmundur Andri
Thorsson bókmenntafræðingur,-
Gunnar Harðarson heimspekingur,
Hallgrímur Helgason myndlistar-
maður, Páll Valsson bókmennta-
fræðingur og Steingrímur Eyfjörð
Kristmundsson myndlistarmaður.
Aðdragandi og markmið
Meðal efnis má nefna ávarp eftir
Milan Kundera, langt viðtal við
Helga Þorgils Friðjónsson mynd-
listarmann og ámóta langt viðtal
við Einar Kárason rithöfund, grein
um menningartímarit milli stríða
eftir Örn Ólafsson, þýdda grein um
„Kvikmyndalistina á stund manér-
ismans" eftir Alain Bergala, smá-
sögu eftir Steinar Sigurjónsson og
ljóð eftir Hallgrím Helgason, Gyrði
Elíasson, Kristínu Bjarnadóttur,
Ágúst Hjört, Þorgeir Kjartansson,
Kristin G. Harðarson, Björn Birni,
Robert Desnos, Sjón, Þór Eldon og
Braga Ólafsson.
Þama er sem sagt blanda af
skáldskapar- og myndlistarefni,
með einum útúrdúr í þágu kvik-
myndanna.
Að öðrum ólöstuðum var Gunnar
Harðarson driffjöður útgáfunnar.
Hann var spurður um aðdraganda
hennar og markmið.
„Teningur á að geta orðið vett-
vangur fyrir vitsmunalega umræðu
um listir í landinu,“ sagði Gunnar
að bragði. „Auk þess munum við
reyna að birta ýmiss konar skáld-
skaparefni, bæði nýtt og gamalt.
Við ætlum líka að reyna að hafa
augun opin fyrir góðum erlendum
bókmenntum og kynna þær. En ég
Gunnar Harðarson með fyrsta tölublað Tenings.
tek það fram að Teningur er ekki
fræðirit." Spyrill hjó eftir því að
margt af efninu i hinu nýja blaði
er af frönskum uppruna eða endur-
speglar ýmislegt í franskri menn-
ingarumræðu.
„Rétt er það,“ svaraði Gunnar.
„Líklega ræðst efnisvalið af áhuga-
málum okkar ritstjórnarmanna, en
sjálfur var ég við nám í Frakklandi.
Þar með erum við ekki búnir að
leggja "franska línu". Ég á von á
því að næstu tölublöð taki annan
pól í hæðina."
Franska linan?
Og þegar nefnd var "frönsk lína''
flaug upp í huga spyrils líkingin
Teningur/Birtingur og sú skemmti-
lega staðreynd að tveir aðstand-
enda Tenings, þeir Gunnar og
Guðmundur Andri, eru synir
tveggja valinkunnra Birtings-
manna. Þessar hugrenningar voru
bornar undir Gunnar sem brosti í
kampinn.
„Þarna eru e.t.v. einhverjar til-
viljanir að verki,“ sagði hann.„
Föður mínum (Herði Ágústssyni),
fannst ritið a.m.k. ekkert líkt Birt-
ingi. Ætli Teningur sé ekki frekar
arftaki Svarts á hvítu, enda tókum
við nokkrir þátt í útgáfu þess rits
á sínum tíma. Þó einskorðum við
okkur við listir og bókmenntir en
förum ekki út í félagsfræði og aðrar
hliðargreinar."
Gunnar sagði ennfremur að Ten-
ingur ætti að koma út úrsfjórð-
ungslega og þyrfti 3-500 áskrif-
endur til að bera sig. Ekki væri
hægt að greiða fyrir efni en það
yrði reynt um leið og ritið kæmist
í álnir.
„Við munum gera allt sem við
getum til að halda kostnaði niðri
án þess að það komi niður á útliti
ritsins og efni,“ sagði Gunnar að
lokum. Sem sagt, teningnum er
kastað. Tímaritið Teningur er hér
með lagður í dóm íslenskra lesenda.
AI
Athugasemd:
LANDLÆKNIR
REYKIR EKKI
Ólafur Ólafsson landlæknir.
Vissulega er sannleikurinn dýr-
mætur en óþarfi að fara sparlega með
hann. Vegnp fréttar er birtist „Á
BAKINU“ í helgarblaði DV 7.12.
1985 um aðvaranir landlæknis á síga-
rettupökkum: Þar er því haldið fram
að landlæknir reyki sem er ekki rétt.
Ég vil vinsamlega benda blaðamann-
inum á að vissulega er sannleikurinn
dýrmætur en óþarfi að fara sparlega
með hann.
Ólafur Ólafsson landlæknir.