Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Page 28
28 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir Ótrúlega léttur sigur — sá fyrsti í tæp 10 ár — Góður vamarleikur íslenska liðsins í f yrri hálfleik, f rábær markvarsla og mikil barátta lögðu grunninn að sætum sigri gegn Spánver jum. Kristján Sigmundsson átti stjörnuleik í markinu er Einar meiddist ,,Ég er eftir atvikum ánægöur með þessa leiki gegn Spánverjum. Þeir eru með mjög sterkt lið og við erum mjög þreyttir eftir leik- ina gegn Þjóðverjum og mjög strangar æfingar. En okkur tókst þokkalega upp í kvöld og við náðum að stöðva Cecilio Alonso sem er besti maður Spánverja,“ sagði Sigurður Gunnarsson í gærkvöldi eftir að íslenska lands- liðið í handknattleik hafði sigrað það spánska í landsleik í Digra- nesi í Kópavogi með 19 mörkum gegn 17. Staðan í leikhléi var 10-5 Islandi í vU. Þetta er fyrsti sigur hjá íslensku landsliði gegn Spáni í tæp tíu ár og því með aíhrigðum kærkominn. Það hefði raunar verið slakt að sigra ekki spánska liðið í öðrum leik þjóðanna að minnsta kosti. Lið Spánverja er ekki sterkt þegar á heildina er Iitið, ekki ennþá allavega. Spán- verjar eru að hefja undirbúning sinn fyrir HM í Sviss og við skul- um bara vona að liðið eigi ekki eftir að verða betra í framtíðinni. Áfall fyrir leikinn I upphitun fyrir leikinn meiddist Einar Þorvarðarson á ökia og gat ekki leikið með í gærkvöldi (sjá frétt annars staðar í blaðinu). Auk þess vantaði þá Atla Hilmarsson, Kristj- án Arason og Alfreð Gíslason í ís- lenska liðið i gærkvöldi. Þessi uppt- alning gerir sigurinn enn glæsilegri. Það kom vel í ljós í gærkvöldi að maður kemur í manns stað. Kristján Sigmundsson lék allan leikinn í markinu og varði stórkostlega nær allan leikinn. Alls 19 skot, þar af eitt vítakast. Ellert Vigfússon, sem kall- aður var í leikinn á síðustu stundu, reyndi tvisvar að verja vítakast í leiknum og tókst það í annað skiptið. Ef farið er á hundavaði yfir gang leiksins, en síðari hálfleikur hans var sýndur í beinni útsendingu sjón- varpsins í gærkvöldi, þá byrjaði leik- urinn ekki gæfulega því strax á fyrstu mínútunum varði spánski markvörðurinn vítakast frá Páli Ólafssyni. Og stuttu síðar náðu Spánverjamir forustunni með fyrsta marki leiksins og var það í fyrsta og eina skiptið sem þeir höfðu forustuna í leiknum. Guðmundur Guðmunds- son og Steinar Birgisson komu ís- lenska liðinu yfir og þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður var staðan orðin 8-3 Islandi í hag. Hvort lið skoraði síðan tvö mörk íyrir leikhlé og staðan 10-5 í hálfleik. Fimm marka munurinn hélst þar til að staðan var 13-8 en þá náðu Spán- verjar að skora þrjú mörk í röð og breyta stöðunni í 13-11 þegar rúmar tíu mínútur voru af síðari hálfleik. Þorgw.- Óttar og Páll skoruðu síðan sitt mrkið hvor og til loka leiksins var s'igur íslenska liðsins öruggur og Spár i- rjamir komust aldrei nær okku' entvömörk. Betra en allir bjuggust við Leifcur íslenska landsliðsins í gær- kvöldi var betri en flestir ef ekki allir bjuggust við. Allir leikmenn íslenska liðsins eiga hrós skilið fyrir hetju- lega baráttu og mikinn sigurvilja. Það var aldrei neinn bilbug að finna á strákunum þrátt fyrir að sterk nöfn á pappírnum vantaði í hópinn. Það er greinilegt að landslið okkar á að geta gert mjög góða hluti í Sviss og engum er betur treystandi til að undirbúa landslið okkar fyrir þá keppni en Bogdan Kovalczyk. Þar fer maður sem veit hvað hann er að gera og varla á færi nokkurs manns hér á landi að gagnrýna þennan snjalla þjálfara. Frábær árangur íslenska landsliðsins undir stjórn Bogdans hrekur alla slíka gagnrýni. Sigur islenska landsliðsins í gærkvöldi er ekki síst sigur fyrir Bogdan og þegar slíkur snillingur er á meðal hand- knattleiksmanna okkar á það að vera mál númer aJö að gera þessum manni eins auðvelt fyrir í sínu starfi sem kostur er. Allir leikmenn íslenska landsliðs- ins áttu góðan leik í gærkvöldi en þó hafa margir þeirra leikið betur um dagana. Greinilegt var að mikil þreyta situr i leikmönnum eftir strangar æfmgar og leiki. Sóknar- leikurinn var lakari hluti íslenska liðsins í gærkvöldi og ekki auðvelt fyrir íslensku sóknarleikmennina að sækja að snarbrattri