Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Side 13
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
13
Af „bárujárnshúsi við Bergþórugötu“
Davíð borgarstjóri Oddsson er
maður listfengur, sem og nafni
hans, hörpuleikarinn og ísraels-
konungurinn, var. Annar listelskur
leiðtogi var fiðlarinn Neró keisari
sem brenndi borg sína. Slíkt mun
þó aldrei henda okkar Davíð sem
lætur sér alfarið nægja niðurrif
gamalla húsa.
Borgarstjórinn hefur nýlega
opnað ljóðaveitur sínar og leitt
bragarstrauma inn á flest heimili í
landinu. Kveður hann að mínu
mati mjög lofsamlega um æskuástir
við Kvos og Reykjavíkurtjörn. Með
þessu skipar Davíð sér á bekk með
Steingrími forsætisráðherra sem
nýlega beraði fyrir alþjóð hag-
mælsku sína í morgunþætti ríkis-
útvarpsins. Steingrímur komst með
því í hóp þekktra þjóðarleiðtoga
sem líka voru skáld, nægir þar að
nefna þau Leopold Senghor,
Margréti Þórhildi Danadrottningu
og Mao Tse Tung.
Ur Kvosinni berst sögusviðið í
kvæði borgarstjórans upp á Berg-
þórugötuna, nánar tiltekið í ónefnt
bárujárnshús. Við þetta þrengist
mjög hringurinn, eins og sagt er í
leynilögreglusögunum, því aðeins
voru til, á bítlaárum Davíðs Odds-
sonar, tvö bárujárnshús á allri
Bergþórugötunni.
Þó Ijótt sé frá því að segja hefur
borgarstjórinn nú, þegar þetta er
ritað, látið rífa annað þessara húsa,
húsið sem stóð við Bergþórugötu
nr. 18. Hitt húsið, nr. 20, biður
niðurrifs.
Fyrstu félagslegu ibúðabygg-
ingará íslandi
Svo vill til að upphaf félagslegra
íbúðabygginga hérlendis má rekja
til umræddra „bárujárnshúsa við
Bergþórugötu“ þar sem niðurrifs-
JÓN RÚNAR
SVEINSSON,
FORMAÐUR BÚSETA,
REYKJAVÍK.
hramm borgarstjóraembættisins
nú, á því herrans ári 1985, ber
niður. Þetta frumátak um félags-
legar íbúðabyggingar byggði á
sömu hugmyndum og þeim sem
liggja til grundvallar baráttunni
fyrir byggingu svonefhdra búsetu-
réttaríbúða og sumir samflókks-
menn borgarstjórans hafa barist
gegn af dæmafáum ákafa.
Upphaf félagslegra íbúðabygg-
inga er nefnilega óhrekjanlega að
finna á Bergþórugötunni og hjá
fyrsta húsnæðissamvinnufélagi
sem stofnað var á Islandi, þann 15.
júní árið 1919, nánar tiltekið í
Bárubúð, fundarstað verkamanna
á upphafsárum verkalýðsbarát-
tunnar. Félag þetta hét Bygging-
arfélag Reykjavíkur.Fyrsti for-
maður þessa félags var Jón Bald-
vinsson, þá formaður Alþýðu-
flokksins og forseti ASÍ.
Einn af fyrstu frumkvöðlum
verkalýðshreyfingarinnar á íslandi
var Pétur G. Guðmundsson. Pétur
var sá maður sem ötullegast vann
að stofnun Byggingarfélags
Reykjavíkur, fyrsta húsnæðis-
samvinnufélagsins á íslandi- .
Sem dæmi um það hve hugmyndir
þessara fyrstu baráttumanna fyrir
réttlæti í húsnæðismálum hér á
landi féllu saman við hugmyndir
Búsetahreyfingarinnar í dag vil ég
vitna til bæklings sem Pétur G.
Guðmundsson þýddi úr norsku.
Bæklingur þessi er fyrsta rit á ís-
lensku sem sérstaklega fjallar um
húsnæðismál.
Grunnhugmynd húsnæðissam-
vinnunnar er þannig lýst í bækl-
ingnum:
Onnur tveggja leiða, er stofna
skal byggingarfélag með sam-
vinnusniði, er sú að mynda
„lokað“ félag, þar sem nokkrir
menn slá sér saman um að
byggja ákveðna tölu húsa fyrir
sjálfa sig. Að því búnu er félag-
inu slitið og húsin verða ein-
stakra manna eign - en það
verður í mörgum tilvikum til
þess að húsin lenda í „braski",
einkum í bæjum sem eru í örum
vexti og búa við húsnæðisskort.
