Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Page 25
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. 25 íþróttir íþróttir íþróttir ★ Frábæráranguríslenskasundfólksins á EM íHollandi. Eðvarð setti 5 íslandsmet, Magnús 2 og Ragnheiður 1 „Við erum öll mjög ánægð með þennan árangur. Þetta kemur á sérstaklega góðum tima þar sem sundfólkið er ekki komið í ■ toppæfingu. Það stefna flestir að því að vera á toppnum i ágúst á næsta ári,“ sagði Friðrik Ólafsson sundþjálfari i samtali við DV í gærkvöldi en hann þjálfar Eðvarð Þór Eðvarðsson sund- mann sem ásamt þeim Magnúsi Ólafssyni og Ragnheiði Runólfs- dóttur náði stórgóðum árangri á Evrópumeistaramótinu i sundi sem fram fór í Hollandi um helgina. Samtals settu þremenning- arnir átta íslandsmet og árangurinn er mjög góður og fram- farirnar gífurlegar. Eðvarð setti fimm íslandsmet. Hann synti 200 metra baksund á 2:02,23 mín. Þessi timi tryggði honum sæti í úrslitasundinu og þar hafnaði hann í 5. sæti á 2:03,28 mín. en í undanúrslitunum varð hann fjórði. Árangur Eðvarðs var enn glæsilegri í 100 metra baksundinu. I undan- rásunum synti hann á 57,16 sek. og setti um leið íslandsmet í 50 metra skriðsundi þegar hann fékk millitím- ann 27,49 sek. Síðar um daginn bætti Eðvarð bæði þessi met. Þá synti hann 100 metrana á 57,07 sek. og 50 metrana á 27,46 sek. Eðvarð varð í 5. sæti í báðum sundunum. Þess má Eðvarð Þór Eðvarðsson sundmaður stóð sig með miklum sóma á EM í •»^“shndi um helgina ásamt þeim Magnúsi ^ÓIhfssyni og Ragnheiði Runólfsdóttur. Eðvarð setti 5 íslandsmet. geta að Austur- Þjóðverji, sem sigr- aði í þessu sundi, setti nýtt heimsmet en hann synti á 54,20 sek. Á þessu sést hversu árangur Eðvarðs er glæsilegur. Magnús Ólafsson náði einnig mjög góðum árangri á mótinu í Hollandi og setti tvö íslandsmet. Magnús synti 200 metra skriðsund á 1:53,18 sek. en eldra metið var 1:57,10 þannig að Magnús gerði sér lítið fyrir og bætti íslandsmetið um tæpar fjórar sekúndur. Magnús synti síðan 100 metra skriðsund á 52,28 sek. sem einnig er íslandsmet. Ragnheiður Runólfsdóttir setti einnig íslandsmet. Hún synti 100 metra bringusund á 1:14,19 mín. en eldra metið var í eigu Guðrúnar Femu Ágústsdóttur og var það 1:14,'4o mín. r"Vömínvar"! ! mjöggóð” | ■ — sagði Páll Ólafsson j ! sem lék sinn 100. landsleik j „ Mjög sterkur varnarleik- I I ur okkar í fyrri hálfleik og I I frábær markvarsla allan * I leikinn réðu úrslitum í gær- I ■ kvöldi,“ sagði Páll Ólafsson, I sem lék sinn 100. landsleik i ■ 1 gærkvöldi, eftir landsleikinn I | gegn Spánveijum. * „ Okkur tókst líka að ná | ■ betri hraðaupphlaupum en i . I fyrri leiknum, sérstaklega í | ■ fyrri hálfleiknum. Það er ■■ ■ sérstaklega erfitt að leika I móti Spánverjunum, þeir | * leikamjöggóðanvarnarleik. ■ I Það er mjög erfitt að sækja | - á þá. Þeir leika flata vörn og I | koma lítið út á móti,“ sagði * ■ Páll hress og kátur eftir leik- I I inn í gærkvöldi og vildi að * I lokum hvetja alla lands- I ■ menn til að kaupa hljómplöt- I | una með landsliðinu sem ■ | nýkominerút. -SK. | landsleik fyrir ísland í gær- I kvöldi. Hér slappar hann af ! eftir leikinn. DV-mynd G. Bender j Ramano Diaz, þjálfari Spánverja, mátti vart mæla að leikslokum í gærkvöldi vegna óánægju með dómarana en róaðist þó fljótlega. í opnunni í dag er mynd af því þegar annar dómarinn sýndi Ramano rauða spjaldið auk frásagnar af landsleiknum. Hér ræðrir Ramano við þá Guðjón Guðmundsson og Bogdan Kowalczyk eftir leikinn í gærkvöldi. DV-mynd G. Bender. „Dómaramir gerðu ekki út um leikinn” - sagði Ramano Diaz, þ jálfari Spánverja „Vissulega gerðu dómararnir mistök í þessum leik en ég held ekki að mistök þeirra hafi gert út um þennan leik. Það sem gerði það að verkum fyrst og fremst að við töpuðum þessum leik voru fjölmörg tæknileg mistök sem leikmenn mínir gerðu í leiknum,“ sagði Ra- mano Diaz, þjálfari spánska landsliðsins í handknattleik, í samtali við DV eftir landsleik- inn í Kópavogi í gæi'kvöldi. „Leikir okkar gegn íslandi að þessu sinni voru nokkuð svipaðir og þegar á heildina er litið voru þeir nokkuð jafhir. Leikmenn ís- lenska liðsins eru mjög jafnir. Ég held að markverðirnir hafi verið bestu menn íslenska liðsins í leikj- unum.“ Hver er að þínu mati helsti veikleiki íslenska landsliðsins? „Það fer ekkert á milli mála að hornamennirnir veikja liðið tal- svert. íslenska liðið þarf þess vegna að sækja mjög mikið upp miðjuna og það getur oft verið erfitt,“ sagði Ramano Diaz. -SK. Einar f rá í 6 vikur? — Einar Þorvarðarson meiddist fyrir leikinn gegn Spáni og liðbönd hugsanlega slitin „Það er mjög slæmt að lenda í þessu núna. Eg veit ekki hvort liðböndin eru slitin. Ég er að gera inér vonir um að svo sé ekki. Ef þetta er slitið þá verð ég frá æfing- um og keppni í sex vikur. Ef þetta er ekki slitið ætla ég að reyna að byrja að æfa aftur eftir eina viku,“ sagði Einar Þorvarðarson landsliðsmarkvörður í samtali við D V í gærkvöldi en þá var hann nýkominn af slysavarðstofunni þar sem meiðsli hans voru rann- sökuð. Einar meiddist í upphitun fyrir landsleikinn gegn Spánverj- um. Síðar i vikunni kemur í ljós hvers eðlis meiðslin eru. „ Ég var að byrja að hita upp og var að verja fyrsta skotið þegar ég var svo einstaklega óheppinn að stíga ofan á boltann þannig að fótur- inn bögglaðist undir mér. Auðvitað er þetta ákaflega svekkjandi. Ég hef aldrei meiðst áður í íþróttum og svo þarf þetta endilega að koma fyrir núna á þessum tíma þegar strangar æfingar eru framundan sem ég má ekki missa af. En það þýðir ekki að láta þetta svekkja sig of mikið heldur vona þ'að besta. -SK. Einar Þorvarðarson liggur hér á gólfinu í Digranesi í gærkvöldi rétt áður en landsleikurinn hófst. Búið er að setja kælingu á meiðslin og vonandi reynist þetta ekki alvarlegt. DV-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.