Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. Menning_________Menning Menning Menning „The (Great) American String Quartet" Tónleikar The American String Quartet á vegum Tónlistarfélagsins i Austur- bæjarbíói 11. desember. Efnisskrá: Alban Berg: Lýrisk svíta; Franz Schubert: Kvartett i G-dúr op. 161 (D-887). Þegar manni verður hugsað til þess hversu erfitt margir eiga enn með að meðtaka músík Albans Berg enn í dag á maður bágt með að skilja hvernig í ósköpunum tókst að koma henni á framfæri fyrir sextíu árum. Þá ríkti mikil efnahagskreppa í heimalandi hans, Kjarnaríki Dónárkeisaradæmisins var í rúst eftir heimsstyrjöldina miklu og verkamenn gerðu upp- reisn til að krefjast brauðs. Aðeins óráðvandir menn hafa talið sig geta merkt kreppu í tónsmíðum for- göngumanna Vínarskólans frá þessum tíma. Auðleiknir eru þeir hins vegar ekki og þykjast margir fullsæmdir af að bögglast skamm- laust í gegnum verk þeirra vel flest. Annað er svo að gefa þeirri músík líf. Það er ekki á færi annarra en músíkanta sem bæði eru vel skól- aðir og búa yfir digrum sjóði til- The American String Quartet. finninga til að moða úr í túlkun sinni. Slíkum eiginleikum búa meðlimir The American String Quartet yfir og það í ríkum mæli. Flutningur þeirra á hinni lýrísku kvartettsvítu Bergs var því meiri háttar viðburður. Svo var eftir að vita hvemig þeir færu með Schubert. Að vísu væri það ekki alveg samkvæmt kenn- ingunni að svo snjallir músíkantar brygðust á þeim vettvangi, en samt er það ekki algilt að þeir sem vel kunna til verka í nýrri músík bjóði upp á litríkan og spennandi flutn- ing á klassískum og rómantískum meisturum. Hér var samt engin þörf að kvíða slíku. Leikur þeirra í Schubert var ekki síðri - í einu orði sagt, stórkostlegur. Þar með er óþarft að fjölyrða neitt um hinar ýmsu hliðar á leik þeirra í smáat- riðum. Það þarf töluvert til að fá áheyrendalið Tónlistarfélagsins til að hrópa BRAVÓ, en hér átti það líka vissulega við. Hann nefnist American String Quartet þessi hópur, en réttnefni á honum væri The Great American String Quart- et. EM Oféti eru þetta Tónleikar Ófétanna i Norræna húsinu 9. desember. Þegar afmælisplata Jazzvakning- ar kom út hlaut skammaryrðið gamla, óféti, nýja, útvíkkaða og ögn spaugilega jazzmerkingu. Reyndar ber nú vist að skrifa djass samkvæmt reglunni, en fjandakor- nið að íslenskunni sé bráðhætt þótt menn sletti zetu. Já, sem sagt, upp úr veturnóttum hafði óféti fengið öfug formerki og var nú orðið að hróskenndu gamanyrði í djassmáli. En einmitt slíkur leikur að máli er eitt megineinkenni djass-slangurs um víða veröld og djassþenkjandi mönnum yfirleitt meðtækilegt, hvort sem leikurinn fer fram á ungversku, íslensku eða bla-bla-ísku. „Góð vísa .. Og Ófétin hafa ekki látið staðar numið að einni hljómplötu aflo- kinni. Grunaðir um að hafa æft í laumi gengu þeir til tónleika í Norræna húsinu. Meginuppistaða efnisskrárinnar voru lög af ófétis plötunni, enda skyldu menn minn- ugir heilræðisins um góðu vísuna. Það var nefnilega harla gott að heyra sömu vísuna kveðna aftur, þótt ekki væri nemá til þess að komast að því að meðhöndlun pil- tanna var fjarri því að hafa fest- í einhverjum algildum staðli við það að skrásetjast á vinyf. Nei, þessir ófétis strákar hafa þó hugmynda- flug til að þurfa ekki að éta það upp aftur óbreytt sem þeir blésu í gær. Con dondolio