Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 48
48
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
Tilkynningar
Kökubasar í Bústaðakirkju til
fjáröflunar Explo 85
Explo 85 er sem kunnugt er kristi-
leg ráðstefna sem haldin verður í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
dagana 27.-3Í. des. Ráðstefnan verð-
ur haldin á sama tíma í meira en 100
borgum um allan heim. Tvær
klukkustundir, dag hvern, verða all-
ar ráðstefnurnar tengdar saman með
hjálp gervihnatta. Allur kostnaður
af sjónvarpsdagskránni hefur þegar
verið gefinn til íslendinga. Ýmis
annar kostnaður fylgir slíku ráð-
stefnuhaldi, s.s. leiga á húsnæði
skólans, ráðstefnugögn o.fl. og þess
vegna hefur verið ákveðið að halda
kökubasar. Hann verður haldinn
sunnudaginn 15. des. kl. 15.00 að
lokinni messu í Bústaðakirkju. Tekið
verður á móti kökum og tertum kl.
10-12 sama dag.
Jólasveinar á Sprengisandi
í dag, laugardag, kl. 14 koma 4 jóla-
sveinar í heimsókn á veitingastaðinn
Sprengisand. t>eir munu koma svíf-
andi í fallhlífum og skemmta svo
gest i!m staðarins um stund.
Fræðslufundur Fuglaverndar-
félags íslands
Næsti fræðslufundur Fuglaverndar-
félags íslands verður í Norræna
húsinu mánudaginn 16. desember kl.
20.30 Efni: Saga Drangeyjar, sérstak-
lega heimildir um fuglaveiðar og
s eggjatöku í Drangey á liðnum öldum.
^Sölvi Sveinsson cand. mag. flytur.
Litskyggnur frá Drangey og Skrúð
sýndar og skýrðar af Hjálmari R.
Bárðarsyni, fv. siglingamálastjóra.
Öllum heimill aðgangur.
Norræn barnabókarverðlaun á
vegum félags norrænna skóla-
safnvarða
Verðlaunum þessum var úthlutað í
fyrsta skipti í Kiljava í Finnlandi sl.
sumar. Fjórtán norrænir höfundar
voru tilnefndir til verðlaunanna. Frá
íslandi voru tvær bækur útnefndar:
Sitji guðs englar, eftir Guðrúnu
Helgadóttur, og Húsdýrin okkar,
eftir Stefán Aðalsteinsson og Kristj-
án Inga Einarsson. Sænska skáld-
konan Maria Gripe hlaut verðlaunin
fyrir síðustu bækur sínar. í álitsgerð
félags norrænna skólasafnvarða
varðandi verðlaunaveitinguna segir
m.a. að í sögum sínum hafi skáld-
konunni Mariu Gripe tekist á næ-
man og skilningsríkan hátt að lýsa
mannlegum samskiptum. í þeim
skapi hún heim sem byggður er á
mörkum draums og veruleika, veríild
þar sem draumsýnin er notuð til að
varpa ljósi á lífið sjálft.
Listaverkakort frá Háskólasjóðl
Háskóla íslands
Háskólasjóður Háskóla Islands hef-
ur gefíð út tvö listaverkakort eftir
verkum í eigu listasafns Háskóla
íslands. Verkin eru: Sveitabær eftir
Gunnlaug Blöndal - 1943, olíulitir,
76 x 80. Bátar og segl eftir Jóhannes
Jóhannesson 1951, olíulitir, 105 x
145. Alls hefur því Háskólasjóður
gefið út 6 listaverkakort á undan-
förnum þrem árum: Stóðhestar eftir
Þorvald Skúlason, Við höfnina eftir
Þorvald Skúlason, Við Vindaugað
eftir Hring Jóhannesson, í róðri eftir
Gunnlaug Scheving, Sveitabær eftir
Gunnlaug Blöndal og Bátar og segl
eftir Jóhannes Jóhannesson. Öll
þessi kort eru til sölu í aðalskrifstofu
Háskólans og Norræna húsinu, auk
þess sem þau eru seld beint til stofn-
ana og fyrirtækja. Kortin eru gefín
út í takmörkuðu upplagi.
Kvenfélagið Seltjörn
heldur jólafund þriðjudaginn 17.
desember kl. 20.30 í Félagsheimilinu.
Munið jólapakkana. Ókeypis veit-
ingar.
Átthagafélag Strandamanna
lieldur kökubasar á Hallveigarstöð-
um í dag, laugardag 14. desember,
kl. 14.
