Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 52
FRÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu'
efia vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Vifi tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1985.
Niðurstaða norska ráðgjafarfyrirtækisinslKO:
Næstum algert sambands-■
leysi innan lögreglunnar
„Eftir þvi sem viö höfum komist
næst með viðtolum er varla um
nokkurt samstarf að ræða með
Rannsóknarlögreglu ríkisins og
lögreglustjóraembættunum. Við
höfum ekki heldur oröið varir við
neitt samstarf milli lögreglustjóra-
embættanna." Þetta segir meðal
annars í svokallaðri greiningu
norsku ráðgjafanna IKO á lög-
reglumálum höfuðborgarsvæðisins
og RLR.
Þar segir ennfremur: „Það lítið
sem við höfum orðið varir við af
samstarfí er með lægra settu fólki
sem hefur átt að því frumkvæði."
Sagan er ekki þar með öll: „Ekki
er heldur neitt samstarf sem vert
er að nefna innan lögreglunnar i
Reykjavík, milli umferðarlögreglu
— sjá einnig bls.4
og almennrar lögreglu. Umferðar-
fólkið lætur sig aðeins varða um-
ferðina og almenna lögreglan lætur
sig varða það sem þá er eftir og
um afbrotamál sér Rannsóknarlög-
regla ríkisins. Með því verður allt
of lítið eftir handa almennu lög-
reglunni og það snýst allt of mikið
um drykkjumenn.“
Sem vænta má vilja Norðmenn-
irnir gera hér á bragarbót. En þeir
finna einnig að illa nýttum, dauð-
um tímum og of stífum vöktum á
tímum þegar minnst er um að vera.
Þá vilja þeir breyta fjármálastjórn
ogdreifaábyrgðáhenni. . HERB
Ríkissaksóknari:
NBTAR
.ALBERTUM
RANNSÓKN
Ríkissaksóknari, Þórður Björns-
son, hefur hafnað beiðni Alberts
Guðmundssonar um að láta fara fram
opinbera rannsókn á tengslum Al-
berts við Hafskipsmálið.
Saksóknari telur að ekki séu þau
skilyrði fyrir hendi sem réttlætl gætu
slíka rannsókn. Bendir hann á að það
geti aldrei verið tilganguropinberrar
rannsóknar að „hreinsa eða hvítþvo
menn af ásökun eða orðrómi um
refsiverða háttsemi". Telursaksókn-
ari að þáttur Alberts í málinu verði
ekki aðgreindur frá þætti samstjórn-
‘armanna Aiberts í félaginu eða
bankanum. Frekari rannsóknir af
hálfu saksóknara verði að bíða nið-
urstaðna skiptaréttar og væntan-
legrar rannsóknarnefndar.
Albert Guðmundsson sagðist í
gærkvöldi ekkert hafa um málið að
segjaaðsvostöddu. . SMJ.
LOKI
„Æði að vera komin heim,“ sagði Hólmfríður Karlsdóttir, ungfrú heimur, þegar hún kom til landsins frá Lundúnum síðdegis i gær. Fyrsta
verk hennar var að koma á barnaheimilið á Vífilsstöðum þar sem fögnuðurinn náði hámarki meðal barnanna sem voru búin að biða hennar
svo lengi. GK/DV-mynd KAE
LfKLEGT AÐ ARNARFLUG
STEFNIFLUGLEIÐUM
Allt stefiiir nú í að Amarflug og
Flugleiðir heyi grimman málarekst-
ur fyrir dómstólum. Líklegt er að
Amarflug muni á næstunni höfða
mál gegn Flugleiðum vegna kröfu
um endurgreiðslu tryggingagjalda
að fjárhæð um 20 milljónir króna.
Amarflugsmenn telja að á tímabil-
inu frá 1. febrúar 1979 til 30. nóvemb-
er 1982, þegar Flugleiðir áttu meiri-
hluta í Amarflugi, hafi Flugleiðir
snuðað Arnarflug um 485 þúsund
Bandaríkjadali, eða um 20 milljónir
króna, vegna flugvélatrygginga sem
Flugleiðir keyptu fyrir flugvélar
Amarflugs.
Flugleiðir létu Arnarflug greiða
952 þúsund Bandaríkjadali fyrir
tryggingarnar. Flugleiðir greiddu
tryggingafélaginu hins vegar aðeins
467 þúsund Bandaríkjadali, sam-
kvæmt gögnum sem Amarflugsmenn
fengu síðar í hendumar. Þennan
mismun vilja Amarflugsmenn fá
endurgreiddan.
Fulltrúar félaganna hafa haldið
marga fundi um þetta deilumál án
þess að samkomulag hafi náðst.
Báðir aðilar hafa verið harðir á sínu.
Sjá Amarflugsmenn ekki annað ráð
en að stefna Flugleiðum.
- KMU.