Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 33
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
33
•
■
|J
■■ i *,. i 31
1 ^
rff t • í. ’ ;• I
I Austurstræti á velmektarárum íslandsbanka.
lOO
tiMs^^masiák
iyL - ’ - iA.'t ‘ • •,.ií L■■;Vt'A 1
HUNDRAÐKHONUR
nuykjavik IC)Wt
fluttu frumvarp um gjaldþrotaskipti
íslandsbankans og stofnun ríkis-
banka sem heitið gæti Utvegsbanki
íslands. Framsóknarmenn tóku und-
ir hugmyndina um gjaldþrotaskipti
en létu sér fátt um finnast um stofnun
nýs banka. Sjálfstæðismenn fluttu
frumvarp um endurreisn fslands-
banka með aðstoð frá ríkinu. Tillaga
þeirra var snarlega felld.
Frumvarp alþýðuflokksmanna var
aldrei rætt en framsóknarmenn nutu
stöðu sinnar á þingi og frumvarp
þeirra um gjaldþrotaskipti var rætt
og sett í nefnd þar sem skrautlegustu
deilurnar fóru fram. Stuðningsmenn
stjórnarinnar mynduðu meirihluta
nefndarinnar sem komst að þeirri
niðurstöðu að uppgjör bankans væri
eina leiðin til að endurreisaspjallað
lánstraust landsmanna erlendis.
Sjálfstæðismenninrnir í minnihlut-
anum, sem Jón Þorláksson fór fyrir,
töldu aftur á móti að endurreisn
bankans væri eina leiðin til að
tryggja lánstraustið erlendis. Þjóðin
hefði þar að auki ekki ráð á að missa
það fé sem íslandsbanki skuldaði úr
landi á þessum erfiðleikatímum. Það
gæti líka reynst Landsbankanum um
megn að reiða féð af hendi. Hann var
nú eini starfandi bankinn í landinu.
Niðurstaðan var fengin þann 12.
febrúar. Bankanum skyldi endanlega
lokað og hann gerður upp. Jafnframt
varð það að samkomulagi að fresta
skiptunum til 1. mars.
„Litla íhaldið"
Framsókn var nú að springa á
limminu og þurfti frest til að ná
sáttum innan flokks um málið’ í ljós
kom á síðustu stigum þess að 6 þing-
menn Framsóknar undir forystu
Ásgeirs Ásgeirssonar lögðust á sveif
------------------►
Hundraðkall íslandsbanka. Þess-
ir seðlar voru innleysanlegir i
gulli lengi framan af starfstíma
bankans. Svo fór þó að lokum að
seðlarnir urðu ávísanir á erlendar
skuldir.
með sjálfstæðismönnnum og töldu
hugmynd þeirra um endurreisn
skynsamlegri en gjaldþrotaskipti.
Héðinn Valdimarsson auknefndi
þessa framsóknarmenn „litla íhald-
ið“. Á endanum réð afstaða „litla
íhaldsins“ úrslitum í málinu.
Þegar óeining var komin upp í
stjórnarliðinu og ríkisstjórn Fram-
sóknarflokksins riðaði til falls varð
að leita nýrrar lausnar. Stjórnarliðar
völdu þá leið að draga umræður um
málið af þingi meðan leitað væri
lausnar á málefnum bankans og
stjórninni bjargað frá falli. Samið
var við lánardrottnana erlendis og
nýtt frumvarp um lausn á málinu
soðið saman. Málamiðlunin, sem á
endanum náðist samkomulag um,
var að að bæta ákvæði um stofnun
Útvegsbanka íslands h/f framan við
frumvarpið um gjaldþrotaskipti ís-
landsbanka. Og með því að samið
hafði verið um skuldirnar erlendis
kom aldrei til gjaldþrotaskiptanna
heldur var hlutafé bankans strikað
út og hinn nýi banki tók við skuldun-
um.
Ríkisbanki
Hlutafé Útvegsbankans var í upp-
hafi 2,5 milljónir sem skiptist þannig
að ríkið átti 1,5 milljón og ýmsir
einstaklingar og fyrirtæki afgang-
inn. Um þessa niðurstöðu urðu sjálf-
stæðis- og framsóknarmenn á eitt
sáttir en kratar snerust gegn henni.
Þeir bentu á að hinn nýi banki væri
bundinn í báða skó eftir að hafa tekið
við þrotabúi Islandsbanka.
Menn voru þá þegar ósáttir um
málalokin þótt þau reyndust endan-
leg. Eftir að Útvegsbankinn var
tekinn við hlutverki íslandsbanka
var ekki lengur tilefni til að deila
um stofnun hans. Hins vegar hafa
fræðimenn rifjað þessa sögu upp af
og til á undanförnum árum. Þeir eru
heldur ekki á eitt sáttir um lausnina
sem stjórnmálamenn fundu á vanda
íslandsbanka veturinn 1930. Þar eru
nefnd „mistök" sem og „nauðsynleg-
arráðstafanir". .