Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 6
6
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRUAR1986.
Viðskipti Viðskipti Viðskipti Vióskipti
Peningamarkaðurinn
Færeyska skipið Svanur fer héðan i dag, troðfullt af frystum fiski, til Bandaríkjanna. „Visst áhyggjuefni ef
erlend skipafélög, kannski styrkt af erlendum yfirvöldum, koma hingað í skipaflutninga," sagði Ómar Jóhanns-
son hjá Skipadeild Sambandsins. DV-mynd PK
Samkeppni í Ameríkusiglingum f rá Færeyingum:
Stoppa á íslandi eins
og víkingar til foma
Innlán með sérkjörum
Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eni
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjömu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fýrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaöarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iönaöarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildirhvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hveiju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
urí gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, og eftir 6
mánuði 37%. Frá 11.02. 1986 verða vextireftir
12 mánuði 38% og eftir 18 mánuði 39%. Sé
ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggð-
um reikningum gildir hún vun hávaxtareikn-
inginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðariega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. I>á ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heili-
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuöstóí
við innlausn. Með vaxtamiöum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til flmm ára.
f>au eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn veröbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfín eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi naftivöxtum. Þau
eru seld með affollum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvó árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er. mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oflar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396
stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við
grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699.
stig á grunni 100 frá 1975.
Færeyska skipafélagið Föroyar hef-
ur ákveðið að láta skipin sín, Svan
og Ólaf Gregersen, leggja lykkju á
leið sína frá Noregi til Bandaríkj-
anna, stoppa á höfnunum frá Vest-
mannaeyjum til Faxaflóa, taka þar
frystan fisk og flytja til Bandaríkj-
anna. Skipafélaginu Föroyar finnst
þetta fullkomlega eðlilegt, m.a.
vegna þess að „Færeyingar og ís-
lendingar áttu samvinnu um flutn-
inga yfir Atlantshafið til forna.
Gömlu víkingarnir nýttu sér þessa
siglingaleið og stoppað var á íslandi
á leiðinni," samkvæmt blaðafulltrúa
skipafélagsins, Áma Gregersen.
Umboðsmaður skipafélagsins hér
er Þorvaldur Jónsson skipamiðlari.
Sagði hann að þeir væru hvort eð
er að sigla þessa leið og hugsanlega
gæti þetta komið sér vel fyrir suma
Framkvæmdastjóm Landssam-
bands iðnaðarmanna telur ekki
sæmandi að afturkalla eða draga
úr loforðum sínum um hlutafjár-
framlag til Þróunarfélags íslands
hf. vegna ágreinings um menn í.
stöðu framkvæmdastjóra. Þetta er
svar við tilmælum Félags íslenskra
iðnrekenda.
Tilmælin voru um að stofnanir
og sjóðir iðnaðarins tækju aðild
sína að Þróunarfélaginu til endur-
skoðunar eftir pólitíska íhlutun við
Stofnað hefur verið nýtt hlutafélag
til að yfirtaka rekstur Jarðborana
ríkisins og Gufubors ríkisins og
Reykjavíkurborgar. Hlutafélagið
heitir Jarðboranir hf. og er í eigu
Reykjavíkurborgar og ríkisins að
jöfnum hlut. Málum var þannig
háttað fyrir stofhun hlutafélagsins
að Jarðboranir ríkisins sáu um
rekstur á Gufubor ríkisins og
Reykjavíkurborgar sem átti borinn
Dofra sem nú verður í eigu nýja
félagsins, Jarðborana hf.
„sem t.d. vildu flytja fisk í næstu
viku, fengju enga ferð með öðrum
skipafélögum og gætu því nýtt sér
þjónustu Færeyinganna". Um undir-
boð verður ekki að ræða sagði Þor-
valdur. Skipið Svanur kom hingað
fyrir stuttu með smokkfisk og fiski-
kassa frá Noregi og fer í dag með
frystan fisk héðan „og er með fullt
skip af fiski,“ sagði Þorvaldur.
„Það er auðvitað visst áhyggjuefni
ef erlend skipafélög fara að koma í
skipaflutninga hingað, kannski
styrkt af erlendum yfirvöldum. Ég
get ekki séð að þessi skip haldi þeirri
rútu sem þeir hafa ætlað sér - að
koma hingað einu sinni í hálfum
mánuði. Skipafélagið færeyska var
búið að bjóða okkur að nýta tómu
plássin í þessum skipum svo ekki
veit ég um hvernig gengur hjá þeim
ráðningu framkvæmdastjóra fé-
lagsins. „Um ráðningu fram-
kvæmdastjóra er ljóst að meirihluti
löglegrar stjómar þess stóð að
henni, hvað sem kann að vera
hæft í ásökunum um utanaðkom-
andi þrýsting," segir framkvæmda-
stjóm Landssambandsins.
