Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Side 4
4
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
VÖRUSKORTUR VEGNA
OKURLÁNAMÁLSINS
Margir verslunareigendur hafa ekki haft peninga til að leysa út vörur úr tolli
„Ástandið er nú vægast sagt
uggvænlegt. Fólk hefur haldið að
sér höndum og er ekki byrjað að
versla til jólanna. Það þýðir að
verslunareigendur hafa ekki pen-
inga á milli handanna til að leysa
vörur sínar út úr tolli. Okurlána-
máiið hefur haft sitt að segja í
þessu sambandi. Nær ógjörningur
er að fá lánaða peninga hjá ein-
staklingum til að leysa út vörur.
Það er greinilegt að menn eru ekki
tilbúnir að lána peninga á meðan
okurlánamálið er enn í rannsókn
hjá RLR,“ sagði einn verslunareig-
andi i samtali við DV í gær.
Vöruskortur er nú hjá verslunum
og þá sérstaklega fata- og tísku-
verslunum. Mikið af nýju jólavör-
unum, er ekki komið í margar
búðir. Það sýnir best ástandið að
miklu minna er um auglýsingar í
blöðum heldur en undanfarin ár.
Þær auglýsingar sem ber mest á
eru auglýsingar frá bókaútgefend-
um.
Verslunareigendur eru í við-
bragðsstöðu. Ljóst er að hreyfingin
á vörum hefst ekki fyrr en á mið-
vikudaginn kemur þegar nýtt
greiðslukortatímabil hefst. Þá fer
fólk að versla og verða verslunar-
eigendur og heildsölur þá að hafa
snar handtök. Það verður örugg-
lega mikið af vörum leyst úr tolli
á fimmtudag og föstudag.
- sos
Seðla-
bank-
inn
lekur
— unnið
að viðgerð
Þegar slagveðrið gekk yfir landið
á dögunum kom í ljós að nýbygging
Seðlabankans lekur. Nú er unnið að
því að komast fyrir lekann. Lekinn
kom með súlum og skágluggum.
Tveir menn frá v-þýska fyrirtækinu
Glos, sem sáu um uppsetningu í
Seðlabankahúsinu, eru komnir til
landsins til að kanna gallann og sjá
um að það sem úr lagi fór verði lag-
fært. Hér á myndinni má sjá vinnu-
palla sem hafa verið settir upp við
Seðlabankahúsið.
- sos
DV-mynd GVA
Stjórnarf rumvarp um íslenskar áhaf nir
á erlendum leiguskipum:
Gætibjargað
Hafskipsáhöfnunum
Hugsanlegt er að flestir skipsmenn,
sem störfuðu hjá Hafskip, fái atvinnu
aftur innan skamms. Á Alþingi ligg-
ur nú fyrir stjórnarfrumvarp sem
gerir ráð fyrir því að allar áhafnir
erlendra leiguskipa verði íslenskar.
Frumvarpið fjallar um skráningu
skipa. Þar er ákvæði um að erlend
leiguskip skuli vera skráð hér á landi
og uppfylli ákvæði um íslensk lög
og reglur um eftirlit. Einnig er
ákvæði um að áhafnir þessara skipa
skuli vera íslenskar. Samkvæmt
heimildum DV hefur verið rætt um
það í þingflokki Sjálfstæðisflokksins
að afgreiðslu þessa frumvarps verði
flýtt - m.a. til þess að tryggja áhöfn-
um skipa Hafskips áframhaldandi
atvinnu. Þessa stundina er Eimskip
með á leigu nokkur skip sem hafa
erlendar skipshafnir.
Stjórn Starfsmannafélags Hafskips
hefur skorað á þingmenn að skipa
rannsóknamefnd til að kanna hvort
sala eigna Hafskips til Eimskips sé
hagkvæmasta leiðin fyrir Útvegs-
bankann og ríkissjóð. Þá fer starfs-
mannafélagið fram á að ekki verði
gengið frá samningum um sölu á
eigum Hafskips fyrr en þessi nefnd
hefur skilað niðurstöðum. - APH
Tíðindalítil helgi
hjá lögreglunni
Nálægð jólanna virðist vera farin
að setja svip sinn á skemmtanalíf
manna. Víðast á landinu var þetta
ákaflega róleg helgi og lítið að gera
hjá lögreglunni. Þó var töluverð
ölvun víðast hvar en að öðru leyti
ákaflega friðsamt yfir mönnum. Ekki
ber mikið á ölvunarakstri þrátt fyrir
að jólaglögg sé nú vinsæll siður á
vinnustöðum. . SMJ
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Kennarar splundra BSRB
Þá eru kennarar loksins búnir
að gera það löglega upp við sig
að þeir skuli ganga úr BSRB.
