Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 35
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. 35 Metabók Guinness þrítug Upphaf málsins var það að sir Hugh Beaver fór í veiðiför til írlands. Þar miðaði hann ó nokkra „golden plovers" sem æddu hjá yfir höfði hans. Og hitti ekki. - Skyldu þessir fuglar vera hrað- fleygustu fuglar Evrópu, spurði þessi framkvæmdastjóri Guinness brugg- veldisins skotfélaga sína. Þeir fóru heim í veiðihús og könn- uðu alfræðibækur vandlega en fundu ekki svar við spurningu lávarðarins. Sir Hugh sagði þá að þar eð allt tal um met hryndi jafnan af stað fjörug- um samræðum og stælum á börum og pöbbum um víða veröld þá væri tími kominn til að gefa út hina end- anlegu metabók þar sem allar svona upplýsingar væru skráðar. Mætti hans vegna kalla bókina lista yfir fónýt fræði. Nú, þrjótíu árum seinna, hefur Metabók Guinness sjálf slegið met og nafn hennar er letrað á eigin síður: Útgáfurétturinn að Metabók- inni er skráður í fleiri löndum en útgáfuréttur annarra bóka. Morris McWhirter, ritstjóri Meta- bókarinnar, sagði blaðamanni: „Við höfum selt 53 milljónir eintaka á 26 tungumálum. Nú síðast einnig á pólsku og arabísku. Flest eintök, miðað við íbúatölu lands, seldust í Noregi. Ætli það stafi ekki af hinum löngu nóttum sem þeir búa við. 22% metanna breytast frá einni útgáfu til þeirrar næstu. Þessar breytingar valda okkar miklu sölu árlega." 4 milljónir á ári McWhirter og tvíburabróðir hans, Ross, opnuðu eigin skrifstofu í Lon- don árið 1950. Sú skrifstofa safnaði staðreyndum víðs vegar úr heimin- um. Skrifstofa þeirra var í Fleet Street í London þar sem flest dag- blöðin eru hýst. Og þeir seldu fjöl- miðlum upplýsingar. Stærsti stóll á íslandi var settur upp í tilefni heimilissýningarinn- ar 1977 og þá talinn stærsti stóll í heimi - að vísu ekki með réttu, því að sænsk húsgagnaverk- smiðja hefur notað stærri stól sem húsgagnaauglýsingu síðan 1944. Ekki getur um þyngri stól - sá íslenski vó 11 tonn. „Ég hef sjálfur mest gaman af því að skrá upplýsingar um fólk sem er sérlega slakt í einhverju," sagði McWhirter, sem sagður er „dæmi- gerður Breti“. „Nefna má t.d. konuna sem þurfti að berja golfkúluna 166 sinnum til að koma henni niður í holu. Versti markmaður í heimi fékk á sig 24 mörk í einum knattspyrnu- leik. Og kona á Fijieyjum skrifaði The Times og sagði að henni hefði tekist að ljúka einni af þessum kross- gátum sem þeir birta á hverjum degi. En það hafði tekið hana 34 ár.“ McWhirter sagðist ekki geta þreyst á starfi sínu. „Sá sem þreytist á svona starfi er þreyttur á lífinu,“ sagði hann. „Þetta er svo fjölbreytilegt og hvetjandi á alla lund. Við fáum 40 þúsund bréf órlega." Svindiarar - En hafa menn reynt að svindla sér inn á síður Metabókarinnar með röngum upplýsingum? „Já. Hópur manna í New York myndaði eitt sinn félag um að svindla sér inn á síðumar. En það tókst ekki. En maður einn hér í Énglandi sendi okkur einu sinni mynd af 13 þrípens- um sem hann hafði raðað hverju upp á annað á borði. Maðurinn viður- kenndi seint og um síðir að hann hefði límt peningana sarnan." McWhirter bannar birtingu hættu- legra leikja, svo sem eins og að gleypa sverð, borða reiðhjól, en leyfir píanóbrot og að ganga gegnum alla New York með mjólkurflösku á höfð- inu. „Ég ritskoða og skammast mín ekki fyrir það. Margt sem fólk tekur sér fyrir hendur er í ábyrgðarleysi gert. Við eyðum meiri tíma í að af- þakka hluti en taka við. Við tókum ekki við skráningu um fljótustu för milli Oxford og Cambridge. Þeir hefðu getað drepið saklausa veg- farendur." Hann sagðist heldur ekki vera neinn aðdáandi meta sem átvögl settu. Kaliforniumenn og Ástralir með mest keppnisskap Skógarvörður einn er í sérstöku uppáhaldi hjá ritstjóra Metabókar- innar. Sá lifði að verða sjö sinnum fyrir eldingu - en féll loks fyrir eigin hendi í þunglyndis- kasti. „Yfirleitt hafa Frakkar meiri áhuga en aðrir á metum sem viðkoma gæðum eða gildi. Þeim finnst meira koma til fegurstu konunnar en þeirr- ar sterkustu eða feitustu," sagði rit- stjórinn. „Þjóðverjar hafa mikinn áhuga á tölfræði. Það hafa Ameríkanar einn- ig. En Ástralir og Kalifomíubúar hafa mest keppnisskap af þeim sem ég hef kynnst.“ McWhirter segist aðeins þekkja tvær manneskjur sem hafi lesið Metabókina spjaldanna á milli. „David Frost sem er alltaf að leita að fólki til að koma fram í methafa— þætti sínum í sjónvarpinu. Og svo var það einhver fró Texas sem las bókina á 14 tímum með því að líta aldrei upp úr bókinni. Hann var víst orðinn slæptur þegar á öftustu síðu kom.“ En hvernig er með þessa „golden plovers“ - hve hratt fljúga þeir eigin- lega? Þeir hafa verið mældir á 130 km hraða, samkvæmt upplýsingum Metabókar Guinness. - Paul Maj- endie/Reuter. <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.