Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Qupperneq 10
10 DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. Utlönd UUönd Utlönd Utlönd Neytendafrömuðurinn Nader færir út kvíamar Neytendafrömuðurinn banda- ríski, Ralph Nader, braust fram í sviðsljósið fyrir tuttugu órum með bók um hættulega hönnunargalla í bifreiðum og hefur síðan meira en nokkur annar haft sig í frammi til þess að herða kröfur banda- rískra neytenda og lög um öryggi framleiðsluvamings og um hrein- læti í umhverfísmálum. Síðari árin hefur þessi 51 órs gamli lögfræðingur teygt neyt- endakrossför sína víða um lönd til þess að stappa stáli í neytendur svo að þeir knýi á um lagabreytingar og aukin framleiðslugæði. Vett- vangur Naders er því ekki lengur einskorðaður við Bandaríkin. Nader hefur þessi tuttugu ár haft um sig mikið lið róðgjafa og að- stoðarmanna. Neytendabarátta víða um heim „Um þessar mundir vinnum við í samstarfi við samtök í Bretlandi að því að auka upplýsingaskyldu þess opinbera þar og hnekkja leyndarskyldulögunum," sagði Nader nýlega í viðtali við Gene Gibbons, fréttamann Reutérs. Nader, sem hefur verið skelfir stór- fyrirtækja og stórpólitíkusa eins og Nixons fyrir 20 árum og Reagans á þessum áratug, átti drjúgan þótt í því að opna almenningi aðgang að skýrslum þess opinbera og fá lögum breytt í þá átt. Blaðamenn, félagsfræðigrúskarar og aðrir sem reyna að draga leyndarmál út úr bákni þess opinbera njóta góðs af því í dag. Auk þess að láta að sér kveða heima í Bandaríkjunum og í Bret- landi hafa neytendasamtök víðar notið góðs af ráðleggingum Nad- ers, svo sem eins og í Ástralíu, Brasilíu, Ítalíu, Japan og á Nýja- Sjálandi. Nú síðast heimsótti hann Kína og særði þá kínverska bíla- framleiðendur mjög til þess að setja öryggisbelti í bíla sína. Byrjaði á bílunum og er aftur kominn að bílunum Dar með má segja að Nader sé kominn hringinn. Það var einmitt gagnrýni hans á bandaríska bíla- iðnaðinn fyrir tuttugu árum sem aflaði honum frægðar með útkomu bókarinnar „Hættulegir á hvaða hraða sem er“. Sú bók dró á eftir sér mikinn dilk, eins og nýjan laga- bálk með ákvæðum um öryggisat- riði í bílunfsem framleiðendum var skylt að gæta. Nader varð þjóð- hetja af framtakinu og hefur síðan verið áberandi á félagssviðinu en að honum hafa safnast sjálfboða- liðar úr ýmsum óttum sem allir eru haldnir sama eldmóðinum til að bæta bandarískt þjóðlíf. Þessir „Nader’s Raiders“, eins og þeir hafa verið kallaðir, hafa látið að sér kveða í stjórnmálalífinu, í umhverfisvemd, í umræðu um holl- ustu ýmissa efna sem notuð eru við matvælaframleiðslu eða lyfjafram- leiðslu, öryggi á vinnustöðum og ótal mörgu öðru. Gátu af sér 20 lagabálka Oft hefur þeim verið legið á hálsi fyrir að fara offari. Afskipti þeirra Ralph Nader, hinn frægi neytendafrömuður, hefur fært athafna- semi sína til annarra landa og þjarmar um þessar mundir að kín- verskum bílaframleiðendum. til aukins öryggis og meiri vöru- gæða eru sögð oft hafa leitt af sér mikinn kostnaðarauka fyrir neyt- endur og skattgreiðendur almennt. En enginn lætur hvarfla að sér að draga í efa að starf þeirra hafi sagt til sín. Um það bera vitni 20 laga- bálkar og þrjár ríkisstofnanir sem urðu til fyrir atbeina þeirra. Þessar stofnanir eru Umhverfismálaráð, Umferðarmálaráð og Vinnustaða- öryggiseftirlitið. Áhrif