Plötuklúbbur AB
Plötuklúbbur Almenna bókafélags-
ins hefur nú sent frá sér plötualbúm
nr. 3 og 4 í sögu rokksins. 1 þessari
sendingu eru alls fjórar plötur, en
eftirtaldir listamenn eiga þar hver
fyrir sig eina plötusíðu: Chuck Berry
Gene Vincent Everly Brothers
Sam Cooke Jerry Lee Lewis Carol
Perkins Eddie Cochran The Platt-
ers. I þessari sendingu eru þeir stóru,
þeir sem gáfu rokkinu sitt dæmi-
gerða innihald texta jafnt sem
tónlist. Plötuklúbbur AB - SAGA
ROKKSINS hefur nú ráðið Ásgeir
Tómasson sem ritstjóra Kréttabréfs-
ins og frá og með janúarplötum 1986
mun Ásgeir taka við. Asgeir er löngu
landskunnur fyrir störf sín sem
þáttagerðarmaður hjá útvarpinu og
fyrir skrif um popp fyrr og síðar. Við
væntum mikils af samstarllnu við
Ásgeir og bjóðum hann velkominn
til starfa við plötuklúbb Almenna
bókafélagsins.
Tapað-Fundið
Seðlaveski tapaðist
Fimmtudaginn 12. desember sl. tap-
aðist svart leðurseðlaveski með skil-
ríkjum og ávísanahefti, líklegast á
videoleigunni í Hátúni eða á bíla-
þvottaplaninu í Borgartúni.
Finnandi er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 38741 eða 36562 eftir
kl. 16.
Laugardaginn 12. október sl. voru
gefín saman í Dómkirkjunni af séra
Þóri Stephensen, ungfrú Guðlaug
Þorleifsdóttir og hr. Martin Sobol.
Heimili þeirra er í Washington, USA.
t0 Bridge
Bridgedeild Breiðfirðinga
Aðalsveitakeppni félagsins lauk
með sigri sveitar Ingibjargar Halld-
órsdóttur. Auk hennar spiluðu í
sveitinni Jón Stefánsson, Magnús
Oddsson, Þorvaldur Matthiasson,
Guðjón Kristjánsson og Sigvaidi
Þorsteinsson.
Röð efstu sveita varð annars þessi:
1. sv. Ingibjargar Halldórsdóttur 371
2. sv. Hans Nielsen 351
3. sv. ólafs Valgeirssonar 343
4. sv. Alison Dorosh 334
5. sv. Jóhanns Jóhannssonar 333
6. sv. Arnar Scheving 325
7. sv. Daníels Jónssonar 315
8. sv. Óskars Karlssonar 313
Næsta fimmtudag, 19. desember,
verður spilaður eins kvölds tvímenn-
ingur.
Fimmtudaginn 2. janúar hefst ba-
rómeterkeppni félagsins. Tekið er á
móti þátttökutilkynningum i síma
77860 (Jóhann) og í síma 78593
(Helgi).
Spilað er í húsi Hreyfils við Grens-
ásveg.
Fyrirtæki
Stofnað hefur verið félagið ís-
klass hf. í Hafnarfirði. Tilgangur
félagsins er rekstur innflutnings- og
útflutningsverslunar og skyld þjón-
usta og rekstur fasteigna. I stjórn
félagsins eru: Guðmundur Haralds-
son, formaður, Breiðvangi 2, Hafnar-
firði, Rannveig Jónsdóttir, s.st., og
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir,
Sævangi 23, Hafnarfirði. Stofnendur,
auk ofangreindra, eru Jón Kr. Gunn-
arsson, Sævangi 23, Hafnarfirði, og
Jón Diðrik Jónsson, s.st.
Stofnað hefur verið Félagið
Gunnbjörg hf. á Hólmavík. Til-
gangur félagsins er sjávarútvegur og
skyld starfsemi. í stjórn félagsins
eru: Jón Ólafsson, formaður, Brunn-
götu 7, Benedikt Pétursson, Bröttu-
götu 2, og Ingvar Pétursson, Kópnes-
braut 7. Stofnendur, auk ofan-
greindra, eru Birgir Pétursson, Kóp-
nesbraut 7, og Daði Guðjónsson,
Vitabraut 3, allir á Hólmavík.
Stofnað hefur verið félagið Út-
gerðarfélagið Haförn hf. í Reykja-
vík. Tilgangur félagsins er að annast
útgerð fiskiskipa, svo og aðra skylda
starfsemi, ennfremur rekstur fast-
eigna og lánastarfsemi. I stjórn fé-
lagsins eru: Ævar Guðmundsson,
formaður, Skólabraut 21, Seltjarnar-
nesi, Oddur Jósef Halldórsson,
Blönduhlíð 33, Reykjavík, og Laufey
Barðadóttir, Skólabraut 21, Seltjarn-
arnesi. Stofnendur, auk ofan-
greindra, eru Pálína Ragnarsdóttir,
Blönduhlið 33, Reykjavík, og Jón
Ólafsson, Laugarnesvegi 43, Reykja-
vík.
