Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 34
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. ’ . 34 Menning___________Menning___________Menning___________Menning Vel goldin fósturlaun Ámi Óla, blaðamaður og ritstjóri, kom ungur til Reykjavíkur úr heima- byggð sinni nyrðra, gekk hér á skóla og hóf síðan starf við blaðamennsku. Hann stundaði síðan blaðamennsku og ritstörf, svo að segja óslitið, meðan honum entist heilsa. Hann lézt níræður að aldri árið 1977. Árni Óla galt Reykjavík ríkulega fósturlaunin. Fáir menn, ef það er þá nokkur, hafa ritað meira um fortíð Reykjavíkur en hann. Mikill er sá íróðleikur, sem hann hefur dregið saman, og hætt er við, að margt hefði lent í glatkistunni, ef ekki hefði komið til starf Árna. Ritgerðir Árna um menn og málefni í Reykjavík birlust á löngu tímabili í útbreidd- asta vikuriti landsins, fcesbók Morg- unhlaðsins. Nú hefur Bókaútgáfan Skuggsjá farið að gefa bækurnar út að nýju, og verða það væn þrjú bindí að því er virðist. Annað bindið, sem kom út í síðastliðnum mánuði, er á 6. hundrað blaðsíður, svo að sjá má, að hér er ekki um að ræða neitt smáverk. Þetta spjall mitt býður ekki upp á neinn möguleika til að gera svo viðamiklu riti teljandi skil. Efnið er að miklu leyti takmarkað við 19. öldina og upphaf þeirrar 20. Hér er ekki reynt að segja sögu þessa tíma í samfelldu máli, heldur er um að ræða sjálfstæða þætti um efni, sem höfundur hefur haft á sérstakan áhuga á líðandi stund. Þeir bera á ýmsan hátt einkenni góðrar blaða- mennsku fremur en hefðbundinnar fræðimennsku, fjallað er um ýmis áhugaverð málefni, sum mikils hátt- ar en önnur harla léttvæg, á ljósu og lifandi máli. Sumt virðist vera samið í dagsins önn, en annað bygg- ist á meiri undirbúningi og athugun- um. Nokkuð mikið hugarflug Mér þótti á sinni tíð og raunar enn töluverður fengur að greinunum um hafnarmálin, þótt frásögn Zimsens borgarstjóra sé miklu ýtarlegri. Brugðið er upp líflegri mynd af bæ- jarlífínu í byrjun 19. aldar og bæjar- brag um miðja síðustu öldina. Grein- arnar um Jón Ólafsson ristjóra og erjur hans við yfírvöldin, eru skemmtilegar aflestrar og standa fyrir sínu, þótt Þorsteinn Thorarens- en hafi gert því máli fyllri skil. Bros- leg atvik úr hversdagslífmu eru til skrauts og skemmtunar. Ekki veit ég með vissu, hversu áreiðanlegar frásagnirnar eru, en ekki tel ég ástæðu til að efast um, að yfirleitt sé um trausta frásögn að ræða. Hins vegar er ég ekki jafntrú- aður á ýmsar kenningar og hugdett- ur Árna. Þar finnst mér stundum að hugarflugið sé nokkuð mikið. Ymis sjónarmið Árna minna dálítið á gamlar lummur. Á einum stað segir t.d.: „Dönsku kaupmennirnir áttu sér eitt áhugamál, að gera Island að aldanskri nýlendu, og fyrsta sporið í þá áttina var að útrýma íslenzkri tungu“. Siðaprédikanir stinga stund- um upp kollinum: „Drykkjuskapur- inn, óreglan og slarkið, var afsakan- legra á meðan Reykjavik var smá- þorp en það er fyrir stað, sem vill láta kalla sig menningarborg." Eins og eðlilegt er styðst Ámi mjög við prentuð rit, sem maður þekkir, en ég kann hálfílla við, að sjaldnast skuli getið heimilda og það þótt frá- Árni Óla. Bókmenntir PÁLL LÍNDAL sögn þessara rita sé þrædd nokkuð nákvæmlega. Fúla eða fuglatjörn Stundum eru þó heimildir nefndar. Valdi í SjáVarborg, sem margir Reyk- víkingar munu kannast við, er bor- inn fyrir þeirri kenningu, að Fúlat- jörn, sem var þar í námunda, sem nú er Veitingahúsið Klúbburinn, hafi upphaflega heitið Fuglatjörn, og drægi Fúlutjamarlækurinn, sem nú er horfinn, nafn af því. „En vegna þess að Danir kalli fuglinn „fúl“, þá hafi það afbakazt, meðan Reykjavík var enn