Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 31
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
31
Eitt bros í kveðju-
skyni í Eþíópíu fyrr
á þcssu ári.
DV-myndir EIR.
kom frá Svíþjóð, Kanada og Islandi.
An þessarar fæðu hefði fólkið ekki
dregið fram lífið. Auk þessa var ís-
lenskri fatasendingu dreift til þeirra
sem minnst máttu sín og er vart
hægt að lýsa ánægjunni sem slík gjöf .
veitti þessu fólki, hvort sem um var
að ræða notuð náttföt eða lopapeysu.
Við reistum tjöld okkar í útjaðri
bæjarins Worgesa og urðu þau heim-
ili okkar næstu 6 mánuðina. Aðstæð-
ur voru að öllu leyti bágbornar
miðað við það sem við eigum að
venjast. Ekkert rennandi vatn, raf-
magn eða sími og næsta bensínstöð
í 100 km fjarlægð. Þrátt fyrir að-
stöðu- og tilbreytingarleysið átti
þessi staður eftir að verða okkur
mjög kær hvíldarstaður að loknum
erfiðum vinnudegi. Oftast voru at-
burðir dagsins ræddir og vöngum
velt yfír óréttlæti, eða hvers átti
þetta fólk að gjalda? Margar spurn-
ingar vöknuðu og líklega fórum við
að velta fyrir okkur lífsgátunni frá
öðrum sjónarhóli en áður. Það sem
hafði hvað djúpstæðust áhrif á okkur
og hvað erfiðast var að skilja við að
loknum starfstímanum voru 215
munaðarlaus börn sem tekin voru
inn í búðirnar. Við starfsfólkið geng-
um þeim hálfgert í foreldra stað og
það líður ekki sá dagur að sú spurn-
ing komi ekki upp í hugann; hvað
verður um þessi börn?
LITIÐ UM SAÐKORN
í hópi 2 voru fjórir hjúkrunarfræð-
ingar, 1 læknir og einn félagi úr
Hjálparsveit skáta á Akureyri sem
störfuðu í Rema. Rema er lítið fjalla-
Skyldi þessi litla stúlka vera lif-
andi í dag? -Við teljum okkur
hafa gert gagn; þó ekki væri nema
vegna þeirra mannslifa sem við
björguðum. DV-myndir EIR.
þorp í Shoa, u.þ.b. 200 km norður af
Addis Ababa. Það er tiltölulega
miðsvæðis í 16 þúsund manna
„sýslu“ sem er erfið yfirferðar og
vegakerfið mjög slæmt þar sem það
er þá fyrir hendi. Þarna hefur verið
alger uppskerubrestur í 2 ár. Ástand-
ið var slæmt þegar við komum og fór
versnandi og það var ekki von á
uppskeru fyrr en í fyrsta lagi í des-
ember, ef það þá rigndi á annað borð.
Lítið var um sáðkom. Vegna lang-
varandi næringarskorts var fólkið
illa í stakk búið að mæta farsóttum,
svo sem berklum, niðurgangspestum
o.s.frv. og byggðist.starf okkar á því
að veita læknisaðstoð þótt tæki væru
fá. Við höfðum þó lyf við öllum al-
gengustu sjúkdómum og búnað til
sárameðferðar. Við höfðum aðalað-
setur í moldarkofa í Rema, þangað
sem fólkið leitaði til okkar en við
fórum einnig út í þorpin á bíl ef fært
var, annars gangandi eða á múlösn-
um og veittum aðstoð undir stærsta
trénu sem við fundum í viðkomandi
þorpi.
Snemma fór að bera á því að fólk
leitaði til okkar um langan veg í von
um fæðu og aðstoð. Við gerðum því
könnun á næringarástandi barna í
nærliggjandi byggðarlögum og upp
úr því komum við á mjólkurdreifingu
til vannærðra barna. Þetta var að
vísu takmörkuð aðstoð þar sem þessi
börn voru vanalega úr fjölskyldum
þar sem allir sultu. Kannanir okkar
og skýrslur leiddu síðan til þess að
farið var út í almennari fæðudreif-
ingu sem aðrar hjálparstofnanir sáu
um og hófst skömmu áður en starfst-
íma okkar lauk.
I tengslum við mjólkurdreifinguna
fræddum við mæður um gildi hrein-
lætis, varnir gegn farsóttum og
næringargildi þeirra fæðutegunda
sem völ var á ásamt ýmsu sem til
féll. Reyndar var hvert tækifæri
notað til að fræða og leiðbeina, sér-
staklega um hreinlæti en vatn var
þarna af mjög skornum skammti og
því erfitt um vik. Seinni hluta tímans
fórum við út í beina fræðs'lu, aðallega
til kvenna og tókum þá fyrir hrein-
læti enn einu sinni, meðferð ung-
barna, brjóstagjöf, sárameðferð og
fyrstu hjálp, meðferð matar og getn-
aðarvarnir, svo eitthvað sé nefnt.
Þetta féll í mjög góðan jarðveg hjá
konum og greinilegt að þær höfðu
velt ýmsum af þessum vandamálum
fyrir sér en ekki átt kost á neinum
svörum vegna ólæsis og almennrar
vankunnáttu.
h
„MYNDI HANN HAFA ÞAÐ
AF?“
Eitt það skemmtilegasta sem við
gerðum var að sinna fæðingarhjálp
og tókum við á móti liðlega 70 börn-
um. Við áttum marga ljúfa stundina
í sjúkraskýlinu með kertisbút og
vasaljós að taka á móti. Tilfinning-
arnar voru þó stundum blendnar
þegar maður stóð með sprækan barn-
ungann í höndunum, fullburða og
fínan, og leiddi hugann að fyrstu
mánuðunum í lífi hans. Myndi hann
hafa það af?
Þegar horft er til baka og árangur-
inn metinn af starfinu þá verður
eftirfarandi ofarlega í huga: Þarna
var um neyðarhjálp að ræða sem
alltaf hefur skammtímamarkmið.
Við teljum að þau hafi náðst, t.d.
með þeim mannslífum sem við björ-
guðum.
Það er skoðun okkar að það fyrir-
byggjandi starf sem við unnum ásamt
með fræðslunni hafi verið það besta
veganesti sem við gátum gefið fólk-
inu inn í framtíðina.