Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Síða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
11
Viðtalið
Var í vatnsveitu-
nef nd á Akureyri
Kristín Ólafsdóttir, kvennaskóla-
stúlka, söngkona og leikkona, er nú
orðin ein aðalstjaman í Alþýðu-
bandalaginu. Fyrir nokkrum máiiuð-
um var hún kosin varaformaður
flokksins og nú um síðustu helgi
lenti hún í öðru sæti í forvali flokks-
ins fyrir borgarstjórnarkosningamar
í vor.
„Ég er búin að vera í þessum flokki
síðan 1974, hef reyndar alltaf fylgt
honum og starfað heilmikið innan
hans. Ég var stödd á Akureyri þegar
ég gekk formlega í flokkinn og hóf
mín pólitísku störf þar. I sveitar-
stjórnarkosningunum á Akureyri
1978 var ég í 3. sæti á lista Alþýðu-
bandalagsins, endaði sem 1. vara-
maður, sat stundum sveitarstjórnar-
fundi og starfaði t.d. í vatnsveitu-
nefnd. Það var partur af jafnréttis-
baráttunni að setja mig í þá nefnd.
Nú, frá Akureyri kom ég 79 og það
sumar var ég húsmóðir á Þjóðviljan-
um og vann við það að þrífa skítinn
undan blaðamönnum. Um haustið
fór ég til Danmerkur og nam þar
leikhúsfræði í 2 ár, eða til ársins
1981.
Þá kom ég heim og hef verið tengd
pólitíkinni síðan, en fyrst og fremst
hef ég starfað við útbreiðslustjórn á
Þjóðviljanum,“ sagði Kristín.
Kristín er 37 ára og hefur tekið sér
ýmislegt fyrir hendur um ævina. Hún
lauk gagnfræðaprófi í Kvennaskól-
anum 1966 „þegar hann var karl-
mannslaus og bar nafn með rentu“,
eins og hún segir sjálf. Árið 1969
útskrifaðist hún úr Leiklistarskólan-
um í Iðnó og hefur alltaf verið tengd
leikhúsinu, ef ekki í framkvæmd þá
huga.
„Maður var bíðandi við símann
eftir hlutverki. Það var og er ennþá
hlutsjdpti ungra leikara, sérstaklega
kvenna. Leikhúsið gekk alltaf fyrir
hjá mér. Ég byrjaði ’73 í öldunga-
deildinni, var búin að vera þar í hálft
ár, þá var hringt og ég fékk hlutverk.
Ég hætti í skólanum. Á sama tíma
fór ég að vinna hjá úvarpinu sem
þula. Maður þurfti alltaf að vinna
annað með leikhúsinu."
„Söngleikurinn Óli, sem við nýút-
skrifaðir leikarar og hljómlistar-
menn, 68 kynslóðin, settum upp 70,
er mest spennandi stykki sem ég hef
tekið þátt í. Sá söngleikur var mótað-
ur af uppreisnarhugmyndum ’68
kynslóðarinnar og í þeim anda lifi
ég enn á vissan hátt. Þó hefur maður
lært af reynslunni, hlutirnir ganga
ekki eins fljótt upp og maður hélt
um tvítugt."
Kristín sagðist hlakka mjög til
kosningabaráttunnar í vor og segist
vera sannfærð um að hægt væri að
breyta myndinni sem birtist í skoð-
anakönnun DV varðandi fylgi Sjálf-
stæðisflokksins og Davíðs borgar-
stjóra.
„Það kemur til með að kosta mjög
mikla vinnu að afhjúpa verk Davíðs
í borgarstjóm. Verkin hafa horfið í
skuggann af þessum hressa og bratta
borgarstjóra sem virðist allt vita og
kunna að stjóma. Hann er einnig
snjall við að koma sér á framfæri."
Kristín á 18 ára strák og 4 ára
stelpu. Hún býr með Óskari Guð-
mundssyni, ritstjórnarfulltrúa á
Þjóðviljanum. „Óskar er líka á kafi
í pólitíkinni. Það er mjög gott að
hafa einhvem til að rífast við um
pólitík heima. Við erum alls ekki
allaf sammála, en erum góð saman.
Ég hef slípað af honum homin og
hann hefur ögrandi áhrif á mig.“
Kristín segist hæstánægð með úr-
slitin í forvalinu. „Það var gott fyrir
flokkinn að ég lenti í öðm sæti, það
hefði skilið eftir sig stórt sár hefði
églentí l.sæti.“
-Hvers vegna kom verkalýðsarmur-
inn, sem mælti með Guðmundi Þ.
