Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 7
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
7
Atvinnumál
Atvinnumál
Atvinnumál
Atvinnumál
Gámaútflutningur
ogferskflök
meðflugi
hækkafiskverð:
Útflutningur fersks fisks í gám-
um er orðinn verulegur þáttur í
fiskútflutningi Islendinga. Fiskur-
inn berst með þessu móti á markað-
inn í ágætu standi og fyrir hann
fæst yfirleitt gott verð. Mörg und-
anfarin ár hefur oft verið rætt um
það að skynsamlegt væri að flytja
fiskinn ferskan á markað í gámum
vöruflutningaskipa í stað þess að
láta veiðiskipin sjálf sigla. Þetta
væri líkt því og láta skurðgröfur
aka með mold í stað vörubíla.
Gámaflutningurinn byrjar þó ekki
af krafti fyrr en fyrir rúmum tveim-
ur árum og er raunar enn í þróun.
í þessum málum sem og mörgum
öðrum rekast á hagsmunir. Þeir
útgerðarmenn, sem útflutninginn
stunda, telja hann farsæla lausn.
Fiskvinnslan í landi er ekki á sama
máli. Aðstandendur hennar vilja
fiskinn til vinnslu hérlendis.
Brautryðjendur gámaútflutnings
eru nokkrir. Einn þeirra er Helgi
Zoega, sem lengi hefur verið um-
boðsmaður fyrir íslenskan fisk í
Englandi. Blaðamanni er það
minnisstætt er hann hitti Helga í
Fleetwood seint á síðasta áratug.
Þá var það honum ofarlega í huga
að flytja ferska fiskinn frá íslandi
með flutningaskipum í stað veiði-
skipa. Þá talaði Helgi fyrir daufum
eyrum en breyting hefur nú orðið
á.
DV hitti Helga að máli fyrir
skömmu en hann var þá enn á
förum til Englands í fisksöluhug-
leiðingum. Með Helga var Haf-
steinn Ásgeirsson, útgerðarmaður
í Þorlákshöfn. Hafsteinn gerir út
Guðfinnu Steinsdóttur ÁR 10.
Hafsteinn lét bát sinn sigla lengi
vel en fyrir hálfu þriðja ári söðlaði
hann um og hætti því. Þess í stað
er aflinn allur sendur utan með
gámum.
Betri fiskur á markað
Hafsteinn hefur ákveðnar skoð-
anir á gámaflutningunum: „Við
byrjuðum á þessu haustið 1983. Við
vorum í siglingum á bátnum þegar
fór að hausta en það var erfitt
vegna brælu. Við klipptum því á
túrinn, fórum í land og sendum
FERSKFISKUR ER
FULLUNNIN VARA
aflann út. Útkoman úr því var
sæmileg. Síðan hefur þetta þróast.
Það er ekki efi að þessi gámaút-
flutningur bjargaði mörgum í fyrra.
Vertíðin var svo léleg, t.d. brást
ýsuveiðin alveg,“ sagði Hafsteinn.
Þeir Helgi og Hafsteinn voru
sammála um það að jákvæð þróun
hefði orðið í þessum útflutnings-
máta. Nú gengju menn til dæmis
mun betur en áður frá fiski um
borð i fiskiskipunum sem veiddu
fyrir gámaflutninginn. Þá væru
sífellt fleiri gámar einangraðir.
Þeir sögðu að nauðsynlegt væri að
einangra alla gámana svo fiskur-
inn héldist vel ísaður á áfangastað.
„Ef vel tekst til er hægt að senda
fisk beint úr sjó í gámana og á
markaðinn," sagði Hafsteinn.
„Fiskur getur þannig verið á sjötta
degi er hann kemur á markaðinn.
Á betra verður ekki kosið. Algengt
er þó að gámafiskurinn sé um það
bil níu daga gamall þegar hann
kemur á markað. Sé hins vegar
miðað við veiðitúra og siglingu
veiðiskipsins sjálfs er fiskurinn
orðinn ellefu til tólf daga gamall.
Bátur eins og minn á að geta farið
út, náð í fisk í einn gám og komið
með hann að landi.“
„Þessi gámaútflutningur hefur
byggt upp markaðinn og hækkað
verð, raunar fyrir skipin sem sigla
líka. Framboðið á markaðinn er
mikið stöðugra. Menn eiga því
erindi á markaðinn, vita að þeir
geta fengið góða vöru. Ætli þessi
markaður, sem við siglum á, þoli
ekki um það bil tvö þúsund tonn á
viku. Útflutningurinn að undan-
förnu hefur numið um fimmtán
hundruð til tvö þúsund tonnum á
viku.“
Fiskvinnslan verður að þróa
sig
„Það er alltaf urgur í fiskvinnsl-
unni vegna þessa útflutnings,“
sagði Hafsteinn. „En það er aðeins
skammsýni. Ferskfiskmarkaðnum
þarf að sinna eins og öðrum. Fersk-
fiskur, sem fluttur er út, er fullunn-
in vara.