Að því rekur fljótt og almennt,
að félagsmennirnir láta kaupa
sig út úr félagshúsunum af
öðrum sem meiri peningaráð
hafa(...).
Affarasælasta leiðin er sú, að
húsin verði ævarandi eign fé-
lagsins.
Þá verða félagsmeðlimirnir
hvort tveggja í senn: eigend-
ur og leigjendur.
Þá eru félagsmennirnir, fjöl-
skylda þeirra og heimili, örugg-
ir fyrir áleitni húsabraskara, þá
er ekki lengur hætt við að þeir
freistist til að „braska“ með
heimili sitt, þá verður heimilið
friðaður blettur, griðastaður
íyrir samandreginn hag og
hamingju.
(„Um byggingarfélög með sam-
vinnusniði", útg. Fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna, Reykjavik
1919.)
Það hefur verið eitt af höfuðatrið-
um í málflutningi Búseta að félags-
menn séu í senn eigendur og
leigjendur og að það sé lífsnauð-
_syn að íbúðir byggðar á félagsleg-
um grundvelli séu til frambúðar
í félagseign en verði ekki „ein-
stakra manna eign og lendi í
braski".
Fráhvarfið frá þessari stefnu frum-
kvöðla verkalýðshreyfingarinnar
og binding félagslegs húsnæðis á
íslandi við einkaeignina, andstætt
því sem gerðist hvarvetna í ná-
grannalöndum okkar, er að mínu
viti einhver mestu mistökin í hús-
næðismálastefnu okkar Islendinga
áþessariöld.
Björgum Bergþórugötu 20!
Síðastliðið vor ritaði ég grein sama
efnis og þessa - þar sem ég setti
einnig fram hugmynd um varð-
veislu þessara fyrstu félagslegu
íbúða á íslandi - í minna lesið blað
en DV (Borgarblaðið nr. 1/1985).
Nokkur tími leið frá því að ég
skrifaði greinina og þar til hún
birtist. Um það leyti sem það gerð-
ist átti ég leið um Bergþórugötuna
og mátti þá horfa upp á niðurrifs-
sveitir borgaryfirvalda um það bil
að ljúka við niðurrif hússins nr. 18.
Húsið að Bergþórugötu 20 stendur
þó enn óhaggað. Niðurrif þess bíð-
ur ársins 1986, afmælisárs Reykja-
víkur. Hyggst Davíð Oddsson borg-
arstjóri nú heiðra minningu þeirra
Péturs G. Guðmundssonar og Jóns
Baldvinssonar með því að tortíma
fyrsta íbúðarhúsinu sem verka-
lýðshreyfingin á íslandi hafði for-
göngu um að láta reisa, húsi sem
reykvískir verkamenn byggðu - að
mestu í sjálfboðavinnu - sumarið
1919?
Húsið að Bergþórugötu 20 lítur
ekki sérlega vel út, svo sem með-
fylgjandi mynd ber með sér. En það
gerðu heldur ekki „fúaspýtu“húsin
á Bernhöftstorfunni áður en þau
voru gerð upp. I dag eru þau
Reykjavík til sóma og prýði. Eftir
gagngerar endurbætur myndi þetta
hús gerbreyta um svip. Hús sem
þetta hefur ótvírætt sögulegt gildi
og verður að fá að standa.
1986 er ekki bara afmælisár
Reykjavíkur, það er líka afmælisár
heildarsamtaka vérkafólks á ís-
landi. Alþýðusambandið var
stofnað 1916 og verður þvi sjötugt
á næsta ári. ASÍ og Reykjavíkur-
borg ættu því að taka höndum
saman um að varðveita það hús
sem markar upphaf afskipta verka-
lýðshreyfingarinnar af húsnæðis-
málum.
“. . . og bárujárnshús við Berg-
þórugötu, þau lifna eitt og eitt,“
segir í ástaróð borgarstjórans sem
kominn er hátt á vinsældalistana.
Vonandi hverfur hann á afmælisári
Reykjavíkur frá því athæfi sínu „að
rífa þau eitt og eitt“.