Jónssyni, svona illa út í forvalinu?
„Þegar hart er barist um sömu
sætin hljóta einhveijir að falla.
Menn úr verkalýðsforystunni klofn-
uðu í afstöðu sinni til 3. sætisins.
Sumir studdu Guðmund Þ., aðrir
Tryggva Þór. Auk þess gerir almenn-
ingur í flokknum þá sjálfsögðu kröfu
að fulltrúar flokksins líti á sig fyrst
og fremst sem verkalýðssinna, hvort
sem þeir sitja á skrifstofum verka-
lýðsfélaga eða ekki.“
Kvennaskólastúlkan Kristín Ólafsdóttir er orðin ein aðalstjarnan í Alþýðu-
bandalaginu.
DV-mynd PK
NÝ SKÍDALYFTA í NOTKUN Á DALVÍK
Frá Ólafi B. Thoroddsen, fréttaritara
DV á Dalvík:
Ný skíðalyfta var nýlega vígð á
Dalvík. Stutt athöfn var við vígsluna
þar sem Brynjólfur Sveinsson, for-
maður Skíðafélags Dalvikur, opnaði
lyftuna formlega með ræðu. Stefán
Jón Bjarnason, bæjarstjóri á Dalvík,
afhenti skíðafélaginu lyftuna til
eignar og umsjónar. Fór hann fyrstur
í lyftuna, en bæjarstjórnarfulltrúar á
eftir. Bauð skíðafélagið síðan öllum
viðstöddum að nota lyftur félagsins
endurgjaldslaust á vígsludaginn.
Einnig var boðið upp á veitingar.
Um 200 manns voru viðstaddir opn-
unina og kunnu menn vel að meta
það sem í boði var.
Lengi hefur verið í bígerð að koma
þessari lyftu upp. Skriður komst á
málið fyrir u.þ.b. tveim árum. Þá var
rætt við bæjarstjómina sem tók vel
í málið og leitaði tilboða. Tekið var
tilboði frá Leitnerverksmiðjunum á
ítalíu. Hafist var handa við verkið í
mai sl. og undirstöður steyptar í
sumar. Lyftan átti að koma í nóv-
ember, en tafðist í flutningum. Hún
kom ekki fyrr en rétt fyrir jólin. Var
unnið hörðum höndum við uppsetn-
inguna um jól og áramót og lauk
verkinu þann 21.janúar sl.
Öll vinna var unnin í sjálfboða-
vinnu af skiðafélagsmönnum og fóru
2-3000 vinnustundir í verkið. Nýja
lyftan er eins og áður sagði af Leitn-
ergerð, 720 metra löng, 155 metra
hæðarmunur milli enda. Hún getur
flutt 350 manns á klukkustund. Hægt
er að auka afköstin upp í 500 manns
á klukkustund með því að bæta við
diskum. Nú eru tvær diskalyftur í
fjallinu. Em þær samanlagt um 1200
metra langar. Hæðarmunur milli
neðsta og efsta hluta þeirra er um
300 metrar.
Með þessari nýju lyftu, sem kemur
í stað gamallar, stórbatnar aðstaða
til skíðaiðkunar á Dalvík. Hægt er
að velja brekkur jafnt við hæfi byrj-
enda og keppnismanna. Áætlaður
kostnaður við uppsetningu lyftunnar
er 3,5 milljónir. Dalvíkurbær greiðir
40% af honum, íþróttasjóður ríkisins
40% og Skíðafélag Dalvíkur 20%.
Hluti af vígslugestum við neðri enda lyftunnar. Dalvík i
* jM-*jM-*>M-*>M-**********
Stefán Jón Bjarnason, bæjarstjóri á Dalvík, afhendir Brynjólfi Sveinssyni, formanni Skíðafélags
Dalvíkur, lyftuna til eignar og afnota.
NYTT
*
i
i
*
*
*
-¥•
*
¥
* M-MJMJMJMJMjr-J*-*-1
umboð
á íslandi,
Skeifunni 8
Sími
68-88-50
KÚPLINGAR ^arahj-utaver&lum^
DISKAR, PRESSUR 0G LEGUR
í ameriska jeppa
og fólksbifreiðar frá
hinum viðurkennda
framleiðanda-
úrvalsvara á góðu verði
RILMULT
mJ SÍÐUMÚLA3 Jj
w*
1 VtSA
LhhJ
Sendum um allt land.
DALVIK