Forsvarsmenn kennara segja
þetta styrk fyrir kennarasam-
tökin en Kristján Thorlacius er
ekki á sama máli, enda ekki
nema von þar sem BSRB hefur
nú skroppið ansi mikið saman
eftir að samtök á fjórða þúsund
manns hafa ákveðið að gefa
bandalaginu langt nef. En kenn-
arar hafa ekki verkfallsrétt eftir
að þeir standa á eigin fótum.
Eflaust stendur þó ekki á því að
þeir fái þennan eftirsótta rétt
því kennarar eru að undirbúa
haiða sókn í launamálum gegn
linkulegu rikisvaldi þar sem
er.ginn virðist hafa bein í nef-
imt.
K,n kennarar hafa nú þegar
komið ár sinni vel fyrir borð á
mörgum sviðum. Til dæmis eiga
þeir fleiri frídaga en aðrar stétt-
ir þessa mánuði sem þeir hafa
eirthverja vinnuskyldu. Gang
ofan í gang eru börn látin vera
heima heilan eða hálfan dag svo
kennarar geti haldið fundi eins
og það er kallað. Mætti ætla að
kennarar í sama skóla forðuð-
ust að ræða starfið nema á
skipulögðum fundum þegar
börnin væru víðs fjarri.
Sverrir menntamála mun
sjálfsagt lýsa yfir stuðningi við
kjarabaráttu kennara því það
er Þorsteinn sem verður að
borga. Sverrir hefur raunar haft
hægt um sig síðan hann tók við
menntamálunrtn. Hins vegar
sýndi hann mik ! klókindi þegar
hann efndi til ráðstefnunnar um
íslenska tungu. Þar mættu
hundruð manna og kvenna til
að lofsyngja tunguna og brýna
hvert annað í að standa vörð
um hana. Gleymd var óánægja
kennara, gleymt var að ekki
hefur enn tekist að framkvæma
öll ákvæði grunnskólalaganna
og gleymdir voru gífurlegir
erflðleikar sumra sérskólanna.
Menntamálaráðherra var hyllt-
ur fyrir ráðstefnuframtak sitt
af sama trúarhita og lúterskir
íslendingar hylla páfa gefist
þeim kostur á að lúta hans heil-
agleika í audiens í Róm.
Sumir urðu meira að segja svo
uppnumdir að þeir héldu að
einhver stefnubreyting hefði
orðið í menntamálunum og nú
ætti að fara að taka til hendi svo
um munaði. Þannig buðu nem-
endur Hótel- og veitingaskóla
Islands ráðherra til kvöldverðar
svo þeir mættu kynna honum
hina bágu aðstöðu sem skólinn
býr við. En þeir vildu líka sýna
að þeir kynnu eitthvað fyrir sér
í faginu, útbjuggu því sexrétta
veislu sem Sverrir mætti í, að
vísu klukkutíma of seint. Var
nú tekið til við átið og sást að
ráðherra líkaði vel það sem á
borð var borið. Sátu menn lengi
að snæðingi og ræddu landsins
gagn og nauðsynjar. Að lokum
var þó staðið upp frá borðum
og ráðherra leiddur um húsa-
kynni skólans. Bent var á að
þrengslin væru gífurleg og því
þyrftu nemendur að geyma yfir-
hafnir sínar á klósettinu. Fleira
var tínt til ef það mætti vekja
áhuga ráðherra á að ýta á eftir
fyrirhugaðri nýbyggingu sem á
að rísa í Kópavoginum. En brátt
kom í ljós að nemendur höfðu
ekki haldið rétt á spilunum.
Þegar ráðherrann sá allan
þennan glæsilega veislumat á
borðum og fann hvað bragðið
var unaðslegt þótti honum ótrú-
legt að vinnuaðstaða í skólan-
um væri jafnslæm og menn
vildu vera láta. Mettur og glað-
ur skoðaði hann regnfrakka
nemenda á klósettum án þess
að sjá að nokkuð væri athuga-
vert við málið. Og nú naga til-
vonandi kokkar og þjónar sig í
handarbökin yfir þeirri
heimsku sinni að hafa ekki látið
ráðherra fá viðbrenndan og
óætan mat í boðinu og lýsa því
jafnframt yfir að ekki væri hægt
að gera betur nema í öðru og
stærra húsnæði. Þá hefði hann
spýtt út úr sér kolsvartri stei-
kinni, frussað út kekkjóttri
sósunni, staðið upp og hrópað
af myndugleik: Hingað og ekki
lengra. Nú byggjum við nýjan
skóla. En ekkert af þessu skeði
og kunnugir segja að allar fram-
kvæmdir í skólamálum verði að
biða þar til þjóðarbókhlaðan
klárist. Þar eigi nefnilega að
varðveita tunguna.
Dagfari.