- JónRúnarSveinsson.
Dýrkun hins neikvæða
Katrín Baldursdóttir, blaðamað-
ur DV, hringdi í mig 22. nóv. sl. til
að afla upplýsinga um kynfræðslu
í grunnskólum. Eg ræddi við hana
í símann næstum heila klukku-
stund og gerði mitt besta til að
fræða hana um málefnið.
Mánudaginn 2. des. gat að líta
flennistóra fyrirsögn í DV (til allrar
hamingju þó ekki á forsíðu): „Kyn-
fræðsla unglinga í molum“. Það
er alltaf ánægjulegt þegar blaða-
menn sýna fræðslumálum áhuga
og síðari helmingur greinarinnar
(fjallar um ólætin vegna bókarinn-
ar Þú og ég) finnst mér ágætlega
skrifaður. En fyrirsögnin og fyrri
helmingurinn gladdi mig ekki,
nema síður væri. Þar er svohljóð-
andi undirfyrirsögn: „Gjörsamlega
skipulagslaus kennsla“. Þar er eft-
irfarandi haft eftir mér:
„Framboð af námsefni í kyn-
fræðslu er ófullnægjandi, mennt-
un og færni kennara hefur hrak-
að. Það vantar mjög fræðslu um
félagslegar hliðar kynlífs og þá
ábyrgð sem því fylgir. Einnig
vantar leiðbeiningar fyrir kenn-
ara um hvernig beri að taka á
þessu efhi í skólunum."
Vinsað úrviðtalinu
Líklega hefur Katrínu þótt flest
af því sem ég sagði við hana í
símann of bragðdauft til að birta í
blaðinu. Ég gat nefnilega um margt
sem hefði breyst til bóta síðustu
ár, en þess sjást engin merki í
greininni sem hún skrifaði á end-
anum. Ég sagði henni t.d. frá ný-
legu námsefni sem ég tel vera gott
svo langt sem það nær. Einnig að
ég teldi kennslu í Kennaraháskól-
anum hafa batnað mikið hvað
kynfræðslu varðar. Ég gaf henni
upp númer á lögum sem kveða á
um kynfræðslu, m.a. í skólum. Ég
sagðist vita um marga kennara sem
legðu alúð við kynfræðslu.
Ég nefndi einnig ýmislegt sem á
bjátar. Margt af því kemst til skila
í grein Katrínar og er rétt eftir mér
haft, utan eitt: að menntun og
færni kennara hafi hrakað. Ég
minnist þess ekki að hafa sagt
þetta, enda hefði ég þá talað
mér þvert um hug.
Ég hringdi í Katrínu og kvartaði
yfir þessu. Hún.fullyrti að allt væri
rétt eftir mér haft, að ég hefði sagt
að margir sem kenndu væru
ekki menntaðir kennarar og að
reyndir, menntaðir kennarar
hefðu flúið starfið, ekki síst
vegna bágra launakjara. Jú,
alveg rétt, víst sagði ég það. En það
er að mínum skilningi (og trúlega
flestra annarra) allt annað en að
fullyrða að menntun og færni
kennara hafi hrakað.
Þennan misskilning hefði auð-
veldlega mátt fyrirbyggja ef Katrín
hefði leyft mér að heyra eða lesa
það sem hún hafði eftir mér. Ég bað
sérstaklega um það og hún lofaði
því í símann, en af því varð þó
ekki, því miður. Ég er gerður að
nöldursegg, hvort sem mér líkar
betur eða verr, jafnframt knúinn
til að bregðast við skrifunum é
þann neikvæða hátt sem ég er þó
að andmæla.
Dýrkun hins neikvæða
Hvernig stendur á því að blaða-
maðurinn kýs að birta einungis
neikvæð atriði úr löngu símtali
okkar? Er það til þess að geta kitl-
að taugar vansælla lesenda sem er
huggun í að sjá að það gangi víðar
illa en hjá þeim sjálfum? Til að
ógæfusamt fólk geti sér til hugar-
hægðar smjattað á fullyrðingunum
„kynfræðsla unglinga í molum“;
„gjörsamlega skipulagslaus
kennsla"; „unglingar virðast vita
lítið“; „engar reglur til um kyn-
fræðslu í skólum“; „menntun og
færni kennara hefur hrakað“
o.s.frv.? Var blaðamaðurinn e.t.v.
búinn að semja fyrirsögnina áður
en leitað var upplýsinga hjá mér?
