Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Side 34
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBROAR1986
34
Fjármálasukkið hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar:
Bændur börðu í borðið:
Hingað og ekki lengra
„Blessaður vertu, þetta verður
Beverly Hills Akureyringa eftir
smátíma, eftirsóttur staður,“ sagði
verkafólkið í kjötvinnslu Kaupfélags
Svalbarðseyrar við DV. Sagt í gríni,
en alvaran blasti við. Hlutir hafa
gerst með ólíkindum í „Beverly
Hills".
Þetta er málið
Svalbarðseyrarmálið snýst um
gjaldþrot Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar, KSÞ, um uppsagnir 70 manns,
um það hvort heilt þorp verður sett
á nauðungaruppboð, um innbrot í
kjötgeymslu, um milljóna úttekt
kaupfélagsstjórans og fyrrum gjald-
kera til að byggja sér einbýlishús.
Það snýst líka um það hvort Sam-
vinnubankinn, Sambandið, Áburð-
arverksmiðjan og bændur séu að
tapa milljónum í fyrirsjáanlegu
gjaldþroti kaupfélagsins.
Kannski snýst það ekki hvað síst
um þá gjá sem myndast getur á milli
bænda, eigenda kaupfélaganna, og
yfirmanna kaupfélaganna. Um það
hvort bændur eigi kaupfélagið eða
kaupfélagið bænduma.
Land og synir
Fyrst við emm að tala um „Beverly
Hills“ má geta þess að kaupfélagið á
Svalbarðseyri hefur komið við sögu
í kvikmyndum. Upptökur í kvik-
myndinni Landi og sonum fóru þar
meðal annars fram. Þetta er „kaup-
félagið" sem Sigurður Sigurjónsson
leikari þurfti að eiga við.
Það sem stingur fyrst í augun
varðandi mál Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar er að kaupfélagsstjórinn og
fyrrum gjaldkerinn skyldu lána sér
milljónir króna úr kaupfélaginu á
sama tíma og það var í bullandi
greiðsluerfiðleikum.
Síðastliðið haust nam skuld þeirra
beggja um 8 milljónum króna. Kaup-
félagsstjórinn skuldaði á sjöttu millj-
ón og gjaldkerinn á þriðju. Lánin
tóku þeir ekki nema að hluta með
vitneskju stjómar kaupfélagsins.
Þriðji maðurinn bætist í
milljónahópinn
Reyndar hafa fleiri fengið lán hjá
kaupfélaginu til að standa straum
af húsbyggingum. Þriðji starfsmað-
urinn, yfirverkstjóri í kartöfluverk-
smiðjunni, skuldar vel á aðra milljón
króna.
Skuldir þessara þriggja starfs-
manna námu því í haust á tíundu
milljón króna. Dágóð upphæð. Meira
að segja kaupfélagsstjórinn tók sér
ekki húsnæðismálalán til að byggja.
Þessar óvenjulegu lántökur hjá
kaupfélaginu, sem var á meðan að
greiða þetta 50 til 70 prósent í vexti
af lánum sínum vegna mikilla van-
skila, komu upp á yfirborðið síðasta
sumar.
Bændur vissu að kaupfélagsstjór-
inn og fyrrum gjaldkerinn skulduðu
eitthvað. Þeir stóðu í þeirri trú að
skuldin skipti nokkrum tugum þús-
unda, í mesta lagi fáeinum hundruð-
um þúsunda. En 8 milljón króna
skuld óraði þá ekki fyrir.
Bændur börðu í borðið -
hingað og ekki lengra
Haldinn var aukafulltrúafundur
16. ágúst í haust. Á þeim fundi lagði
kaupfélagsstjórinn fi-am uppsögn
sína. Það var vegna þiýstings.
Gjaldkerinn hætti í vor sem gjald-
keri. Hann vinnur ennþá hjá kaup-
félaginu. Sá sem tók við af honum
hætti eftir sumarið og sá þriðji tók
við.
Á aukafulltrúafundinum varð úr
að formanni stjómar ásamt kjömum
endurskoðanda var falið að taka við
rekstri kaupfélagsins. Þeir áttu að
annast daglegan rekstur þar til nýr
kaupfélagsstjóri fyndist.
Mikið var leitað. Óskað var að-
stoðar samvinnuhreyfingarinnar við
að útvega mann. En allt kom fyrir
ekki, samvinnuhreyfingin sá sér ekki
fært að senda mann á Svalbarðseyri
og taka við stjórninni, koma reglu á
hlutina.
Kaupfélagsstjórinn
endurráðinn
Það varð því úr að kaupfélagsstjór-
inn var endurráðinn af stjóminni til
að annast daglegan rekstur. En nú í
sameiningu við formann stjómar-
innar.
