Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 8
8 DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd SOKKINN Á KAF Þessi loftmynd er tekin yfir slysstaðnum þar sem sovéska farþegaskipið „Mikhail Lermentov“ fór niður undan Port Core á Nýja Sjálandi. Neðst á myndinni sést björgunarbátur á hvolfi en hann er enn fastur við skips- skrokkinn og marar í hálfu kafi en stutt niður á skipið. Eins og frá er sagt hér á hinni síðunni var öllum nema einum af 739 manns um borð bjargað. HÓFÍ í NORSKU ÚTVARPI Björg Eva Erlendsdóttir, fréttaritari DVÍOsló: Ungrú alheimur er í Osló þessa dagana á vegum Flugleiða. Hólmfríði Karlsdóttur er tekið opnum örmum hér í Osló. Fjölmiðlar í Noregi gera meira veður út af þess- ari Oslóarheimsókn hennar heldur en sjálfri fegurðarsamkeppninni í London í haust. Þá var keppnin varla nefnd í norskum íjölmiðlum. Norska stúlkan gerði það þá heldur ekki gott í keppninni. Núna var tekið viðtal við Hófí á einum besta útsendingartíma út- varpsins í vinsælum morgunþætti á laugardaginn. í sama þætti var gerð hlustendakönnun á því hvort fólk væri á móti fegurðarsamkeppnum eða fylgjandi þeim. Mjótt var á munum, en meirihluti þeirra sem hringdu í útvarpið var hlynntur fegurðarsamkeppnum. Á eftir könnuninni fylgdi viðtalið við Hófí sem fór að mestu leyti fram á ensku. Hún sagði frá reynslu sinni í Royal Albert Hall í haust og frá hvers- dagslífi sínu í Reykjavík. Einnig kom það í ljós að hún mun verða viðstödd í Osló í ágúst næst- komandi þegar fulltrúi Noregs verð- ur valinn í alheimsfegurðarsam- keppnina næst. stjóminni Haukur Lárus Hauksson, fréttaritari DV í Kaupmannahöfn: Samkvæmt nýlegum skoðana- könnunum er útlit fyrir að Danir samþykki tillögur um breytingar á aðildinni að Efnahagsbandalaginu i svokallaðri leiðbeinandi þjóðarat- kvæðagreiðslu 27. febrúar næstkom- andi. Samkvæmt skoðanakönnunum segjast yfir 50 prósent kjósenda vera fylgjandi tillögunum, 26 prósent andvíg og 24 prósent hafa enn ekki gert upp hug sinn. Eins og við fyrri skoðanakannanir eru kjósendur stjómarflokkanna fylgjandi tillögunum en kjósendur vinstri flokkanna eru á móti. í heild virðist fylgi við stjómina í þessu máli fara vaxandi. Óvissa virðist aftur á móti um af- Frakkarí loftárás Ásteytingur Frakklands og Líbýu um málefni mið-afríkanska ríkisins Chad braust að nýju fram í gær og gerðu Frakkar loftárás á yfirráða- svæði uppreisnarmanna í norður- hluta landsins. Var sagt að flugvöll- ur uppreisnarmanna hefði verið eyðilagður í loftárásinni. Líbýumenn, sem mjög hafa notað þennan flugvöll til flutninga á her- gögnum og hermönnum til stuðnings uppreisnarmönnum, sökuðu Frakka um „villimennsku“og átöldu þá fyrir árás á borgaralegan flugvöll sem notaður væri til flutninga á matvæl- um og læknislyíjum. Hissene Habre, forseti Chad, hafði óskað hjálpar Frakka vegna fram- rásar uppreisnarmanna og em þetta fyrstu beinu afskipti Frakka af borg- arastríðinu í Chad síðan franskt herlið varð þaðan á burt í nóvember 1984 samkvæmt samkomulagi við Líbýu. stöðu kjósenda Jafhaðarmanna- flokksins. Af þeim eru 44 prósent andvíg tillögunum, 26 prósent fylgj- andi meðan 30 prósent hafa enn ekki tekið afstöðu. Naumur sigur Soares Nú er ljóst að Mario Soares, gamal- kunnur leiðtogi portúgalskra sósíal- ista og forsætisráðherra landsins í þrjú skipti, hefur unnið sigur í portúgölsku þingkosningunum. Soares verður fyrsti forseti Portú- gal úr röðum óbreyttra borgara í 60 Eftir að talningu atkvæða var sem næst lokið árla í -morgun var ljóst að Soares var með einu til tveim prósentum fleiri atkvæði en mót- frambjóðandi hans og frambjóðandi hægri aflanna, lagaprófessorinn Diogo Freitas Do Amaral. Þúsundir stuðningsmanna Soares fögnuðu sigrinum með flugeldum og lúðrablæstri í Lissabon fram á rauða nótt. „Þakka ykkur fyrir þennan sigur, þetta er sigur lýðræðis, frelsis, um- burðarlyndis og friðar,“ sagði Soares á fundi þúsunda stuðningsmanna við aðalstöðvar sínar í Lissabon í nótt. Tókst að sameina vinstri öflin Sigur Soares kemur nokkuð á óvart. Sósíalistaflokkur Soares tapaði miklu fylgi í þingkosningum síðast- liðinn október og skoðanakannanir höfðu ekki gefið Soares meira en 10 prósent fylgi fyrir forkosningamar til forseta í j anúar síðastliðnum. í forkosningunum fékk Soares rúm 25 prósent atkvæða en Do Amaral tæpan helming. Soares virðist svo í sjálfri kosn- ingabaráttunni hafa tekist að hnýta saman skiptar fylkingar vinstri- manna er höfðu þríklofnað í forkosn- ingunum og vinna nauman sigur. Soares tókst meira að segja að afla sér stuðnings kommúnista á síðustu þrem vikunum fyrir kosningamar, en hinn Sovétsinnaði kommúnista- flokkur Portúgal hefur löngum eldað grátt silfur við Soares vegna hat- rammrar andstöðu hans við hugsjón- ir kommúnismans. Soares tekur við af Antonio Ramal- ho Eanes hershöfðingja er gegnt hefur forsetaembætti í Portúgal eftir tvö fimm ára kjörtímabil. BARN DEYR VEGNA EYÐNI í SVISS Mário Róarés skí!ark|örséðlT sinúní inní éinum kosnfúgutium í Portúgál. Frá Gissuri Helgasyni, fréttaritara DVíZiirich: Þriggja ára barn andaðist í síðustu viku úr eyðni á spítala hér í Zúrich. Bamið hafði sýkst í móðurkviði en faðirinn mun vera í hinum alræmda áhættuhópi, það er að segja kyn- tivorfnr -------------------- Annað barn, fjögurra ára að aldri, hefur verið á spítala vegna sýkingar en hefur nú fengið að fara heim. Þar var einnig um að ræða sýkingu fyrir fæðingu. Alls hefur nú fundist um 101 alvar- legt tilfelli um eyðni frá áramótum í Sviss. Danir fylgja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.