Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Síða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Sitfursfld f hátíðabúningi Hér á landi hefur sá siður frænda okkar á Norðurlöndum, að borða síld í fjölbreyttri útgáfu um jólaleytið og kalla jólasíld, breiðst út. Jólasíldin er tíð á borðum á aðventunni núorð- ið og eins um hátíðina sjálfa. Um þetta leyti árs setjum við síld- ina í hátíðabúning og köllum jóla- síld. Það góða við þetta ljúffenga hráefni er að það er hægt að tilreiða það á afar Qölbreyttan hátt. Við ís- lendingar höfum í gegnum árin hald- ið okkur við marineraða síld með soðnum kartöflum og rúgbrauði. Sú framreiðsla stendur líka alltaf fyrir sínu. En ekki sakar að auka fjöl- breytnina svolítið. Við höfum í okkar vörslu nýja framleiðslu, síld í ávaxtasósum, sem Síldarréttir hf. i Kópavogi hafa ný- lega hafið framleiðslu á. Það eru eplasíld, appelsínusíld,og banana- síld. Fyrr á árinu hóf fyrirtækið framleiðslu á síld í lauksósu, eða lauksíld, tómatsíld og karrísíld. Allar vörutegundirnar eru í nýjum, sér- staklega smekklegum umbúðum. Á umbúðunum eru myndir af ávöxtum, grænmeti og öðru góðmeti sem gott Síðan tókum við myndir af öllum afrakstrinum, bæði okkar og Síldar- rétta. Þær tala sínu máli og uppskriftin að síldarsalatinu. ABj JÓLASÍLD 3 marineruð flök af Silfursíld dálítð af lauk, ef vill 1 súrt epli 1 ananashringur úr dós örlítill ananassafi 4 matskeiðar af majónesi 4 teskeiðar af sýrðum rjóma 1 teskeið sterkt sinnep 1 teskeið karrí Síldarflökin skorin í bita. Eplið skrælt og siðan skorið í bita líka. Laukhringir úr dósinni skornir smátt ef notaðir, annars má sleppa lauknum. Ananashringur- inn skorinn smátt. Eins má líka nota ananaskurl úr dós í staðinn fyrir ananashringinn. Majónes, sýrður rjómi, sinnep og karrí hrært saman og síldarbitunum og ávöxtunum bætt út í. Síldarbakkarnir með ýmsu góðmeti auk síldarinnar. DV-myndir: KAE BASF KASSETTUR Jólapakkifrá BASF 3 stk. chrom-kassettur, C-90, og að auki ein kassetta með jólalögum. Allur pakkinn aðeins kr. 850,- HAGKAUP Skeifunni Vilberg& Þorsteinn Laugavegi 90 íMjóddinni Þá er það gjöfin fyrir sælkerana. Síldarsalat í jólakrukkunum DV-mynd:GVA er með síld. Myndirnar eiga að ýta undir hugmyndaflug hvers og eins neytanda þannig að hann neyti síld- ar á fjölbreyttari hátt en áður. Síld í ávaxtasósunum frá Síldar- réttum er í 500 g dósum og kostar milli. 70 og 80 krónur út úr búð. Á umbúðum er bent á það að með bananasíldinni, sem dæmi, sé gott að borða banana. Auk þessara nýju afurða hjá Síld- arréttum er einnig haldið áfram framleiðslu á marineraðri sfld og kryddsíld í sérrísósu. Vörumerki á öllum framleiðslutegundum fyrir- tækisins er Silfursíld. Ein nýjung hjá fyrirtækinu er síld- arbakkar. Á bakkanum, sem er t.d. góður hádegisverður, eru síldarflök, soðnar kartöflur, grænmeti, ávextir, brauð og smjör. Bakkarnir eru seldir í nokkrum verslunum og í mötuneyt- um, að sögn Egils Gr. Thorarensen, framkvæmdastjóra Síldarrétta hf. Síldarbakkinn kostar frá 105 -115 krónur í verslunum. Hjá framkvæmdastjóranum feng- um við eina uppskrift af síld í hátíða- búningi sem við getum, svona rétt fyrir jól, nefnt jólasíld. Við löguðum síldarsalat eftir upp- skriftinni og hráefnið var Silfursíld. Við sáum okkur leik á borði, fundum jólalegar krukkur undir salatið og þótti sem þarna væri komin aðventu- gjöf eða jólagjöf handa sælkerunum ífjölskyldunni. TORFÆRUHJÓL ALLT FYRIR BMX BMX-hjálmar BMX-húfur BMX-grímur BMX-treflar BMX-hanskar BMX-sokkar BMX-peysur BMX-hnéhlífar BMX-buxur BMX-púðar BMX-jakkar BMX-merki Sendum í póstkröfu. Kreditkortaþ jónusta. Varahluta- og viðgerðarþjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.