Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur . Farþegar Samvinnu- ferða- Landsýnar fá arðinn endurgreiddan allur Hvað geturðu ímyndað þér að þessi hlutur kosti, sagði maður er kom við hjá okkur á neytendasíðunni á dög- unum. Hann rétti fram smáhlut úr þunnu blikki sem hann sagði að væri varahlutur í bíl. Við giskuðum á að þetta kostaði alltaf einar 15-20 kr. Manninum þótti við nú heldur lág í áætluninni, hann sagðist hafa gisk- að á svona 30 kr. Hið rétta verð reyndist hins vegar 518 kr. Varahluturinn var eins konar startarahlíf. Maðurinn sagðist vera nýbúinn að kaupa annan varahlut sem var mjög fyrirferðarlítill, start- krans sem kostaði 8 þúsund kr. Verðið fer svo sannarlega ekki eftir fyrirferð hlutanna. Nú hefur stjórn Samvinnuferða- Landsýnar ákveðið að endurgreiða farþegum hluta ferðakostnaðar og er þetta annað árið í röð sem þetta er gert. Þeir sem rétt eiga á endur- greiðslu eru þeir farþegar sem tóku þátt í hópferðum á vegum ferðaskrif- stofunnar á síðasta ári og nemur heildarupphæð endurgreiðslunnar um 6 milljónum, fullorðnir fá 1200 krónur og börn 600 krónur. f fréttatilkynningu sem Samvinnu- ferðir-Landsýn sendu frá sér í tilefni þessa segir m.a.: „Markmið Sam- vinnuferða-Landsýnar er að tryggja landsmönnum öllum sem ódýrastar orlofsferðir til útlanda. Það er því í fullu samræmi við félagslegar for- sendur ferðaskrifstofunnar að þegar vel gengur í rekstrinum, og hagnað- ur verður af ákveðnum þáttum hans, þá verði þeir sem mynduðu umfram- tekjurnar - farþegarnir sjálfir - látnir njóta góðs af.“ Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, sagðist undirstrika að hér væri ekki um úthugsaða auglýsingabrellu að ræða og sagðist telja að heiðarlegri leið væri ekki hægt að fara, því þeir farþegar sem rétt ættu á endur- greiðslu gætu notað upphæðina til að leggja sem greiðslu upp í ferðalög sín í ár, en hinir geta fengið pening- ana greidda út 1. september n.k. Það eru þátttakendur í hópferðum til Rimini, Grikklands, Rhodos, sumarhúsa í Danmörku, Sæluhúsa í Hollandi og Dubrovnik í Júgóslavíu sem fá aukaafslátt á ferðum sínum í ár sem nemur endurgreiðsluupp- hæðinni. Helgi sagðist þó leggja áherslu á að hér væri engan veginn um árvissan atburð að ræða, enda hefði árið 1985 verið metár í ferða- málum íslendinga. -S.Konn. F.v. Tómas Tómasson, forstöðumaður kynningardeildar, Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri og Kjartan L. Pálsson blaðafulltrúi. Mynd GVA A BLAÐSOLUSTOÐUM Upplifi fólk mikið einsogmusik Viötal við Steinunni Sigurðardóttur rithöfund Lífsreynsla: Trompetinn þagnaður í vélarrummu Kristján Magnússon segir frá sjávarháska Erguðtil? Þrír Islendingar svara spurningunni Ef það er eðlileg verðlagning að svona lítill og nauðaómerkilegur hlutur kosti 518 kr., hvað þá með verð á öðrum og stærri hlutum. DV-mynd KAE Dýr mundi Hafliði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.