Naders á innanlandsvett- vangi urðu mest á síðasta áratug en virðast hafa farið dvínandi síðan Reagan-stjórnin tók við 1981. Það er alkunna að hún hefur meira dregið taum atvinnulífsins og vinnuveitenda en til dæmis um- hverfisverndarsjónarmiða. En þeir sem gleggst þekkja til Naders og starfsaðferða hans segja að áhrif hans séu enn furðu víðtæk en vinnubrögðin hafi örlítið breyst og meira beri orðið á starfi neytenda- samtaka sem spruttu upp í slóð krossferðar hans. Þótt hann geri minna orðið að því að hóa saman blaðamönnum á fund út af ákveðnu baráttumáli eða kalla yfir ákveð- inn þingmann flóð kjósendabréfa þó eru áhrif hans áþreifanleg með öðrum hætti. Neytendaeftirlit sem tekur til milliríkjaverslunar Skrifstofur Naders og félaga eru í Washington, aðeins 20 mínútna gang frá Hvíta húsinu. Nader- hópur, sem kallar sig „Almenna borgara", gefur út mánaðarrit sem ber æ meiri merki þess að sjónar- svið Naders hefur færst út fyrir landsteinana. Hann segir enda að neytendavandamál erlendis skipti orðið æ meira móli í heilbrigðis- og öryggismálum heima í Banda- ríkjunum. T.d. geti skordýraeitur, sem bannað er að nota í Bandaríkj- unum, verið selt úr landi og notað á kaffi- eða bananaekrum annars staðar og afurðirnar síðan fluttar inn aftur á neytendamarkað í Bandaríkjunum. - Nader hefur haft hönd í bagga með að setja á laggimar „leyniþjónustu" neyt- enda sem rekur vöruflutninga yfir landamæri og jafnvel inn í ein- ræðisríki. Eins og meinlætamaður Spartanskir lifnaðarhættir Nad- ers, sem líkja mó helst við munka- líf, hafa ekkert breyst - þrótt fyrir alla frægðina - frá því að hann var óþekktur maður og bílaframleið- endur urðu uppvísir að því að reyna að sverta álit hans þegar hann herjaði á galla framleiðslu þeirra. Hann segist verja obbanum af útgáfutekjum sínum aftur til baráttunnar fyrir hugðarefnunum. Nader segist jafnákafur í barát- tunni og þegar hann var tóningur, „enda gott að láta gott af sér leiða, en neytendamál eru grundvallar- mól sem taka til alls fólks, hvar sem það býr eða starfar". Afganska innrásin sex ára: Eru Sovétmenn að lina tökin? Um þessar mundir em liðin sex ár frá innrás Sovétmanna í Afgan- istan. Réðst Rauði herinn inn þriðja dag jóla, 27. desember 1979. í sex ár hefur afganska þjóðin háð grimmilega baróttu fyrir frelsi sínu. Á innrásardaginn sendu Sov- étmenn tugþúsundir hermanna sinna vel vopnum búna til ná- grannaríkisins. Um þessar mundir er talið að hermenn Rauða hersins séu að minnsta kosti 115 þúsund í Afganistan. Það vom flestir er bjuggust við auðveldum sigri Rauða hersins og að öll andspyma yrði fljótlega kæfð. Sú hefur ekki orðið raunin. í hetjulegri baráttu hefur afg- önskum skæruliðum tekist að veita öflugt viðnám og í þeirri baráttu hafa frelsissveitimar unnið marga stóra sigra. í tímans rás hefur styrkur þeirra frekar aukist en minnkað. En fómirnar hafa verið gífurleg- ar. í frelsisbaráttu afgönsku þjóðar- innar hafa hundruð þúsunda fallið og milljónir hafa orðið landflótta. Flestir flóttamannanna gista nú yfirfullar og ófullkomnar flótta- mannabúðir í nógrannaríkinu Pakistan þar sem þeir em að mestu óhultir fyrir árásum Rauða hersins og leppa þeirra í höfuðborginni Kabúl. Sovétmenn fordæmdir Á innrásarafmælinu flykktust afganskir flóttamenn um allan heim út á götur, funduðu