hálfdönsk." Við þetta er það að athuga, að í heimildum frá því um 1500 er talað um Fúlutjarnarlæk, þannig að ég held, að hugleiðingar þeirra Árna og Valda um þessi dönsku áhrif fái varla staðizt. Á öðrum stað segir Árni frá rann- sóknum sínum á því, hvar Köllunar- klettur við Viðeyjarsund hafi staðið, og hann telur endanlega sönnun komna, þegar 11 ára drengur, sem bjó i braggahverfinu, sem kallað var Balbo-camp, benti honum á, hvar Köllunarklettur væri, en drengurinn hafði þetta eftir gömlum manni á Hrafnistu, sem hann mundi ekki, hvað hét. Þetta em að vísu heldur ómerkileg- ir útúrdúrar, en sýna, hversu menn verða að gæta sín. Læsilegt eljuverk í fyrstu greininni í öðru bindi, „Þegar Reykjavík fékk sjálfstjórn" er ekki að öllu leyti farið rétt með, t.d. er þar tvítekið, að fyrstu bæjar- stjórnarkosningar í Reykjavík og fyrsti bæjarstjórnarfundur hafi farið fram 1838, en á öðrum stað er haft rétt ártal, 1836. Þá hefur þess ekki verið gætt við útgáfuna, sem Árni Óla hafði sjálfur leiðrétt áður í bók- inni Sagt frá Reykjavík. Leiðrétting- in var sú, að Oddagata hjá Háskólan- um væri ekki nefnd eftir Odda á Rangárvöllum, heldur eftir Odda Helgasyni, sem nefndur . var Stjörnu-Oddi, og frægur var fyrir þekkingu sína á stjörnufræði. Eitt vildi ég benda á, að frásagnir í bókinni eru miðaðar við upphafleg- an útkomutíma ritgerðanna, og hans er jafnan getið í greinarlok. Samt er ég hræddur um, að oft geti valdið misskilningi, þegar rætt er um það, sem gerðist fyrir 25-35 árum, og sagt „nú“. Hvað sem líður því, sem hér hefur verið vikið að, er það þó óhaggað, að hér er um að ræða merkilegt og læsilegt eljuverk. Árni Óla hefur sannarlega goldið höfuðborginni fósturlaunin, eins og minnst var á hér að framan. Þess þykist ég full- viss, að menn muni um langan aldur leita sér dægrastyttingar og fróðleiks um sögu höfuðborgarinnar í ritverk þau, sem Árni Óla hefur samið. Bókin er mjög snyrtilega út gefin, prentvillur eru ekki til lýta, svo að ég taki eftir. Sem betur fer er haldið stafsetningu höfundar að því leyti að minnsta kosti, að zetan er á sínum stað. P.L. Barnsskónum slitið í bænum Guðjón Friðriksson: REYKJAVIK BERNSKU MINNAR. Frásagnir 19 Reykvíkinga. Setberg1985. Á árinu 1984 stóð Guðjón Friðriks- son fyrir minningaþáttum aldraðra Reykvíkinga í útvarpi. Þetta voru bornir og barnfæddir höfuðstaðar- búar sem minntust bernsku sinnar. Þetta voru notalegir þættir og vel gerðir. bæði af stjórnanda og sögu- fólki, sem var frásagnarglatt, ylhýrt við minningar sínar - og tíndi til ýmsilegt býsna fróðlegt upp úr skjóð- um sínum, stundum gamni blandið. Guðjón var háttvís og laginn stjórn- andi, tróð sér aldrei fram, ýtti aðeins undir með hvetjandi spurningum en knúði ekki á um of. Fólkið varð því frjálslegt og sjálfrátt. Nú hefur Guðjón tekið þessa þætti saman í bókarkorn - að tilmælum góðra manna að eigin sögn - og bætt einum vænum þætti við, óbirt- um í útvarpi. Varla verður öðru trúað en hann hafi eitthvað hagrætt málfari til betri vegar, svo slétt, fellt og ritmálslegt sem það er. Satt að segja finnst mér vanta ofurlítið gleggri grein um þetta í formála bókarhöfundar, því að hér er um býsna forvitnílegt atriði að ræða. Hann segir aðeins: „Meðan á vinnslu bókarinnar stóð, lést einn þeirra, (þ e. viðmælenda) Axel Ólafsson dómtúlkur og iðnrekandi. Hann hafði lesið yfir handrit að viðtali sínu áður en hann lést.“ Þessi orð benda að vísu til að Guðjón hafi ritað viðtölin að ein- hverju leyti um og því.