hávörn Spán- verjanna. Nánast öruggt að þeir eru með eitt hávaxnasta landslið í heimi og gífurlega mikilvægt að hafa á að skipa snjöllum homamönnum gegn liði þeirra. f leikjunum gegn Þjóð- verjum og svo nú gegn Spánverjum hafa íslensku hornamennirnir lítið sýnt og þeir verða að taka sig á. Sérstaklega Bjarni Guðmundsson sem verið hefur mjög slakur í síðustu leikjum, bæði í vörn og sókn. Guð- mundur Víkingur stendur yfirleitt alltaf fyrir sínu. I raun verður það „Ekki hægt annað en aðvera ánægðuK —sagóiJón Hjaltalín, form. HSÍ I „Ég get ekki annað en verið mjög ánægður með I árangur íslenska Iiðsins hér Ií kvöld. Það var virkilega ánægjulegt að sjá þann mikla baráttuanda sem var Ifyrir hendi hjá íslensku strákunum í þessum leik ■ þrátt fyrir þá miklu þreytu ! sem fyrir hendi er í liðinu,“ I sagði Jón Hjaltalin Magnús- Ison, formaður HSÍ, eftir leik- inn gegn Spáni í gærkvöldi. „Mér fannst Kristján Sig- mundsson áberandi góður í I þessum leik. Annars var ég * svolítiðhissaáBogdanþjálfara I í sambandi við skiptingarnar. IÉg hefði gefið Agli Jchannes- ■ syni tækifæri á að spreyta sig I í stöðu Kristjáns Arasonar. I Hann spilar þessa stöðu hjá ■ I Fram og hefur staðið sig mjög I ■ vel undanfaríð. En ég vona bara I að þetta gangi vel í framtíðinni | I" og landsliðsmenn sleppi við ■ meiðsli," sagði Jón Hjaltalín. | ________________._2-j I I I I I » I I I I i I I I I I I I I I I að teljast nokkuð skrítið hversu mikið Bjarni hefur verið látinn leika upp á síðkastið. Vonandi að þessi snjalli leikmaður taki sig á og það á hann örugglega eftir að gera. Kristján maður leiksins Kristján Sigmundsson markvörður var bestur íslensku leikmannanna í gærkvöldi. Hann varði eins og ber- serkur og oft eftir að Spánverjar höfðu verið í dauðafærum. Þá komst söngvarinn Þorgils Óttar Mathiesen vel frá leiknum og sömu sögu má segja um þá Pál Ólafsson, Sigurð Gunnarsson og Guðmund Guð- mundsson. Annars átti svo til allt liðið góða leik. Spánska liðið leikur mjög sterkan varnarleik en leiðinlegan sóknar- leik. Leikmenn liðsins eru mjög hávaxnir og seinir og þurfa gríðar- lega þjálfun eigi þeir að geta gert eitthvað af viti í framtíðinni. Mark- vörður þeirra, Miguel, var langbest- ur í spænska liðinu í gærkvöldi og varði hann fjöldann allan af skotum. MÖRK ÍSLANDS: Sigurður Gunn- arsson 5/3, Þorgils Óttar 5, Páll Ólafs- son 4, Guðmundur Guðmundsson 3 og Steinar Birgisson 2. Leikinn dæmdu sænskir dómarar, Krister Bromann og Kent Blademo og gerðu mörg mistök sem bitnuðu ekki síður á Spánveijum. -SK. Sænski dómarinn er enginn meðalmaður á I og hér veifar hann rauða spjaldinu að Rama: leikslok í gærkvöldi. Skondinn er svipur s] þarf sá að líta hátt upp til að sjá aðfarir þess sa „Unnum þennan leik á mjög góðum varnarleik” — sagði Þorgils Óttar Mathiesen „Það er augljóst að við unnum þennan leik á góðum varnarleik í fyrri hálfleik og mjög öguðum sóknarleik lengst af. Það er mjög gott að sigra Spánverjana þegar vantar marga fastamenn í liðið hjá okkur,“ sagði línumaðurinn Þorgils Óttar Mathiesen í samtali við DV i gærkvöldi. „Það er líka hægt að gleðjast yfir því að okkur vantaði ekki kraft í þessum leik. En við erum þreyttir og glaðir. Spánverjar eru með sterkt lið, sérstaklega er vamarleikur liðsins í háum gæðaflokki. Annars eru þeir yfirleitt þungir og þá vantar meiri léttleika. Að lokum langar mig til að skora á alla handknattleiksunn- endur og unnendur góðrar tónlistar að leggja landsliðinu lið og kaupa plötuna sem við erum nýbúnir að syngja inn á. Þetta er þrælgóð plata og lögin verða betri og betri við hverja hlustun.“ Nú ert þú talinn mjög efnilegur söngvari og margir vilja meina að þú sért betri söngvari en línu- maður. Er eitthvað til í þessu ? „Ég hef heyrt þetta líka. Þetta getur vel verið rétt. Og það getur vel verið að maður einbeiti sér að söngn- um þegar handboltaferlinum lýkur,“ sagði Þorgils Óttar og nú bíða örugg- lega margir spenntir. -SK. Þorgils Ottar Mathiesen skoraði flest mörk íslenska liðsins í gærkvöldi ásamt Sigurði Gunnarssyni eða fimm talsins. Hér er eitt í fæðingu og það er stíll yfir kappanum þar sem hann svífur inn í teiginn og skorar. DV-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.