Mörgum bændum, sem standa að
kaupfélaginu, blöskraði síðasta árs-
skýrsla. Ekki aðallega vegna tapsins
-Fréttaljós-
JÓNG.
HAUKSSON
og stöðunnar sem þar var sýnd,
miklu heldur vegna húsamála kaup-
félagsstjórans og fyrrum gjaldker-
ans.
I inngangsorðum kaupfélagsstjór-
ans í ársskýrslunni segir að skuldir
bænda gagnvart kaupfélaginu séu
liðlega 20 milljónir króna, skráðar
sem „skuldir viðskiptamanna" í
efnahagsreikningi, eignamegin.
Lánin skráð
sem skuld bænda
Þegar betur var að gáð var stór
hluti lántöku kaupfélagsstjórans og
gjaldkerans þar innifalinn. Einnig
ráku menn augun í fasteignina
Smáratún 9, einbýlishús kaupfélags-
stjórans. Hún er ekki lengur á fast-
eignaskrá félagsins.
Kjallaraíbúðin þar, 77 fermetrar,
var á fasteignaskrá metin í upphafi
árs 1984 á 2 milljónir króna en í lok
árs á 1960 þúsund. Hvað var eigin-
lega að gerast?
Svarið fékkst. „Kaupin" á kjallara-
íbúðinni voru hugsuð til að létta á
skuldum * kaupfélagsstjórans við
kaupfélagið. En það ótrúlega var að
stjóm kaupfélagsins samþykkti síðla
árs 1984 að kaupa íbúðina.
Keypt án þess að kaupa
Enginn kaupsamningur var gerð-
ur, hvað þá undirritun, afsal eða
þinglýsing. Svo fór að seint á síðasta
ári, ’85, óskaði kaupfélagsstjórinn
eftir því að þetta gengi allt til baka.
Húsamól hans vom þó orðin heitt
mól á meðal bænda.
Kaupverð íbúðarinnar er ekki síð-
ur athyglisvert, 77 fermetra kjallara-
íbúð, hálfkláruð, á Svalbarðseyri,
metin á 2 milljónir króna.
Verðið var hugsað þannig að kaup-
félagið greiddi 1350 þúsund vegna
íbúðarkaupanna, upphæðin gengi
upp í hluta skuldar hans, en 650
þúsund væri greiðsla til kaupfélags-
stjórans vegna yfirvinnu og
sumarfrís, sem hann taldi sig eiga
inni. Samt skráð á 2 milljónir í fas-
teignaskrá.
Stjómin vissi ekki nema að hluta
um lántökur kaupfélagsstjórans og
gjaldkerans. Búið var neftúlega að
færa 1200 þúsund krónur inn á sér-
stakan biðreikning hjó kaupfélags-
stjóranum, en 1100 hjá gjaldkeran-
um. Þetta vom hálfgerðir „leyni-
reikningar", færðir þar sem lítið fór
fyrir þeim. Og um þessar íjárhæðir
vissi stjómin ekki.
En alls nam skuld þeirra beggja
sem sé um 8 milljónum króna í haust.
Kaupfélagsstjórinn hefur greitt 4
milljónir upp í skuld sína. Kaup-
félagið keypti af honum skuldabréf
með veði í einbýlishúsi hans.
Sumarfrí og
yfirvinna
Kaupfélagsstjórinn hefur gefið þá
skýringu við DV að hann hafi ekki
fengið greidda yfirvinnu og tekið sér
mjög sjaldan sumarfrí í öll þau ár
sem hann hefur unnið hjá kaupfélag-
inu. Úttektin væri því hugsuð sem
greiðsla upp í yfirvinnuna og unnið
sumarfrí.
Missti tökin vegna
góömennsku
Það er samdóma ólit þeirra fjöl-
mörgu sem DV hefur rætt við vegna
Svalbarðseyrarmólsins að kaupfé-
lagsstjórinn hafi misst tökin á stjóm-
inni vegna góðmennsku.
Hann reif kaupfélagið upp á sínum
tíma. Hefur viljað allt fyrir alla gera.
Notið vinsælda vegna þess að hann
hefur viljað leysa mál allra. Ef eitt-
hvað er, hefur hann ekki verið nógu
harður og ákveðinn til að reka kaup-
félagið á erfiðum tíma þess.
Gjaldkerinn lenti í erfiðleikum með
húsbyggingu sína vegna verð-
tryggðra lána. Kaupfélagsstjórinn
var hjálpsamur sem fyrr og þannig
var lánið til gjaldkerans tilkomið.
Það sama er að segja um þriðja
starfsmanninn sem fékk á aðra millj-
ón króna lán.