Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 12
12
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
Svartá og
Blanda
Stangaveiöifélag Reykjavíkur hefur tekiö á leigu allan
veiðirétt í Svartá utan Hvamms frá 1. júlí til 10. sept-
ember auk silungasvæðis í Svartá ofan Hvamms og
í Fossá í júlí og ágúst. Einnig hefur félagið tekið á
leigu hluta veiðiréttar í Blöndu neðan stiga frá 5. júní
til 4. september auk tilraunastangar í Langadal ofan
stiga.
Umsóknir um veiðileyfi berist sem fyrst afgreiðslunni
að Háaleitisbraut 68, Austurveri, s. 686050 og 83425,
en þar eru veitttar allar nánari upplýsingar.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur.
Vilt þúverða
skiptinemi i sumar?
AFS býður ungu fólki 2 mán. sumardvöl 1986 í:
* Danmörku, Finnlandi, Portúgal, Spáni, Frakklandi,
Þýskalandi: 15-18 ára.
* Bretlandi, íriandi: sjálfboðaliðavinna: 16-21 árs.
* Noregi: sveitastörf: 15-19 ára.
* Hollandi: menningar- og listadagskrá: 16-22 ára.
* Bandaríkjunum: enskunám: 15-30 ára.
Umsóknartími er frá 21. janúar til
21. febrúar.
Skrifstofan er opin kl. 14-17 virka daga.
ERT ÞÚ AÐ MISSA AF LESTINNI?
^lfvS á íslandi
-alþjóbieg fræbsla og samskipti -
Hverfisgötu 39, P.O. Box 753,121 Reykjavík, simi 91-25450.
JIS
rAAAAAA "*
ízícdo: nGiuQiJ
im«8nfi* m**fcjui» l tatii,
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
GJAFAVÖRUDEILD.
Nýttfrá
VILLEROV & BOCH
Aðeins hjá okkur
Neytendur Neytendur Neytendur
Lúxus eða nauðsyn
-tollar og álagning á myndlistarvörur
„Við getum ekki notað þá liti sem við helst vildum því við höfum ekki efni
á að gera þau mistök sem óhjákvæmilega verða í námi. Þetta leiðir til þess
að myndlistarmenn fara að mála minni myndir og spara við sig litina. “
Á litum sem notaðir eru til málunar, kennslu og auglýsingagerðar er 35%
tollur og 30% vörugjald auk þess sem smásöluálagningin getur nálgast 80-90%.
„Ég verð að segja að mér finnst þetta
mjög undarleg stefna, að þykjast
vera að hlúa að menningu og listum
en gera listamönnum jafnframt
ókleift að stunda listina sem skyldi,“
sagði Jóhanna Guðjónsdóttir í Litn-
um um það ófremdarástand sem ríkir
í mólum myndlistarmanna varðandi
tolla og álagninu á olíuliti, striga og
aðrar þær vörur sem myndlistar-
menn nota í listinni.
Samband íslenskra myndlistar-
manna hefur reynt að vinna að því
að fá tolla og aðflutningsgjöld af
myndlistarvörum minnkuð eða felld
niður en lítið hefur miðað í þeim
málum enn sem komið er. Penninn
og Liturinn eru meðal þeirra fyrir-
tækja sem flytja þessar vörur inn og
selja í smásölu og tekur verslunar-
fólk í þessum verslunum í sama
streng og hefur reynt að fó þessi mál
lagfærð.
Hér eru seldir tvenns konar olíulit-
ir, svokallaðir skólalitir sem inni-
halda meira fyllingarefni og eru því
ódýrari en ekta olíulitir sem eru
tærari og vandaðri. Penninn selur
Windsor og Newton liti og kosta
skólalitir í 37 ml túbum 131 krónu
en vandaðri litir frá 140 upp í 600
krónur í 21 ml túbum. Dósir sem
innihalda 250 ml af olíulit kosta um
400 krónur.
Liturinn selur hollenska liti sem
heita Amsterdam og kosta 60 ml af
listmálaralitum 243 krónur og 200
ml 699 krónur. Strigi er seldur eftir
metramáli, hör eða bómull. Liturinn
selur metrann af bómull á 964 krónur
og grófan hörstriga á 1589 krónur.
Penninn selur fínan bómullarstriga
á 543 krónur og grófan hörstriga, sem
er dýrastur, á 1570 krónur.