fyrir framan sovésk sendiráð og for- dæmdu hersetu Rauða hersins. Á sama tíma vom einnig gefnar út yfirlýsingar í höfuðborgum víðs * * J Afganskir skæruliðar snæða árbít í Pansjírdal í skugga eyðilagðrar sovéskrar herþyrlu . vegar um heim þar sem íhlutun Sovétmanna er fordæmd. „Þjáningum afgönsku þjóðarinn- ar linnir ekki fyrr en Sovétmenn fara á brott,“ sagði Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sagði að þjóðir heims gætu ekki lengur vikist undan því að koma afgönsku þjóðinni til hjálpar og knýja Sovétmenn á brott. Ráðamenn í austri og vestri hafa látið lík orð falla. Ráðamenn í Kreml hafa fram að þessu verið allt annað en viðkvæm- ir fyrir gagnrýni og fordæmingu umheimsins. í þeirra augum er stríðið í Afgan- istan þeirra einkastríð og í augum hins illa upplýsta Sovétborgara er stríðið í Afganistan barátta gegn útsendumm Bandaríkjamanna og Kínverja er grafa vilja undan afg- önsku byltingunni og em taldir bein ógnun við Sovétríkin sjálf. Er breytinga að vænta? Vestrænir stjórnarerindrekar í Kabúl telja að eftir sex ára borg- arastyrjöld í Afganistan sé nú loks að vænta einhverrar breytingar á stjómarstefnu kommúnistastjóm- arinnar. Byltingarráð Babraks Karmal tilkynnti um meiri háttar breyting- ar á ríkisstjóminni þann 26. des- ember síðastliðinn. Það sem er hvað merkilegast við breytingarnar er að nú hefur stjórnin í fyrsta sinn tilnefnt full- trúa í stjómina sem ekki em með- limir í kommúnistaflokknum. f fréttatilkynningu útvarpsins í Kabúl segir að 14 nýir fulltrúar hafi verið skipaðir til ábyrgðar- starfa innan ríkisstjómarinnar og meirihluti þeirra sé ekki í flokkn- um. Erlendir stjórnarerindrekar telja að tilnefning nýliðanna sé viðleitni í þá átt að öðlast aukinn stuðning hins almenna íbúa landsins við ríkisstjórnina sem fram að þessu hefur verið mjög takmarkaður. Karmal vill þjóðareiningu Erlendir stjómarerindrekar í Kabúl lýstu ofboðslegum öryggisr- áðstöfunum hers og lögreglu í höf- uðborginni á afmæli innrásarinn- ar. Hvarvetna mótti sjá vopnaða flokka sovéskra hermanna og afganska stjómarhermenn á varð- bergi auk þess sem áhersla var lögð á að gæta vel heimila háttsettra embættismanna. Að undanförnu hefur skæruliðum orðið vel ágengt í að hrella háttsetta stjórnarherra með sprengjuárásum í miðri Kabúl og hafa þær valdið miklum ugg. Á sama tíma og varðgæslan er aukin í höfuðborginni reyna stjórnarliðar að afla sér aukinna vinsælda og stuðnings almennings með yfirlýsingum um samvinnu og samstöðu allrar þjóðarinnar þar sem tónn sátta og fyrirgefningar er í fyrirrúmi. Karmal byltingarleiðtogi og 'leppur Kremlarherra í sex ár kall- aði í síðasta mónuði á þjóðarsam- stöðu til lausnar vanda afgönsku þjóðarinnar. í síðustu viku til- kynnti ríkisstjómin svo um skipun nefhdar er sjá ætti um málefni flóttamanna er sneru aftur til Afg- anistan frá Pakistan. Meginmark- mið nefndarinnar er að sjá því fólki fyrir fæði, húsnæði og hugsanlega atvinnu. Fréttaskýrendur em almennt sammála inn að þrátt fyrir aukinn sáttavilja afgönsku ríkisstjómar- innar setjist skæruliðar ekki að samningsborðinu fyrr en síðasti sovéski hermaðurinn er á bak og burt frá heimalandi þeirra. Allt hjal Karmals og annarra jámanna Sovéta í Kabúl um þjóðareiningu sé því til lítils.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.