Stofnuð hefur verið Blikksmiðjan
Vík hf. í Kópavogi. Tilgangur fé-
lagsins er rekstur blikksmiðju, al-
menn blikksmíði, ásamt framleiðslu
úr blikki og plasti, eftirlit og þjón-
usta á loftræstiskerfum, innflutning-
ur og sala á efni, vélum og tækium
til blikksmíða, kaup, leiga, sala og
rekstur ■ fasteigna, umboðssala og
lánastarfsemi. I stjórn félagsins eru:
Pálmi Helgason, formaður, Hjalla-
braut 41, Hafnarfirði, Einar Egils-
son, Þverbrekku 4, Kópavogi, og
Guðmundur Ingimundarson, Klyfja-
seli 11, Reykjavík. Stofnendur, auk
ofangreindra, eru Guðmundur Ingi-
mundarson, Jörfabakka 18, Reykja-
vík, Jóhann Helgason, Brekkubyggð
71, Garðabæ, og Jón Jóhannsson,
Akraseli 8, Reykjavík.
Stofnað hefur verið Félagið Mist
hf. í Reykjavík. Tilgangur félagsins
er innflutnings- og heildverslun, út-
flutningsverslun, útgáfustarfsemi og
annar skyldur atvinnurekstur. í
stjórn félagsins eru: Auður Guð-
mundsdóttir, formaður, Smáraflöt 49,
Garðabæ, Herdís Benediktsdóttir,
Víðimel 58, Reykjavík, og Sigrún
Sigurjónsdóttir, Sólheimum 40,
Reykjavík. Stofnendur, auk ofan-
greindra, eru Guðjón Lárusson,
Smáraflöt 49, Garðabæ, JóHannes
Sturla Guðjónsson, s.st., Guðmundur
Guðjónsson, Víðimel 58, Reykjavík,
og Stefán Örn Guðjónsson, Sólheim-
um 40, Reykjavík.
Stofnað hefur verið Féíagið Glefs-
ir hf. í Reykjavík. Tilgangur félags-
ins er almennir flutningar, hverju
nafni sem nefnast, og rekstur bifreiða
í því sambandi, svo og lánastarfsemi.
f stjórn félagsins eru: Ingimar Kjart-
ansson, formaður, Kirkjuteigi 9,
Reykjavík, Kjartan Ingimarsson,
s.st., og Þóra Kjartansdóttir, Boga-
hlíð 16, Reykjavík. Stofnendur, auk
ofangreindra, eru Björg Vigfúsína
Kjartansdóttir, Kirkjuteigi 9,
Reykjavík, og Kristinn Árni Kjart-
ansson, Spóahólum 20, Reykjavík.
Stofnað hefur verið félagið Efna-
land hf. í Kópavogi. Tilgangur fé-
lagsins er iðnaðarstarfsemi og versl-
un með iðnaðarvörur, innflutningur,
lánastarfsemi, rekstur fasteigna og
annar skyldur atvinnurekstur. í
stjórn félagsins eru: Magnús Ey-
mundsson, formaður, Bárugötu 5,
Reykjavík, Þóra Magnea Magnús-
dóttir, s.st., og Katrín Eymundsdótt-
ir, Ketilsbraut 20, Húsavík. Stofn-
endur, auk ofangreindra, eru Rafn
Bjarnar, Torfufelli 22, Reykjavik, og
Ólafur Garðar Þórðarson, Hlégarði
7, Kópavogi.
Á'ferð og flugi með jólasveininum:
F.TÓRTÍT HT.TITT
Hvað vildi Holberg?
í dag skreppum við með jóla-
sveininum í heimsókn til Ludvigs
Holberg. Hann situr að sjálf-
sögðu við skriftir þegar gestina
þer að garði.
- Ég biðst afsökunar á að ég skuli
trufla meistarann við ritstörfin,
segir Sveinki, en mér er lífsins
ómögulegt að lesa óskaseðilinn
hans. Skriftin á seðlinum er
nefnilega það argasta hrafna-
spark sem ég hef nokkurn tíma
séð.
Ludvig móðgast auðvitað við
þetta klaufalega ávarp og neitar
að tala við jólasveininn. Það
kemur því í hlut þinn, lesandi
góður, að hjálpa jólasveininum
við að finna út hvaða gjöf Hol-
berg kallinn vill fá um jólin.
Við minnum á hina glæsilegu
Heimilisvigt Brauðrist
Nafn:-------
Heimilisfang:
I Sími: •
L_______________
vinninga. Þar ber hæst hljóm-
tækjasamstæðu, System 300, að
verðmæti 37.500 krónur. Þar er
allt í einum pakka: plötuspilari,
magnari, útvarp og tvöfalt segul-
band í smekklegum skáp. Vinn-
ingur nr.tvö er fullkomið ferða-
tæki, einnig með tvöföldu segul-
bandi, að verðmæti kr.15.400.
Loks eru tíu vinningar vasadiskó
með útvarpi, PH-17.
Þeir sem eru með rétt svör í öllum
tíu hlutum jólagetraunarinnar
eiga þess kost að eignast ein-
hvern þessara öndvegisgripa.
Safnið því seðlunum saman og
sendið þá til DV, Þverholti 11,
merkta „Jólagetraun". Skila-
frestur er til 8. janúar.
En meðal annarra orða: Hvað
vildi Holbergfáí jólagjöf?
Ný skriffæri
I
------------I
I
_ i
___________ I
- —— — J