Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Qupperneq 50
50 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. HÁRGREIÐSL ustofan clAIDA BLÖNDUHLÍÐ 35 SÍMI13068 Bjóðum allar gerðir permanenta, lagningar, strípur og nýjustu klipp- ingar, erum með 10°/o afslátt fyrir ellilífeyrisþega. Pantið tímanlega fyrirjól. v LAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjörsamkvæmt kjarasamningum: • □ Bókasafnsfræðing í 50% starf við bókasafn Heilsuverndarstöðvarinnar. □ Læknaritara í 50% starf, eftir hádegi, við Heil- sugæslustöð míðbæjar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva í síma 22400, kl. 9.00-10.00, alla virka daga. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 23. des. 1985. > SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hlnu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Vid birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjalst,ohao dagblað ER SMÁAUGLÝSINGABLADiD Menning Menning Menning Að hnýsast í sjálfan sig íslenskir elskhugar Höf. Jóhanna Sveinsdóttir Útg. Forlagið, 1985. Bók þessi hefur að geyma átján viðtöl við karlmenn á ýmsum aldri, allt frá tuttugu til sjötíu og fimm ára. Um ýmislegt er rætt, svo sem ást, vináttu, tilfinningar, hjóna- bönd, skilnaði, samkynshneigð og kynlíf. Jóhanna segir í formála bókar- innar: „Ef til vill verða þessi viðtöl ritstjórum hvatning til að gera meira að því að tala við hversdags- hetjurnar Pétur og Pál sem eru öllu einlægari en það þekkta fólk sem oftast er verið að eltast við á síðum dagblaða og vikurita, fólk sem margt hvert hefur komið sér upp skotheldri ímynd út á við, grímu sem er borin von að það feili frammi fyrir lesendum á sama hátt og viðmælendur mínir gera sér far um í þessari bók.“ Hvar byrjar einlægni? Við lestur bókarinnar hljómaði þessi ósk Jóhönnu stöðugt í hausn- um á mér „vegna þess að maður geymir svo miklu meira með sjálf- um sér, en það sem hægt er að segja eða eiga með öðrum. Eins og það sem felst í bak við sögur,“ svo vitn- að sé í Froskmann Hermanns Mássonar. Hvar byrjar einlægni manns og hvar endar hún? Getur maður, sem er ekki einlægur gagnvart sjálfum sér, verið einlægur gagnvart öðr- um? Er það ekki svo að til að standa undir okkur sjálfum, oft á tíðum, er sjálfsblekkingin nauð- synleg? Til að verjast áföllum búum við gjarnan til „skothelda ímynd“ inn á við. Því held ég að viðmælendur Jóhönnu séu, þrátt fyrir nafnleynd, ekkert einlægari en gengur og gerist í blaðaviðtölum. Átakanlegt Enda er það svo að sumir viðmæ- lendur hennar afhjúpa sjálfa sig með „einlægni sinni og hrein- skilni" eins og t.d. ungur maður sem er ekkert að eltast við kven- fólk, hleypur sko ekkert á eftir konum, nehei, sér sko engan til- gang í því að eyða tíma í svoddan nokkuð. Hann er kaldur og klár karl, segist sáttur við sína lífs- stefnu og sitt lífshlaup, ekkert sem angrar hann. Viðtalið er átakan- legt. Sumir viðmælendurnir eru sjálf- umglaðir, jafnvel montnir, aðrir ferðast á lífslyginni í leit að sann- leikanum og sjálfum sér. Sumir eru skemmtilegir, aðrir leiðinlegir eins og gengur og gerist. En þetta er einmitt stærsti kostur bókarinnar: Hver og einn fær að njóta sin í þeim sannleika, eða þeirri blekk- ingu sem hann sjálfur kýs. Þeir sem hafa átt brösótta ævi reyna að finna blóraböggul; kenna öðrum um það sem miður fer, en þakka sjálfum sér það sem hefur heppnast. Viðtalið við hommann virðist vera hvað lausast við allan yfir- drepsskap og tilgerð. Líflegur og orðheppinn Það er ekki að sjá að hann eyði lífinu í að leita að sökudólg örlaga sinna, heldur leitast hann við að lifa í sátt við sjálfan sig og annað fólk. Hann birtist manni sem aðlað- andi manneskja; hefur ekki fundið sjálfan sig og veit það. Hann leyfir þó tímanum að vinna með sér á meðan hann byggir sig upp sem