Umtalsverð álagning
Álagning í smásölu og heildsölu er
frjáls og svo virðist sem hún sé einnig
töluverð enda hreyfast þessar vörur
lítið miðað við annað og gjöldin, sem
greiða þarf ríkinu, eru há. Jón Mýr-
dal yfirtollvörður sagði að umræður
um þessa hluti væru alltaf í gangi
en númer tollskrárinnnar væru al-
þjóðleg norm sem ekki væri hægt að
hnika, aftur á móti væri það löggjaf-
arvaldsins að ákveða álagninguna
fyrir hvert númer. „Það má telja
skatta á listsköpun lúxus og þá lúxus
stjórnvalda, en litir til listmálunar,
kennslu og auglýsingagerðar eru
með 35% tolli, 30% vörugjaldi og 1%
vöruafgreiðslugjaldi. Þetta má
kanski teljast lúxustollur en hæsti
tollur, sem lagður er á vöru, er 80%-“
Strigi flokkast sem vefnaðarvara
og tollar því mun hagstæðari. Pensl-
ar og rammar eru tollfríir sé flutt inn
frá fríverslunarsvæðinu en 17% toll-
ur komi þeir utan svæðisins.
„Við höfum ekki efni á að mála eins
og við helst vildum.“ „Mér dettur
ekki í hug að kaupa túpuliti. Ég
reyni heldur að búa til mína eigin
liti, en það eru lélegar og óljósar
uppskriftir sem við förum eftir og
blöndum saman litardufti, línolíu og
vaxi sem bindiefni. Þetta fer út í það
að fólk málar smærra og minna og
það er ekki góð þróun,“ sagði einn
nemandi í málaradeild Myndlista- og
handíðaskólans. Nemendurnir eru
mjög óhressir með þessi mál og allir
tóku í sama streng með það að eina
leiðin væri að nota annað efni en það
sem þau helst vildu nota, oft venju-
lega plastmálningu sem hefur þann
ókost að endast illa og hún hefur
einnig allt aðra eiginleika en olíu-
málning.
„Ef við gefum okkur málverk sem
er 1,30x1,10 og reiknum með striga,
blindramma, grunni og litum, þá er
ekki ofreiknað að ætla að efniviður-
inn kosti um 3000 krónur. Svo fólk
getur auðveldlega séð hvað mörg slík
málverk námsmaður hefði efni á að
mála,“ sagði nemi á 3. ári.
Eins og áður sagði hefúr lítið
miðað í þá átt að fá tolla af vörum
fyrir myndlistarmenn lækkaða en
spurningin hlýtur því að standa um
hvort listsköpun sé lúxus eða nauð-
syn eða hvort myndlistarmenn og
listunnendur séu betur settir með
minni málverk og sparlegri litanotk-
un.
-S.Konn.
Piparsveinar og
kvengrænmetisætur
kaupa tilbúna rétti
{ Fréttabréfi Útflutningsmiðstöðv- Markaður tilbúinna matvæla í
ar iðnaðarins segir að í ýmsum Bretlandi hefur aukist úr 45 millj.
löndum séu matvælaframleiðendur kg árið 1980 í 102 millj. kg árið
í óða önn að aðlaga vörur sínar 1985. Á fyrstu 10 mánuðum ársins
markaði þar sem vaxtarmöguleikar 1985 voru 1638 nýir tilbúnir réttir
eru miklir, þ.e. tilbúin matvæli. settir á markað í Bretlandi.
örbylgjuofhar munu ryða þessum Athuganir sýna að stærstu nú-
vörum braut. verandi notendur tilbúinna rétta
I breskri spá kemur f'ram að eru barnafjölskyldur, fólk sem
áætlað er að árið 1990 eigi 40-80% vinnur vaktavinnu, fólk sem vill
allra heimila í Bretlandi örbylgju- borða heitan morgunverð, pipar-
ofna. Nú er talið að um 14% sveinar og grænmetisætur af kven-
breskra heimila eigi örbylgjuofna. kyni. -A.Bj.
fFELAGLSMALASTOFNUN
REYKJAVÍ KU RB0 RGAR
Fjölskyldudeild óskar eftir tilsjónarmönnum til að styðja börn og unglinga.
Um er að ræða 10-40 tíma á mánuði:
Fólk sem:
- hefur gott innsæi og áhuga á mannlegum samskiptum.
- er hugmyndaríkt og hlýlegt í viðmóti, en jafnframt ákveðið.
- hefur tök á að skuldbinda sig a.m.k. í Vi ár.
Getur sótt um, óháð menntun eða stöðu.
Nánari upplýsingar veittar í síma 621611, kl. 10-12, alla virka daga fyrir 21.
febrúar nk.