Ég vil þó ekki segja að það eigi
Hafsteinn Ásgeirsson, útgerðarmaður í Þorlákshöfn, og Helgi Zoega,
umboðsmaður fyrir ferskfisk. DV-mynd KAE
F erskfiskur úr íslensku skipi boðinn upp i Grimsby.
DV-mynd Jónas Haraldsson.
að draga úr vinnslunni hér heima.
Hún verður hins vegar að þróa sig
til þess að skila hærra verði. Það
eru ýmsir möguleikar í vinnslunni,
en ekkert sem hefur ýtt á eftir og
kallað á úrbætur. Gámaútflutning-
urinn hefur nú upp á síðkastið
orðið til þess að nú er hægt að fá
ágætt verð fyrir fisk hér heima.
Sem dæmi má taka samkeppnina
um ýsuna. Það er slagur um hana
hjá fisksölum. Nú er greitt fyrir
hana tvöfalt verð miðað við verð-
lagsákvörðun. Þá má nefna út-
flutning á ferskum flökum með
flugi. Sá útflutningur skilar mun
betra verði en fæst hér heima, auk
þess sem greiðsla fæst strax í stað
þess að bíða þurfi mánuðum saman
eftir uppgjöri."
„Frystingin er að mörgu leyti
orðin gamaldags,“ sagði Hafsteinn.
„Þetta er bara geymsluaðferð.
Flutningatæknin og ferðatíðnin er
allt önnur en þegar verið var að
byggja upp frystihúsin svo forða
mætti fiskinum frá skemmdum.
Það er engin spurning um það að
markaðurinn vill fá ferskan fisk
og borga meira fyrir hann. Það
kemur ekki til mála áð reka fryst-
inguna sem atvinnubótavinnu
þannig að gefa þurfi frystihúsunum
fiskinn.
Stóru fyrirtækin þröskuldar
Það er ómögulegt annað en þessu
verði breytt. Það má hugsa sér það
að fólkið og húsin verði nýtt til að
flaka og hreinsa en sleppa frysting-
unni - þessu rándýra rafmagni. Það
er enginn hörgull á kaupendum á
ferskum fiski. Auðvitað eru
ákveðnar tegundir, sem ekki verð-
ur komist hjá að frysta, hluti af
þorskinum, lakari karfinn sem fer
á Rússland, steinbítur og fleira.
Ameríkumarkaðurinn verður stór
áfram en þar er einnig mikill mark-
aður fyrir fersk flök. Þröskuldur-
inn er hins vegar þessi stóru fyrir-
tæki sem þar hafa verið byggð. Við
sem róum lítum á þessi apparöt í
Ameriku sem fyrirtæki sem þarf að
skaffa nógu mikið af ódýrum fiski.
Við viljum aftur á móti fá borgað
fyrir hann.
Vandinn er sá að enginn hefur
verið að spá í þetta nema við smá-
karlarnir. Hinir stóru hugsa ekki
um annað en að ryðja þessu til
Ameríku. Þeir hrópa úlfur, úlfur
og segja að við stefnum öllu í voða
með því að selja fiskinn annað en
til Bandaríkjanna. Þetta er tog-
streita og pot.
En það er til mikið af rándýrum
mörkuðum um alla Evrópu, allt
meginlandið meira og minna. Og
þá má ekki gleyma Japan. Það er
talsvert af mörkuðum sem við get-
um ekki nýtt nema frysta beint úr
sjó. Þar má nefna karfamarkaðinn
í Japan. Þeir vilja karfann rauðan
og þannig næst hann ekki nema
frystur beint úr sjó. Þar koma til
frystitogararnir. Það segirsig sjálft
að það eru allt önnur gæði ef varan
er fryst þannig," sagði Hafsteinn.
-JH
OSRAM fæst
á bensínstöðvum
1007. MIIRI LYSING
OSRAM HALOGEN perur lýsa 100/- meira en
venjulegar perur og endast tvöfalt lengur.
Hinn velupplýsti maður A 1111
er með peruna í lagi w n r\ IVI