Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Qupperneq 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 17 Lesendur Lesendur Lesendur „Hvað þarf maður að vera gamall til að mega koma á tónleika með þér“? Kennari óskast í hálft starf (síðdegis) við pöntunarþjónustu Námsgagnastofnunar. Umsóknir, ertilgreini mennt- un og fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, póst- hólf 5192, 125 Reykjavík, fyrir 12. febrúar nk. merkt „Pöntunarþjónustan". Upplýsingar gefur Ragnar Gíslason deildarstjóri. NÁMSGAGNASTOFNUN STYRKIR TIL HÁSKÓLA- NÁMS í PORTÚGAL Portúgölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskólanáms í Portúgal háskólaárið 1986-87. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þess- ara styrkja muni koma í hlut Íslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms í háskóla. - Umsóknareyðublöð fást í sendiráði Port- úgala í Ösló, utanáskrift: Ambassade du Portugal, Josefines Gate 37, Oslo-2, Norge, og þangað ber að senda umsóknirfyrir 1. júní nk. 31. janúar 1986. Menntamálaráðuneytið. Þú ert minn maður Bubbi Aðdáandi skrifar: Elsku Bubbi! Þú varst frábær í sjónvarpinu um daginn og vinur þinn Megas var góður líka. Getið þið ekki komið aftur og helst sem fyrst? Þá yrði ég nú ánægð. Þú ert góður laga- smiður Bubbi, betri en Herbert og þeir allir, mér fyndist að þú ættir að vera heimsfrægur og koma í sjón- varpinu út um allan heim og vinur þinn líka til að opyrja þig. Þá yrði ég enn ánægðari. Fyrir þína hönd. Ég hef alltaf hlustað mikið á þig og er ákveðin í að gera það áfram meðan ég lifi. Og ég vona að það verði lengi. Þú h'ka og vinur þinn. Mig langar að biðja þig að koma aftur því það er ekkert í sjónvarpinu sem mér finnst skemmtilegra. Ég er orðin leið á Duran Duran og öllu því, meira að segja svolítið leið á Herbert. Þó hann sé betri en Duran Duran. Þú ert minn maður þó þú eigir konu og sért ástfanginn upp fyrir haus. Þá ert þú samt minn maður - og hennar. Ég hef aldrei farið á tónleika með þér, mér skilst að ég sé ekki nógu gömul. Hvað þarf maður að vera gamall til að mega koma á tónleika með þér? Sumir segja að þú syngir svo dónalega að það sé ekkert hollt að hlusta á þig, en bráðum verð ég fullorðin og þá er það allt í lagi. Ég læt ekki alltaf banna mér allt. Hvað finnst þér um það? Á maður nokkuð að láta full- orðna fólkið banna sér allt? Þú þarft ekkert að skrifa í blaðið og svara mér, ég veit hvort eð er alveg að þú stendur með mér því þú ert minn maður. ^UREYRIA/ga^ Gerist Áskriftarsíminn áskrifendur! á Akureyri er 25013 — ATHUGIÐ! Tekið er á móti smáauglýsingum í síma 25013 og á afgreiðslunni, Skipagötu 13. Afgreiðsla okkar Skipagötu 13 er opin virka daga kl. 13—19 og laugardaga kl. 11 — 13. — Blaðamaður|^^^£yfj|á Akureyri, Jón G. Hauksson, hefur aðsetur á sama stað. Vinnusími hans er 26613, heimasími 26385. VIÐ FÆRUMIYKKUR |*Q DAGLEGA Afgreiðsla — auglýsingar Skipagötu 13 — Akureyri. Sími 25013. BÍLATORG NÓATÚN 2 - SÍMI621033 ÞRIR ALVÖRU-BILAR BILATORG Mercedes Benz 230 E árg. 1985, ekinn 9.000 km, blásans., velúr- innrétting, litaó gler, sportfelgur, rafdrifnar rúður, snjódekk, sumardekk, útvarp, segulband. BÍLATORG Mercedes Benz 190 E árg. 1983, ekinn 34.000 km, silfurgrár, velúr-innrétting, sjálfskiptur, útvarp, segulband, snjódekk, sum- ardekk. bilatorg BMW 628 CSi árg. 1982, ekinn 90.000 km, blásans., leður- innrétting, sóllúga, litað gler, rafdrifnar rúöur, sportfelgur. NÓATÚN 2 - SÍMI621033

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.