Svo voru líka nýir ópusar í bland, sumir þeirra ónefndir enn, enda skiptir litlu máli hvað djassinn heitir ef hann á annað borð sveifl- ar. Þarna var til dæmis magnaður gítaróður eftir Friðrik Karlsson sem hann lék á rafdrifinn gítar, en með eingirnisstrengjum og með herslum af sömu ætt og sömuleiðis hálslagi. Eyþór Gunnarsson átti líka ónefndan ópus fyrir slaghörpu og bassa, að uppbyggingu svolítið í ætt við flæðimúsík (sbr. Ljubomir Melnik), en sá var munurinn á að sveiflan fylgdi flæðinu og það gerir gæfumuninn. Athyglisverðasti nýópusinn var göngulag, grave e misterioso ma con dondolio, nefnd- ur Undir snjónum, eftir Tómas Einarsson. Stundum heyrir maður til að þóknast kröfuhörðum áhey- rendum sínum tóku piltarnir Stríðsdansinn af ófétis plötunni til framlengingar efnisskránni. Óféti eru þetta, að spila svona vel þenn- an djass. -EM Ófétin. lög sem hitta mann beint í hjarta- stað og þetta var eitt þeirra. Svo Tónlisí EYJÓLFUR MELSTEÐ Islensk hljómsveitartónlist íslensk hljómsveitartónlist - hljómplata gefin út af íslenskri tón- verkamiðstöð I samvinnu við Rikisút- varpið. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimenn: Ástvaldur Kristinsson og Runólfur Þorláksson. Kápa og meðfylgjandi bæklingur: Erling- ur Páll Ingvarsson. Prentun kápu og plötumiða: Offizin Paul Hartung. Skurður og pressun: Teldec Hamburg. Gefin út með stuðningi menntamála- ráðuneytls og Tónskáldasjóðs Rikisút- varpsins. ITM 5-01 íslensk tónverkamiðstöð hefur lagt í þ?A -.tórvirki að gefa út röð fjögurra hljomplatna með íslenskri tónlist. Sú fyr 'i þeirra inniheldur íslenska hlji :: sveitartónlist. Er á henni að finr,. óbókonsert Leifs Þórarinsson- ar, Klarínettukonsert Johns Speight og Choralis eftir Jón Nordal. Öll hafa verkin verið leikin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands. „Gentleman-blásari“ í Óbókonsert Leifs leikur Kristján Þ. Stephensen einleikinn, enda er hann saminn handa honum. Línan sem Leifur leggur einleikaranum Einar Jóhannesson klarinettu- leikari - „ein tylft gripa við samatóninn“. hæfir líka í einu og öllu slíkum „gentleman-blásara“ sem Kristján er. Það er Páll Pampichler Pálsson sem stjómar flutningi Óbókonserts- ins á plötunni. Sá flutningur er heil- steyptur og markviss, enda Páll sá stjómandi sem ötulast hefur unnið að flutningi nýrra íslenskra verka með hljómsveitinni okkar. Söngvísir fuglar Klarínettukonsertinum og Choral- is stjórnar Jean-Pierre Jacquillat en einleikari á klarínettu er Einar Jóhannesson. Yfirskrift konsertsins er „Melodious Birds Sing Madri- gals“. Eins og segir í vönduðum og skilmerkilegum bæklingi með plöt- unni, sem Jón Þórarinsson ritar: „Hann er saminn að ósk Einars Jóhannessonar klarínettuleikara. Einar bað um „tæknilega erfitt verk“ og fékk það sem hann óskaði. Tækni- legu erfiðleikanna verður samt lítt vart í leik Einars Jóhannessonar. Mér er enn minnisstætt frá tónleik- unum þegar konsertinn var frum- fluttur og enn jafnlítt skiljanlegt hvernig hann gat notað eina tylft gripa við einn og sama tóninn. Erfið- leikana greinir aðeins þjálfað eyra sérfræðingsins við hlustun plötunn- ar, en eftir stendur hve áheyrileg músíkin er og í alla staði vel spiluð. Fyrst eða síðast Choralis pantaði Rostroprovich fyrir Scandinavia Today. Óþarft er að endurtaka fyrra lof um verkið annað en það að á plötunni er það vel spilað. Hins