Jafnframt segir hún i ályktun um
málið að Þróunarfélagið hf. þurfi
að geta starfað án óeðlilegra af-
skipta ríkisvaldsins.
Reykjavíkurborg þarf að leggja í
hlutafélagið heilmikinn kostnað
því veltufjármagn hlutafélagsins
er 136 milljónir sem borgin greiðir
til helminga á við ríkið. Saman-
lagður stofnkostnaður er 177,2
milljónir.
Karl Ragnars verkfræðingur hef-
ur verið ráðinn forstjóri hins ný-
stofnaða hlutafélags en stjórnar-
formaður er Jónas Elíasson pró-
fessor.
-KB
að fylla plássið. En við verðum að
standa í þessari samkeppni eins og
öðrum hingað til,“ sagði Ómar Jó-
hannsson hjá Skipadeild Sambands-
ins. -KB
Seldi velíHull
Frá Emil Thorarensen, fréttaritara
DV á Eskifirði:
Óskar Halldórsson RE-157, sem
gerður hefur verið út frá Eskifirði
um nokkurt skeið, seldi 71 tonn í
Hull sl. miðvikudag. Verð var nokk-
uð gott eða 52 krónur að meðaltali.
Uppistaðan var þorskur og ýsa.
Verð á gasolíu er lágt erlendis um
þessar mundir eins og kunnugt er. Á
miðvikudag var verð á gasolíulítran-
um í Bretlandi 7,27 kr. Til saman-
burðar er verðið til fiskiskipanna hér
heima 11,90 krónur.
Selfoss:
Skóbúðin
stækkuð
Frá Regínu Thorarensen, fréttarit-
ara DV á Selfossi:
Eigendur Skóbúðar Selfoss hyggj-
ast stækka hana um næstu mánaða-
mót, þ.e. mánaðamótin febrúar-mars.
Eins og fram hefur komið urðu eig-
endaskipti á versluninni í október
sl. Hefur rekstur hennar gengið mjög
vel.
En nú er lægð í sölunni, eins og
alltaf á þessum tíma. Ætla hinir fyr-
irhyggjusömu eigendur að nota
„dauða tímann“ til að stækka versl-
unina, eins og áður sagði.
KEAmeð
glansgalla
Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni
DV á Akureyri:
„Þetta er ekki alls kostar rétt hjá
saumakonunum. Við erum með
glansíþróttagalla og höfum selt mik-
ið af þeim,“ sagði Alfreð Almarsson,
verslunarstjóri vöruhúss KEA á
Akureyri, og gerði athugasemd við
ummæli saumakvennanna hjá fata-
deild Sambandsins í DV fyrir stuttu.
Þær sögðu: „Lítum á glansíþrótta-
gallana. Það er spurt mikið um þá í
verslun kaupfélagsins. Þar eru þeir
ekki til þó nóg sé af þeim hér á lag-
ernum. Það hlýtur að vera eitthvað
að.“
Alfreð sagði að KEA hefði selt
mikið af glansíþróttagölium frá
Heklu sl. sumar og eins fyrir jól.
VEXTIH BANKA 0G SPARISJÖÐA (%) 11.-20.021986
innlAn með sérkjörum sjAsérusta lii! tiillílililiiifi
innlAn överðtryggð SPARISJÖÐSBÆKUR Úbundin innstada 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsógn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0
6 mán. uppsogn 31.0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0
12mán. uppsógn 32.0 34.6 32.0 31.0 33.3
SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sp«r.A 3-5 mán. 25,0 23,0 23.0 23.0 23.0 25,0 25,0
INNLANSSKlRTEINI Sp. 6 mán. og m. 29.0 26,0 28.0 29.0 28.0
Til 6 mánafta 28.0 30,0 28.0 28.0
tékkareikningar Avlsanaraiknmgar 17.0 17,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
Hlauparaikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
innlAn verðtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6mán. uppsógn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
innlAn gengistryggð gjaldeyrisreikningar Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.6 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Starlingspund 11.5 11.5 12.0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11,5
Vestur-þýsk mórk 5.0 4.5 4.0 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
útlAn úverðtryggð ALMENNIR VlXLAR (Imvaxtir) 30.0 30.0 30,0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
VIÐSKIPTAVlXLAR (fonrextir) 34,02) k0> 34.0 kga 32.5 kga kge kga 34.0
ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) k* 35,0 kga 33.5 i<(» kgt kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5
útlAn verðtryggð SKULDABRÉF Aó 21 /2 árí 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4,0
Langrían21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLAN TIL FRAMLEBSLU sjAnœanmAlsi)
l)Lán tU innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutningB, í SDR 10%,
í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) Vaxtaáiag á skuldabréf tii uppgjörs vanskiialána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í AJþýðubankanum og Verslunarbankanum.
Iðnaðarmenn um Þróunarfélagið:
„Brotthlaup er
ekki sæmandi”
Borínn Dofri
í hendur
nýrra eigenda