Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 45
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
45
Frá Jerúsalem -grátmúrinn, helgasti staður gyðinga og skammt handan hans helgasta moska múslíma.
un, allur sjóndeildarhringurinn
verður eins og fljótandi og hvítur.
Þótt niaður fari beina braut og viti
hvert maður stefnir þá verður maður
samt að stansa og bíða þess að þessu
ástandi létti. Við biðum stundum í
tvo eða þrjá daga.“
Aftur til íslands
Dagur dvaldi fyrst eitt ár á Suður-
skautslandinu, þ.e. 1976 - 77. En 1980
fór hann þangað aftur og dvaldi þar
þá í 16 mánuði.
„Að því tímabili loknu fór ég heim
til íslands. Ég starfaði hér á ýmsum
strandstöðvum Pósts og síma, ég held
ég hafi verið á öllum strandstöðvun-
um hér nema á Siglufirði. í ársbyrjun
1982 fór ég svo til Bandaríkjanna og
lærði á þyrlu, varð mér úti um kenn-
araréttindi á þyrlu. Skólinn var í
Oklahoma. Ég var þar í fjóra mánuði,
dvaldi reyndar lengur í Bandaríkj-
unum, en kom heim seinni hluta
ársins 82. En hér heima var ekkert
fyrir þyrluflugmann áð gera svo ég
réðist aftur til P&S, þeir tóku alltaf
við mér aftur þar. Ég fór á strand-
stöðvarnar.
I maí 83 fór ég aftur til Bandaríkj-
anna. Ég starfaði við kennslu í Penn-
sylvaníu, var þar í fimm eða sex
mánuði, kom heim í árslok og réðist
enn til P&S. Þar var ég þó ekki lengi
fremur venju því í lok júlí 84 réðist
ég sem loftskeytamaður til SÞ. Ég fór
til Jerúsalem og hefverið þar síðan.“
Kona frá Kiev
Dagur kvaðst kunna sérlega við sig
í starfi sínu. Og einnig var hann
ánægður með að búa í Jerúsalem.
Og er hreint ekki á leiðinni til ís-
lands og P&S aftur. „Þegar ég vann
við Vestmannaeyjaradíó síðast vann
ég einn mánuðinn upp á hvern ein-
asta dag, 12 tíma á dag. Þau laun sem
ég fékk fyrir alla þá vinnu, brúttó,
voru ekki helmingur af nettó launum
mínum hjá SÞ. Ög þar er vinnuvikan
bara 32 tímar. Ég reikna ekki öll
fríðindi okkar. Við verslum flestallt
skattfrjálst. Nei, ég sný ekki heim í
bráð. Ég er að vonast til að þeir sendi
mig næst til Kenýa; eða Kýpur. Það
er friðsæl, falleg eyja. Ég var þar um
tíma í fyrra. Við giftum okkur þar.“
Dagur hitti konu sína í Elad,
sumarleyfisstað í ísrael. „Hún heitir
Stella. Og er frá Kiev í Úkraínu. Þar
ólst hún upp til tvítugs, að hún og
móðir hennar fluttu úr landi til ísra-
els. Stella fór svo til Bandaríkjanna
- og við reiknmn frekar með að búa
þar í framtíðinni. Ég hef hug á að
kaupa hús einhvers staðar á Vestur-
ströndinni."
Dagur og Stella hafa verið í leyfi
hér á Islandi undanfarna daga. En
eru nú farin aftur til ísrael.
„Ég hef ekkert á móti íslandi. Sn
launin hér eru ekki bjóðandi. Og: vo
er allt svo dýrt. I fyrra var 1004%
verðbólga í ísrael. Nú er hún koi íin
niður í 250%- Samt er allt dýrara
hér."
Og ævintýramaðurinn er farinn
með konu og kornabarn til friðar-
gæslustarfa suður í „púðurtunnu"
heimsins. - GG.
ARIÐ 1984
Stórvíðburðír í mYndum og málí mcð íslenskum sérkafla
Hefur nú komíð út í tuttugu ár
Þetta frábæra bókmenntaverk
er samsett af 480 fréttagrein-
um og eru þær áréttaðar með
jafnmörgum atburðamyndum
og er helmingur þeirra prentað-
ur í litum í heilsíðustærðum á
köflum.
Annáíl ársins skiptist í 12
aðalkafla. Auk þess fjailar
verkið um einstök sérsvið, svo
sem alþjóðamál - efnahags-
máf - vísindl og tækní
læknisfræði — myndllst
kvíkmyndlr - tísku.
ARIO 1984
Þessi bókaflokkur er orðinn
ómissandi öllum þeim er Iáta
sig samtíðina einhveiju skipta
og vilja eiga möguleika á því
að geta flett upp í óyggjandi
heimildum um atburði hér á
landi og um heim allan.
Eldri árgangar eru á þrotum.
Frábært bókmenntaverk fyrír
alla fjölskylduna.
ÖII bökakaup hjá Þjóðsögu
geta verlð vaxtalaus lán í allt
6 mánuðíHHBwBW®^
ii
^ókaútgáfanjióööaga
Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavik. Simar 13510 - 617059. Pósthólf 147.