Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Síða 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
Frjálst,óháö dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: FIÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKU R H F. -Áskriftan/erð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Afstaða almennings
Almenningur hefur eindregna afstöðu í kjötmálinu
svokallaða. Þetta sýnir skoðanakönnun DV. Meirihlut-
inn er sérstaklega afgerandi. Yfir 70 prósent af öllu
úrtakinu í könnuninni lýsa andstöðu við kjötinnflutn-
ing varnarliðsins, eða yfir 90 af hundraði af þeim, sem
tóku afstöðu. Hvað þýðir þetta?
Þetta er sigur fyrir Albert Guðmundsson ráðherra.
Hann hefur mánuðum saman farið hinum hörðustu
orðum um þá skipan mála, að varnarliðið fái að flytja
inn hrátt kjöt, meðan íslendingum er það óheimilt.
Albert hefur talað um, að staðan væri eins og væri
ísland fylki í Bandaríkjunum. Geir Hallgrímsson, fyrr-
verandi ráðherra, beitti sér einkum gegn Albert í þessu
máli. Albert var fjármálaráðherra og Geir utanríkisráð-
herra, eins og kunnugt er, ög reyndi hvor að eyðileggja
fyrir hinum í málinu. Albert vildi stöðva innflutning
varnarliðsmanna á kjöti með skipum. Geir lét þá flytja
kjöt inn með flugvélum. Niðurstaða fékkst, eftir að
sérfræðingar höfðu fjallað um málið, að því er virðist
á vegum ríkisstjórnarinnar. Hinir sérfróðu ályktuðu,
að þessi kjötinnflutningur væri heimill samkvæmt varn-
arsamningi, þótt hann gengi gegn banni við innflutningi
á hráu kjöti. Þetta hefur enda gengið svo til, frá því
að hingað kom varnarlið.
Hafi Albert samþykkt, að nefndir sérfræðingar s*kyldu
fjalla um málið á vegum ríkisstjórnarinnar, ættu skærur
innan stjórnar nú að taka enda. Hitt er annað mál, að
niðurstöður skoðanakönnunarinnar gætu mætavel
valdið því, að málið þróaðist áfram.
Hvað er almenningur að segja? Fyrst og fremst, að
rangt sé, að ekki sitji allir við sama borð. Hið rétta
væri auðvitað, að innflutningur á landbúnaðarvörum
yrði frjáls að ákveðnum heilbrigðisskilyrðum uppfyllt-
um. Rangt er, að við höldum uppi óarðbærum land-
búnaðargreinum með niðurgreiðslum og útflutnings-
uppbótum, greiddum af skattborgurunum. Peningum
skattgreiðenda væri betur varið til annars, sem skilaði
þjóðarbúinu arði. Þannig gæti þetta kjötmál vakið
umræður um breytingar, sem yrðu til bóta.
Þetta yrði til þess, að allir sætu við sama borð. Verð
búvara mundi væntanlega lækka. Við fengjum þá auk-
inn aðgang að því, sem sumir viðmælendur í skoðana-
könnuninni kölluðu gómsætar nautasteikur og kjúkl-
inga. Meðan ekki verður af þessu, telur almenningur,
að varnarliðið megi ekki flytja inn kjöt frekar en aðrir
hér á landi. Menn benda á offramleiðsluna í landbúnaði
og hafa áhuga á, að varnarliðsmenn bæti þar úr skák
með því að vera látnir eta íslenzkt kjöt. Fólk er þannig
að leita að einhverri aðferð, sem dugi betur en sú óráðs-
ía, sem nú er. Hitt mega menn vita, að ólíklegt er, að
vamarliðsmenn sætti sig við ýmsar tegundir íslenzks
kjöts. Þeir eru betra vanir.
í ummælum fólks í skoðanakönnuninni bar mest á
skoðunum á þann veg, að eitt skyldi yfir alla ganga,
sem væru hér á landi, og offramleiðsla væri á búvörum.
Einhverjir nefndu, að Bandaríkin notfærðu sér gömul
lög til að hindra, að íslenzk skipafélög flyttu vörur til
vamarliðsins. Sumir nefndu sýkingarhættu. í raun eru
þetta virðingarverðar skoðanir. Það sem leggja ber þó
mesta áherzlu á, em þær framfarir, sem af því yrðu, að
búvöruinnflutningur yrði frjáls. Líklega er þetta líka
það, sem Albert Guðmundsson helzt kysi.
Haukur Helgason.
„Hins vegar er ljóst að enn er risaverkefni að vinna og þess vegna ekki veijandi að draga úr framlög-
um í málaflokkinn."
Sextánföldun f rá 1980
Kjallarinn
SVAVAR GESTSSON
FORMAÐUR
ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Stjómmál fjalla um forgangsröð
verkefna. í síðustu ríkisstjóm vom
þrír málaflokkar félagsmála settir
efstir á blað:
1. Verkamannabústaðir
2. Málefni aldraðra
3. Málefhi fatlaðra.
Þessir málaflokkar vógu allir
mjög þungt og til þeirra var varið
umtalsverðum fjármunum. Eftir að
núverandi ríkisstjóm tók við hefur
verið þrengt að þessum málaflokk-
um með minnkandi framlögum til
framkvæmda en ríkisstjóminni
hefúr ekki tekist að stöðva þær
framkvæmdir sem þegar em hafn-
ar. Þess vegna hefur orðið veruleg
aukning í málaflokkum fatlaðra á
síðustu árum en greinilegt er að
sú aukning verður hægari á næstu
árum. Stafar það af tvennu: í fyrsta
lagi því að víða hafa erfiðustu
hnútamir þegar verið leystir og í
öðm lagi því að verulega hefur
verið skorið niður fé til Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra.