Hvað hvetur fólk til svo ómál-
efnalegra vinnubragða? Þykja
svona vinnubrögð góð og gild vara
í blaðamannastétt? Verða menn
hátt skrifaðir blaðamenn af slíkum
verkum?
Því fer fjarri að ég haldi að þessi
meðferð Katrínar Baldursdóttur
blaðamanns á efni þessu sé eins-
dæmi meðal blaðamanna. Það hef-
ur lengi pirrað mig hvað fréttaefni
fjölmiðla er yfirmáta neikvætt og
niðurdrepandi. Getur verið að
obbinn af þessum neikvæðu frétt-
um sé búinn til á þennan hátt? Með
þvi að slá upp því neikvæða og
sleppa þvi jákvæða? Það skyldi þó
ekki vera?
Þetta er það sem selst, fólk vill
þetta, kann einhver að svara. Er
það alveg víst? Er þorri lesenda svo
vansælir vesalingar að þeir þurfi
sífellt að fá staðfest á prenti að
fleira sé rotið en sálarafkimar
þeirra sjálfra?
Þorvaldur Örn Árnason
I.ÍFFRÆDINGUR, STARFAR HJÁ
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU.
Gæti skýringin verið sú að fæstir
blaðamenn geti skrifað skemmti-
lega um það sem vel er gert, að
þeir ráði best við það neikvæða?
Kannski vegna þess að þeim líði
sjálfum svo illa innst inni?
Eru blöðin til góðs eða iils?
Svo vaknar sú spurning hvort
blöðin og blaðamenn hafi eitthvert
æðra takmark en að selja sig.
Skiptir máli hvort skrifin örvi fólk
til dáða eða dragi úr því kjark?
Hvort skrifin laði frekar fram það
góða eða það vonda í þegnunum?
Hvort þau sameini fólk til góðra
verka eða etji því saman í tilgang-
slítið þras og nöldur?
Vel á minnst, gegna blöðin ein-
hverju hlutverki varðandi kyn-
fræðslu unglinga? Hvernig er t.d.
með kynfræðslu í DV? Er hún
einhver? Er hún kannski líka í
molum á þeim bæ?
Sé það ætlunin að stuðla að
framförum þarf að meta hvort
vænlegra sé til árangurs að
benda á það sem miður fer (til
þess eru vítin að varast þau) eða
að draga sem skýrast fram í
dagsljósið það sem vel er gert.
Ég tel rétt að gera hvort tveggja
en þó mun meira af því síðar-
nefnda. Meira hrós en skammir.
Fleiri fordæmi en víti til að varast.
Hafi það verið ætlun Katrínar
að stuðla að úrbótum í kynfræðslu-
málum er það vel, en ég óttast að
árangurinn verði þveröfugur.
Þetta er nú orðinn langur pistill
af ekki stærra tilefni og e.t.v. farið
fulllangt út fyrir efnið. Þessi
reynsla mín af samskiptum við
blaðamann verður hér tilefni til að
setja fram knýjandi spurningar um
íjölmiðla og blaðamennsku. Ég
vona að Katrín virði það við mig
að taka þessi viðskipti okkar til
umfjöllunar í svo víðu samhengi.
Margt vel gert - margt ógert
Að lokum vil ég ítreka að ég tel
menntun kennara hvað kyn-
fræðslu varðar fara batnandi og
að námsefni í kynfræðslu hafi
stórbatnað sl. áratug. En þótt
miðað hafi í rétta átt eru mörg brýn
verkefni fram undan og margar
góðar hugmyndir bíða síns tíma.
Helsta fyrirstaðan er peningaleysi
alls menntakerfisins. Skórinn
kreppir nefnilega víðar en að kyn-
fræðslunni. Það vantar víðar gott
námsefni og kennsluleiðbeiningar
en í kynfræðslu.
Hvað vill fólk borga fyrir góða
skóla - og þar með talið góða
kynfræðslu? Hvað vilt þú leggja
af mörkum, lesandi góður?
Þorvaldur örn Árnason.
Athugasemd:
D V stendur við frétt sí na.
g* „...gegna blöðin einhverju hlutverki
^ varðandi kynfræðslu unglinga?
Hvernig er t.d. með kynfræðslu í DV?“