Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Qupperneq 43
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. 43 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára ög yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eoa ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá- dráttar. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun éða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún hetri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 34%. Árs- ávöxtun á óhreyfðu innleggi er 36,9%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reynist hún betri. Vextir færast tvisvar á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. öndvegisreikningur er bundinn til 18 mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt- um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásQórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bíett á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- _um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán. nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrslu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars niest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lifeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- ♦*yggð og með ö-S'X, vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana .koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur.og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 1,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í desember 1985 er 1337 stig en var 1301 stig í nóvember. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3392 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11 .-20.12.1985 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA sérlista ilif éi Ííiiif lili I.E 11 íi INNLAN 0VERÐTRYGGÐ SPARISJÓDSBÆKUR Úbundin innstæða 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mén.uppsögn 31.0 33.4 30.0 28.0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0 12 mán.uppsöqn 32.0 34.6 32.0 31.0 32.0 SPARNAÐUR- LANSREI IURSparað3-5mán. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 29.0 26,0 23.0 INNLÁNSSKÍRTEINI Til 6 mánaða 28.0 30.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanarcikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2,0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3,5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Stcrlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4,5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskarkrónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 Ú.O 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÖVERÐTRYGGÐ ALMENNIR ViXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAViXLAR (forvextir) 34.0 2) kge 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0 ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.0 2) kge 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0 HLAUPAREIKNINGAR yfirdrAttur 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU sjAneðanmAlsi) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,5%, í Bandaríkjadoflurum 9,5%, í sterlingspundum 12,75%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfrun er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavikur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf tif uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Islensk tunga Það eru engin lög til sem kveða á um einstök atriði íslenskrar tungu. Boðiðtil varðveislu Menntamálaráðherra íslands, sem nú um stundir heitir Sverrir Hermannsson, bauð nýlega til varðveislu nokkurrar. Nánar til- tekið sunnudaginn 1. desember í Þjóðleikhúsinu. Fór veisla þessi vel fram og var boðið upp á íslenska tungu og kaffi og kökur með súkk- ulaðihjúp. Tilefni þessa var varðveisla og efling íslenskrar tungu. Sumum finnst fulllengi hafa verið sitið með hendur í skauti (stundum orðað: Flotið sofandi að feigðarósi). Og menntamálaráðherra finnst ekki til setunnar boðið. Á ráðstefnu þessari var fluttur fjöldi af ávörpum og það kom þægilega á óvart að meðal máls- hefjenda var fátt af þeim sem vana- lega eru taldir sjálfsagðir á ráð- stefnum sem fjalla um íslenskt mál. Skólar, stofnanir, félög og vinnandi fólk áttu þarna sína full- trúa. Á hinn bóginn er ekki því að neita að málflutningur var býsna líkur. Flestir höfðu þá sögu að segja að kunnáttu Islendinga í móðurmálinu færi hrakandi. Þetta er að mínu mati hin mesta della og vitleysa. Ég fullyrði þvert á móti að þekking þjóðarinnar á íslenskunni, sögu hennar, eðli og eiginleikum, er mun meiri en nokkru sinni hefur verið í sögu þessararþjóðar. Við verðum að hafa það hugfast að það er til þess að gera nýskeð að þjóðin lærði að lesa og skrifa. Til eru rannsóknarskýrslur Harre- bos og Jóns Þorkelssonar frá miðri 18du öld. Þeir félagar fóru um allt land og prófuðu unglinga i lestri og skrift. Samkvæmt þeim athug- unum var um það bil einn þriðji hluti þjóðarinnar læs og skrif- andi. Og það er einmitt á þessum tíma sem stungið er upp á því í alvöru af nafnkunnum íslendingum að leggja niður móðurmálið og taka upp dönsku. Mér finnst kominn timi til þess að um íslenska tungu sé rætt á fordómalausan hátt. Það dugir ekki að vera sífellt að berja sér og hafa yfir þessa gamalkunnu lummu, að heimurinn fari versn- andi. Við getum örugglega bent á ur fjölbreytni tungunnar og fram- tíð. Að setja máifræði og stafsetn- ingu í lög Undanfarin ár hefur nemendum í islensku í háskólanum fjölgað mjög. Nú er svo komið að atvinnu- möguleikar þessa fólks eru heldur litlir. Allavega virðist ekki vanta íslenskukennara í framhalsskóla. Kunningi minn einn, sem ber framtíð þjóðarinnar, og þá ekki síst íslenskufræðinga, mjög fyrir brjósti, setti fram þá hugmynd að leysa þessi atvinnuvandamál með stofnun mállögreglu. Hlutverk mállögreglu yrði að hlusta vandlega eftir málfari manna og sekta þá sem út af brygðu. Til að mynda mætti þá sekta. eða jafnvel fangelsa, þá sem segðu „mér langar“. Linmæltum reykvískum ungmennum mætti þannig halda í tugthúsi upp á vatn og brauð og kennslu í framburði. Ég geri mér grein fyrir að það er ábyrgðarhluti að skrifa um þessa hugmynd þar eð einhverjum kynni að detta í hug að taka hana alvar- lega. En misskilningur af þessu tæi hefur nefnilega skotið upp kollin- um. í Sandkorni DV var nýlega fjallað um setuna. Tilefnið var að Landhelgisgæslan fékk sér nýja þyrlu og utan á henni stendur Landhelgisgæzlan, þ.e. með setu. í inngangi greinarinnar segir orðrétt: „Eins og flestir vita hefur Z verið afnumin með lögum úr ís- lensku ritmáli.“ Þetta er alls ekki rétt. í fyrsta lagi hefur setan alls ekki verið afnumin úr íslensku ritmáli. Má benda á DV og Moggann en í báðum blöðunum er seta talsvert notuð. í öðru lagi eru engin lög til sem kveða á um einstök atriði íslenskr- ar tungu. Þegar stafsetningu hefur verið breytt, eins og kallað er, þá hefur það verið gert með auglýs- ingu eða reglugerð frá mennta- málaráðuneytinu. Ekki með lög- um. Hin opinbera stafsetning á íslandi gildir þar af leiðandi aðeins fyrir ríkið og stofnanir þess, þ.á m. skóla. Og vitaskuld landhelgis- jgæsluna. fjölmörg dæmi um slæma meðferð á íslensku máli nú á dögum alveg eins og unnt er að benda á slík dæmi úr íslensku genginna kyn- slóða. Á ráðstefnunni var samþykkt ályktun. Hún gekk meðal annars út á það að íslensku þyrfti að efla og varðveita (um það efast líklega fáir) með betri kennslu. Ennfremur að allt sjónvarpsefni skuli vera á íslensku. Eiríkur Brynjólfsson Málræktardagurinn 1. des- ember Sú uppástunga kom fram á ráð- stefnunni að 1. desember verði framvegis helgaður málrækt, verði einhvers konar málræktardagur þjóðarinnar. Þetta finnst mér hin ágætasta tillaga. Að vísu vil ég gera hér á dálitla bragarbót. Ég vil ekki kalla þennan dag málræktardag því það orð innifelur ákveðna merkingu. Nefnilega þá að dagurinn sé ekki fyrir alla. Ég vil að þessi dagur verði dagur íslenskrar tungu al- mennt, bæði þeirrar sem unglingar í Breiðholti tala sem og annars. Ég vil að þessi dagur verði helgað-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.