Aukningin frá því
lögin voru sett
Frá þvi að lögin um málefhi fatl-
aðra vom sett í tíð síðustu ríkis-
stjómar og lögin um málefni
þroskaheftra hefur aukning fram-
laga í málaflokkinn verið sem hér
segir á föstu verðlagi ársins 1985:
Ár Upphæð Vísitala
1980 1.241 100
1981 14.234 1154
1982 27.718 2236
1983 41.836 3371
1984 103.134 8310
1985 153.890 12400
1986 199.868 16105
Niðurstaða: Hér er um að ræða
sextánföldun rekstrarframlaga á
sjö árum en fyrir 1986 er stuðst við
fjárlagatöluna og áætluð hækkun
milli ára er 28%.
Verkefnin
Hér verða birt til fróðleiks þau
verkefni sem unnið var að á vegum
Framkvæmdasjóðs fatlaðra á síð-
asta ári.
Þessi upptalning sýnir að víða
er unnið að mikilvægum verkum
og að lögin um málefni fatlaðra
vom réttlætanleg. Á þinginu í
j haust kom fram áhugi á því úr
röðum framsóknarmanna að fella
þessi sérlög niður um málefhi fatl-
aðra. Nauðsynlegt er að vara við
þeim kenningum; til þess er greinin
skrifuð, og verkefni síðasta árs og
aukning liðinna ára sýnir að rétt-
lætanlegt var að setja sérlög um
málefni fatlaðra. Hins vegar er
ljóst að enn er risaverkefni að
vinna og þess vegna ekki verjandi
að draga úr framlögum í mála-
flokkinn.
Svavar Gestsson
Listi yfir úthlutanir úr Framkvæmdasjóði fatlaðra fyrir árið 1985.
1. Reykjavíkursvæði. Þús. kr.
Heimili Qölfatlaðra, Hrísateig..........................4.000
Styrktarfélag vangefinna,
2 sambýli, Víðihlíð...................................2.000
Styrktarfélag vangefinna,
verndaður vinnustaður, Brautarholti 6...................500
Endurhæfingarstöð blindra og sjónskertra................1.000
Gigtarfélagið, Ármúla ....................................500
Sjálfsbjörg landssamband, Reykjavík.....................2.000
öryrkjabandalagið.......................................7.500
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.........................300
Endurhæfingarstöð heymarskertra...........................500
Meðferðarheimilið, Trönuhólum.............................150
Öskjuhlíðarskóli..................................... 11.500
Safamýrarskóli..........................................2.000
2. Reykjanessvæði.
Sambýli, Hafnarfirði.................................. 3.500
Skammtímavistun, Kópavogi.................................500
Leikfangasafh.............................................250
Kópavogshæli............................................2.750
Reykjalundur............................................3.600
Skálatún..................................................500
Tjaldanes.................................................500
Þroskahjálp, Suðumesjum...................................500
Vemdaður vinnustaður, Örvi..............................1.000
Skóladagheimili, Lindarflöt 1.000
3. Vesturlandssvæði.
Sambýli, Akranesi.......................................1.500
Þjónustumiðstöð, Borgamesi..............................2.000
Vemdaður vinnustaður, Akranesi .........................1.500
4. Vestfjarðasvæði.
Bræðratunga, ísafirði...................................4.000
Sjálfsbjörg, ísafirði 350
Gmnnskóli, sérdeild, ísafirði.............................200
5. Norðurlandssvæði vestra.
Sambýli, Siglufirði ....................................2.700
Þjónustumiðstöð, Sauðárkróki..............................500
Sjúkraþjálfun, Blönduósi, endurhæfing.....................500
Skólaheimili, Egilsá......................................200
6. Norðurlandssvæði eystra.
Hrísalundur, vemd. vinnustaður, Akureyri................1.000
Vistheimilið Sólborg, lyfta...............................800
Sjálfsbjörg, endurhæfingarstöð, Akureyri..................900
Sumardvalarheimilið Botn..................................300
Sjálfsbjörg, Húsavík......................................150
Síðuskóli, Akureyri.....................................1.000
Sambýli, Húsavík..........................................400
7. Austurlandssvæði.
Vonarland, Egilsst., viðbygging...........................600
Sambýli, Egilsst........................................2.000
Vemdaður vinnustaður, Egilsstöðum.........................500
Sjálfebjörg, Neskaupst....................................200
Vonarland, lóð............................................400
Leikfangasafn..............................................50
8. Suðurlandssvæði.
Sambýli, Árvegi, Selfossi breyting á húsn.................315
Þjónustumiðstöð, Lambhaga...............................1.000
Sambýli, Selfossi, nýtt verkefni........................1.000
Leikfangasafn, Selfossi....................................50
Leikfangasafn, Vestmannaeyjum..............................50
Vemdaður vinnust., Selfossi ............................ 500
Sumarbúðir, Úlfljótsvatni.................................500
Sérkennslud., Selfossi....................................500
Sólheimar, Grímsnesi....................................1.000
Vegna 19. gr. laga um málefni fatlaðra...................1.000
Svæðisstjómir............................................1.000