Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Page 9
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Yelena Bonner tók á móti barnabörnum sínum tveim við komuna til Boston í vikunni.Fyrir aftan stendur sonur Yelenu, Alexei Semjonov, faðir barnanna. Yelena Bonner lögð inn Yelena Bonner, eiginkona sovéska andófsmannsins Andrei Sakharovs, var í gær lögð inn á Massachusetts fylkissjúkrahúsið í Boston til víð- tækrar læknisskoðunar. Að sögn ættingja hennar þjáist Bonner enn af afleiðingum hjartáá- falls er hún fékk á síðasta ári. Læknisrannsóknin í Boston er síð- asta aðgerðin í röð skoðana og rann- sókna er Bonner hefur gengist undir á Vesturlöndum frá því sovésk yfír- völd gáfu henni ferðaleyfi í síðasta mánuði. Bonner hitti í gær að máli ríkis- stjóra Massachusetts, Michael Dur- akis, og afhenti honum að gjöf smá- sagnasafn er fjallar um eiginmann hennar, friðarverðlaunahafann Sak- harov. Bonner tók þá ákvörðun að hitta Durakis að máli þar sem hún, að eigin sögn, var mjög heilluð af góðum móttökum og gestrisni íbúa Massac- husetts. Bonner neitaði alfarið að ræða við blaðamenn eftir fundinn með ríkisstjóranum. Eitt þeirra skil- yrða er Sovétstjórnin setti fyrir brottfararleyfi Bonner var að hún talaði ekki við frétta- og blaðamenn á meðan á ferðalaginu stæði. Fram að þessu hefur Bonner haldið það loforð sitt. Dauöadómar fyrír örfá grömm af herófni Hæstiréttur Malasíu í Kuala Lumpur felldi í gær áfrýjunarbeiðni tveggja Ástralíumanna sem búið er að dæma til dauða fyrir meint smygl á heróíni. Kevin Barlow og Brian Chambers, báðir 28 ára að aldri, voru hand- teknir fyrir tveim árum i Malasíu Sirhan leitar enn eftirgiafar Sirhan Sirhan, morðingi Roberts Kennedys öldungadeildarþing- manns, verður til umræðu í mars hjá náðunarnefnd með tilliti til hugsan- legrar eftirgjafar refsivistartímans. Réttargæslumaður hans heldur því fram að fyrri umræður um eftirgjöf hafi verið gallaðar því að nefndar- menn hafi verið persónulega and- snúnir Sirhan. Sirhan, sem er Palestínuarabi (41 árs), afplánar lífstíðardóm fyrir morðið á Kennedy þegar hinn síðar- nefndi keppti að forsetaframboði í Stóri-Páll hafði misst stjómina Paul Castellano, oftast nefndur Stóri-Páll á meðal kunnugra, guð- faðir bandarísku mafíunnar, var myrtur vegna þess að áhrifamenn innan mafíunnar töldu hann ekki lengur fullkomlega við stjórnvölinn, að sögn lögreglu. „Hann hafði einfaldlega ekki tögl- in og hagldirnar lengur,“ segir John Hogan, yfirmaður bandarísku alrík- islögreglunnar í New York, í gær. „Dagleg stjórn mafíunnar var komin úr böndunum hjá honum, þeir urðu að losna við hann.“ Hinn 73 ára Castellano og bílstjóri hans voru myrtir með köldu blóði er þeir stigu út úr veitingahúsi á Manhattan í fyrradag. Morðingjarnir þrír, vopnaðir sjálf- virkum skammbyssum, komust allir undan á flótta. með 180 grömm af efninu i fórum sínum. Ef dómunum yfir tvímenningunum verður fullnægt verða Ástralirnir fyrstu Vesturlandabúarnir sem hengdir verða í landinu fyrir meint eiturlyfjamisferli eftir að ríkisstjórn Malasíu samþykkti stranga eitur- lyfjalöggjöf fyrir fjórum árum. Los Angeles 1968. Ástæðuna fyrir morðinu sagði Sirhan á sínum tíma vera þá að honum gramdist að Kennedy studdi það að Israelsmönn- um voru seldar 50 bandarískar orr- ustuþotur. Hann hefur nú setið inni í 17 ár en saksóknaraémbættið í Los Ange- les hefur lagst gegn því að hann verði látinn laus til reynslu eftir góða hegðan í fangelsinu. Því er þó haldið fram að fyrri synjanir náðunarnefnd- ar hafi ekki byggst á réttri málsmeð- ferð umsóknarinnar. $kóv?d við Oðinstorg Skóúrvalið hefur aldrei verið meira. * Eiginkonur - unnustur, er til hlýlegri jólagjöf en vönduð, loðfóðruð leðurkuldastígvél? sfejj SKÓVALveit það og býður því glæsilegustu og bestu gerðirnar frá PUFFINS og frá hinum heimsþekktu HUMANIC ásamt fleiri tegundum. tf íiU—J SKÓVAL við Öðinstorg, skóverslun fjölskyldunnar. Sími 1 #49 •55. SKÓVAL stillir verði í hóf. SKÓVAL póstsendir. SKÓVAL sérpantar. AUGLYSIR RAFDEILD: aðventuljós frá 765,- jólaseríur frá 569,- Ijós og lampar til jólagjafa, úrval af raftækjum. GJAFAVÖRUDEILD: glæsilegt úrval af nýjum vörum til jólagjafa. RITFANGADEILD: jólaskraut í úrvali. Jón Loftsson hf. A A A A A coa CJ QU'li lj JUUOO • Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.