venjulegur þjóðfélagsþegn. Sjötíu og fimm ára „karl“ er einhver skemmtilegasta persónan sem Jóhanna talar við. Hann er líflegur og orðheppinn og sér hlut- ina í sérkennilegu ljósi. Það viðtal hefði mátt vera miklu lengra. Maður með þetta langa ævi hlýtur að eiga miklu meira að miðla en hér kemur fram. Annar skrautlegur persónuleiki Sælir eru einfaldir Vésteinn Lúðvíksson. OKTAVÍA. Mál og menning 1985,100 bls. í þessari bók er stuttur rammi: Félagið ætlar að ráða sér fram- kvæmdastjóra, „fjarska virkur en að sama skapi umdeildur félagi að nafni Oktavía var meðal umsækj- enda“. Formaður leggur þá til að þessi umsókn fái sérstaka umfjöll- un, hver 12 stjórnarmanna rökstyðji „atkvæði sitt og afstöðu með átta stuttum sögum um hana, hinum til upplyftingar og fundar- efninu til framdráttar". Það sagna- safn verður síðan uppistaða bókar- innar, en hver sögumaður dregur stutta ályktun í lok sinnar frásagn- ar. Sú ályktun virðist mér alltaf ómerkileg og oftast út í hött miðað við undanfarnar sögur: „Fram- kvæmdastjóri Félagsins verður að hafa jákvæð áhrif; leysa fremur en flækja; að geta greint rétt frá röngu; skilja börn; vera ósigrandi: eiga sér litríka sögu. Þetta er þá kaldhæðnin miðað við undanfarn- ar sögur; til dæmis þegar áttundi maður hefur sagt frá því hvernig Oktavía stakk upp í yfirborðslegan boðara: „Oktavía skal ekki ráðin. Framkvæmdastjóri Félagsins verð- ur að vera nærgætinn." Annað háðslegt atriði sem skapar dýpt í textanum er hvernig persón- ur eru einkenndar; ævinlega með formúlum venjulegs umtals „gift- ist söngelskri ekkju úr sveit; Kona á besta aldri kvartaði undan stöð- ugri vanlíðan; atorkusamur stór- eignamaður; vammlaus banka- gjaldkeri og margra barna faðir; slyng kaupkona; sótti um starf hjá vel reknu bókaforlagi". Það sem á e.t.v. að vera sérkennandi reynist innihaldslaust: „Við Miklubraut bjó kona“. Og líklega er það mein- ingin með þessu öllu saman; að segja að einstaklingssérkennin séu á yfirborðinu, í sýnd fremur en raun. Það væri í samræmi við annað í þessari bók. Takmarkað og einhliða 96 örstuttar sögur á 94 blaðsíðum - það liggur í augum uppi að hvergi er svigrúm fyrir skáldleg tilþrif í umhverfislýsingum, fléttu atburða eða persónulýsingum. Persónurnar eru tegundareintök, sögurnar dæmasögur. Fólkið sem rekst á Oktavíu er venjulegt fólk, tak- markað og einhliða á einhvern hátt. Oktavía sýnir því fram á villu þess vegar og iðulega sér þá per- sóhan ljósið. Ekki er það nú alltaf, það yrði einum of leiðinlegt, en þótt viðmælandi Oktavíu verði stundum bara ruglaður við orð hennar eða óánægðari en áður þá ætti lesendum ævinlega að skiljast hve rangt er að halda sér í eitt hlutverk, að hugsa um „háleita hluti“ en ekki hversdagslega, að reyna að sýnast mikill í augum umhverfisins; þá er nú betra að una sér við innri styrk í kyrrð. Ég sé ekki ástæðu til að gera hér skrá yfir þau viðhorf sem svona eru boðuð; víða sér stað búddískra skoðana höfundar, einkum í því að afhjúpa mótsagnir hversdagslegrar meðalhegðunar og -hugsunar. Einnig gætir næstu frelsunar hans þar á undan, til hjálræðis kynlífs- ins, o.s.frv. Málið er að bókin er öll á kennimannlegu sviði þurra dæmisagna um réttan og rangan hugsunarhátt. Og á því sviði hlýtur Vésteinn að lenda í skugga rita sem margir lesendur þekkja: Nýja testamentisins, Hávamála og fleiri. Slík spekirit geta verið mjög skáldleg, sem ég get ekki sagt um Oktavíu: ég man hvað ég hreifst af Svo mælti Zaraþústra eftir Nietzsche og af Dhammapadda. Yfirmáta sjálfstæð og þroskuð Hér hefur verið reynt að tína til það sem kallast mætti skáldlegt í Vésteinn Lúðvíksson - „boð- skaparástríðan spillir... Bókmenntir ÖRN ÓLAFSSON Oktavíu en það virðist mér næsta lítið. Svo nefndur sé nærtækur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.