þurft að láta viðmælendur líta á þau aftur, en þarf þó ekki að vera. Um þetta vel-. kist maður því í vafa og ég kann því heldur illa. Fölarfyrirsagnir Þættimir í bókinni bera heldur daufar fyrirsagnir og lýsifyrirsagnir er hvergi að sjá í köflum. Þáttaheitin eru flest í þessum dúr: Á Ásvallagö- tunni, Úr Bæjarfógetagarðinum, Frá Skólavörðustíg til Háteigs, Á Lau- garnesbænum, Við Laufástúnið, Fátækt í Vesturbæ, Reykvíkingur í marga ættliði, o.s.frv. Ég hefði kosið eitthvað ítækara, meiri efnistilvísun, forvitnilegri skírskotun til frásagn- aratriða. En látum svo vera. Fyrsta viðtalið er við Vigdísi for- seta, íðilgott, bráðskemmtilegt með fjölda nærfærinna og lýsandi smáat- vika og mynda úr lífi barns og heimi hverfisins. Þessi frásögn er gædd léttleik og lífi sem laðar bæði fram bros og klökkva. Bókmenntir ANDRÉS KRISTJÁNSSON Það gefur augaleið, þegar viðmæ- lendum er ætlað að 'fjalla svo mjög um skyld frásagnarefni frá svipuðum tíma í sama bæ, - segja frá bernsku, heimili og götu - að mörg atvik og lýsingar hljóta að verða með sviplík- um hætti, og þótt það komi að lítilli sök í dreifðum þáttum i útvarpi hlýt- ur að bera meira á þessu saman þjöppuðu í einni bók. Og þessa kenn- ir auðvitað hér, en þó miklu minna en vænta mátti, og kemur þar vafa- laust til hagvirkni umsjármanns og persónulegur frásagnarháttur góðra viðmælenda. Margt frásagnarefnið Margir þessara þátta eru mjög læsilegir, víða drepið á skemmtileg atvik og brugðið upp minnilegum myndum sem rísa í samanburði við yfirbragð og inntak borgarlífsins nú um stundir, leiki og dægradvöl. Guðjón Friðriksson. Þarna bregður jafnvel fyrir örlagam- iklum lífssögum eins og í þættinum sem bætt er þarna við og aldrei fór í útvarp, frásögn Haralds Guðbergs- sonar teiknara, sem eyddi fatlaðri bernsku í Landspítalanum. Nefna mætti ýmsa fleiri hnýsilega þætti, til að mynda þátt Gunnlaugs Þórðarsonar með snertingu hans við Valtý Stefánsson og Lange verk- fræðing, eða leið Gunnlaugs upp úr hitaveituskurðinum í starf forseta- ritara. Frásögn Solveigar Hjörvar af lífinu í Fjalakettinum og bruna Hótel íslands handan götunnar er líka bráðlifandi. Spjall Jónasar Árn asonar bregst ekki heldur. Þessi dæmi - og mörg önnur sem nefna mætti - sýna að frásöguþráð- urinn í þessum viðtölum teygist oft- ast allmiklu lengra fram eftir ævi- brautinni en bókarstefið og ávisunin á bernskuna hljóðar á. Það er síður en svo ámælisvert því það stækkar sviðið að miklum mun og eflir allt bókarefnið. Var þá gat á englinum? Þessi bók er bráðskemmtileg og mjög læsileg, meira að segja einkar fallega skrifuð, þótt hún ætti líklega fremur að vera töluð, eins og til hennar er stofnað. Mál hennar er mjúklátt og jafnstreymið, vandað og prútt. Helst mætti að því finna að það sé ekki nógu valinyrt og notuð frenrur um of tökuorð, þar sem betur fara góð íslensk orð. Ég hrökk svolr't- ið við - af því að mál bókarinnar er svo aðlaðandi - er ég sá að ekki hafði verið lagfærð úr munni fólks sú afmán að „fá eitthvað gegnum einhvern“. Þessu brá þó ekki fyrir nema einu sinni eða tvisvar, held ég. Bogi gamli Melsteð hefði áreiðan- lega sagt bom-bom hefði hann séð það. Hann kenndi mannkynssögu á danskar bækur en krafðist þó með harðri hendi að nemendur endur- segðu efnið á tungubærri íslensku þegar þeir voru teknir upp. Eitt sinn þóttist nemandi kunna vel og sagði að Múhameð hefði fengið vitrun gegnum erkiengílinn Gabríel. Þá tók Bogi fram í: Bom, bom, heyrið þér góði minn. Var þá gat á englinum? En þetta var ef til vill stráksleg tilvitnun. Bókin er svo vel máli farin að hún á það vart skilið. Á henni þarf enginn að biðja afsökunar. Hún stendur fyrir sínu, bæði skemmtileg og fróðleg, fallega úr garði gerð og lestrar virði. A.K.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.