vegar finnst mér það ekki rétt staðsett. Með allri virðingu fyrir konsertinum átti Choralis að vera fremst á fyrri síðu. Ég hygg að ýmsum erlendum mönnum, músíköl- skum en ókunnugum íslenskri tón- list, finnist sú uppröðun torskilin hlusti þeir á plötuna. Það leiðir aftur hugann að því eina sem er verulega áfátt við útgáfu þessa, sem er að hún skuli ekki líka koma á snældu. Enginn gæti vænst þess að hún kæmi á snúð (compact disc), en svo vönduð er útgáfa þessi í alla staði, bæði leik- ur, tæknivinna öll og útgáfustjóm að vart getur betri kynningu á stöðu tónlistarinnar á íslandi. En því hef ég orð á þessu að í starfi leiðsögu- manns erlendra ferðamanna hef ég orðið var við áþreifanlegan skort á útgáfu góðrar íslenskrar tónlistar á snældum. Plötu veigrar ferðalangur- inn sér við að reiða í pússi sínu en snælduna ekki og reynslan hefur kennt mönnum að þar sem vandað er til verka eru menn jafnvel settir með hvort heldur sem er. EM Jóhannes úr Kötlum. Sóleyjar- kvæði og spjótalög Tónleikar Háskólakórsins i Félagsstofn- un stúdenta 10. desember. Stjórnandi: Árni Harðarson. Ljóðalestur: Guðmundur Ólafsson og Þorsteinn frá Hamri. Efnisskrá: Pétur Pálsson: Sóleyjarkvæði; Jónas Tómasson: Cantata V; Árni Harð- arson: Spjótalög. Það var fyrir réttu ári að Há- skólakórinn flutti Sóleyjarkvæði í uppsetningu og með lestri Guð- mundar Ólafssonar í nýrri útsetn- ingu stjómanda kórsins, Árna Harðarsonar. Nú er sá flutningur kominn út á hljómplötu á vegum Máls og menningar. Leikrænn þáttur flutningsins kemst að sjálf- sögðu ekki fyrir á plötu og hlustun plötunnar hrærir ekki nándar nærri eins rækilega upp í huga manns og lifandi flutningurinn gerði. Þó verður ekki við vinnslu plötunnar eða frágang sakast, sem er hinn smekklegasti. Samt er blærinn á plötunni ekta og varð- veitir hughrif lifandi flutnings bet- ur en ótal margt annað sem á plöt- ur er sett um þessar mundir. Kannski er manni bara svo ríkt í minni hve vel heppnaður flutning- urinn var fyrir ári að öll vélræn skrásetning hljóti að blikna í sam- anburði við hann. Ekki verður i flækjum mælt í tilefni af útgáfu plötunnar hóf Háskólakórinn söng sinn á brotum úr Sóleyjarkvæði. Þar var stiklað á stóru og að því loknu drógu menn fram spjót. Cantata nr. fimm eftir Jónas Tómasson er samin við ljóð úr bók Þorsteins frá Hamri, Spjóta- ■ lög á spegil. Áður en söngurinn hófst las Guðmundur Ólafsson nokkur ljóð eftir Þorstein, einnig þau sem sungin voru. Víst las leik- arinn skýrt og skilmerkilega - meira að segja af andríki og skemmtilega. Þó bliknaði hans ágæti lestur við hlið lesturs skálds- ins sjálfs, því músíkin var svo miklu ríkari í lestri skáldsins. Það er af Cantötu Jónasar að segja að þar gildir formið knappt og allt til einföldunar. Styrkleiki áhrifa verður hins vegar ekki mældur í flækjum forms né fjölda nótna og hér kvað kórinn einfaldan sönginn af miklum styrk. Að finna músíkina í Ijóðinu Ekki lauk þar með spjótalögum, því lög Árna Harðarsonar voru kveðin við ljóð úr sömu bók. Þau eru lifandi, hugmyndarík og sýna að Árni hefur ekki aðeins náð góðum tökum á stjóm Háskóla- kórsins heldur kann hann líka að nota hann sem tjáningarmiðil fyrir það sem andinn blæs honum i brjóst. Síðast en ekki síst - þar kom að því að tónhagir menn fyndu músíkina í ljóðum Þorsteins frá Hamri. EM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.