Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 14
14
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ARVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Hvað með fiskinn ?
Kvikmyndin um kjarnorkustríð, sem sýnd var í sjón-
varpinu um daginn, hefur endurvakið umræðu um lélegt
ástand íslenzkra almannavarna. En umræðan varð ekki
langvinn, því að áhugaleysi okkar á almannavörnum
stingur í stúf við ríkjandi sjónarmið í nágrenninu.
Við þurfum öflugar almannavarnir, ekki bara vegna
eldgosa og annarra náttúruhamfara, heldur einnig
vegna atómstríðs, jafnvel þótt engar sprengjur féllu hér
á landi. Við verðum að vera undir það búin, að áhrif
slíkrar styrjaldar berist vítt um jörðina.
Margir telja, að sjónvarpskvikmyndin hafí vanmetið
áhrif kjarnorkustyrjaldar á veðurfar og gróðurskilyrði.
Um leið má segja, að hún hafi líka vanmetið getu þjóð-
félags manna til að skipuleggja sig að nýju við erfíðar
aðstæður og koma af stað endurnýjaðri tækniþróun.
Fyrir löngu er orðið tímabært, að íslendingar vakni
til lífsins í almannavörnum. Við lifum ekki lengur yið
ógnaröryggi atómsprengjunnar. Það hefur breytzt í
tímahraks-óöryggi. Viðbragðstími heimsveldanna gegn
kjarnorkuárás er kominn niður fyrir tíu mínútur.
Við slíkar aðstæður er enginn tími til að halda fundi,
ef tölvurnar segja, að kjarnorkuárás sé skollin á.
Tækniþróunin hefur valdið því, að það er ekki lengur
skák heimsveldanna, heldur hættan á tæknimistökum,
sem er orðin líklegasta orsök atómstríðs.
Hið fyrsta, sem við þurfum að gera okkur grein fyrir,
er, hvort við höfum mat. Svo vel vill til, að við höfum
meiri matarbirgðir miðað við fólksfjölda en nokkur
önnur þjóð í heiminum. Birgðir okkar af búvöru eru
skiptimynt ein í samanburði við birgðir sjávarfangs.
í hverju plássi landsins er fullt af frosnum fiski og
öðrum sjávarafla, sem líklega gæti nægt þjóðinni í
nokkur ár, ef hún yrði sambandslaus við umheiminn
og hefði enga olíu til að veiða meiri fisk. Almannavarnir
hafa ekkert látið frá sér fara um þetta mikilvæga atriði.
Hvað á að gera við allan þennan fisk? Við þurfum
að vita, hvort geymslurnar séu öruggar gegn geislun
og öðrum stríðsáhrifum. Við þurfum að búa svo um
hnútana, að fiskur og önnur matvæli vinnslustöðvanna
endist okkur um ófyrirsjáanlega framtíð.
Vitrænasta verkefni almannavarna væri að haga
málum þannig, að geymslurnar væru öruggar gegn
geislun og héldu rafinagni í hamförum. Unnt þarf að
vera að olíukeyra frystingu í geymslunum, meðan verið
er að koma raforkuverum og rafveitum í gang.
í þessu skyni þurfa að vera til gangfærar dísilstöðvar
og nægar birgðir af olíu, svo og rekstrarvörum til að
koma orkuverum í gang eftir stóráföll og til að halda
þeim síðan í gangi um langan aldur. Aldrei hefur sézt
nein opinber áætlun um slík atriði.
Um alla sjávarsíðu íslands býr fólk í járnbentum
steinsteypuhúsum nokkurn veginn við hlið hinna gífur-
legu matarforðabúra fiskvinnslunnar. Það ætti að vera
tiltölulega ódýrt skipulagsatriði að tryggja, að lífið
haldi áfram í flestum þessara byggðarlaga.
Maðurinn hefur undraverða hæfileika til að laga sig
að breyttum aðstæðum. Þar að auki höfum við tækni-
þekkingu og mikla reynslu af skipulagningu starfa
okkar. Engin ástæða er til að ætla, að mannkynið leyfi
rottunni að taka völdin á jörðinni, þótt slysið gerist.
Þó er hart, að einmitt þjóð íjarlægðar, einangrunar,
matarbirgða, tækniþekkingar og peninga skuli fljóta
sofandi að feigðarósi skorts á almannavörnum.
Jónas Kristjánsson
Niðurstaða
í bjórmálinu
Umræðan í bjórmálinu hefur nú
verið til lykta leidd: Áhrif bjórlíkis-
ins á heildarneysluna liggja fyrir.
Nýjustu tölur um áfengisneyslu
landsmanna sýna að bjórlíkið
bættist ekki við aðra neyslu eins
og Áfengisvamaráð spáði.
Áfengisvarnaráð, sem æ ofan í
æ hefur hamrað á því að bjórinn
yrði aðeins viðbót, hefur þar með
orðið undir í umræðunni og ber
að segjaafsér.
Sérstaklega beini ég þeim orðum
til Jóhannesar Bergsveinssonar
læknis, sem getur ekki sóma síns
vegna setið í þessu ráði áfram.
Jafnframt hefur nú fengist svar
við fyrirspumum Halldórs á
Kirkjubóli um hvemig verðleggja
skuli bjórinn þegar hann kemur.
Svarið er: eins og bjórlíkið!
En í stuttu máli: Umræðunni er
í raun lokið. Komi Jóhannes og
félagar ekki fram með nein mótrök
skoðast þessi ósigur þeirra endan-
legur.
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
FRJÁLSLYNDI
í FRAMKVÆMD
ÁFENGISNEYSLA Á MANN MIÐAÐ VIÐ
100% ÁFENGI
2} LÉTT VÍN
m STERKIR DRYKKIR
MYNDA
LFTRAR
r 3
BREYTINGAR A AFENGISNEYSLU
1974 - 1985
'74 ’75 '76 '77 '78 '79 '80 '81 '82 '83 '84 '85
MYNDB
LÉTT VÍN
STERK VÍN
3 LÍTRAR PR.
MANN
2 Á ÁRI
1
0
ÁR
„Þannig hefur það ótrúlega gerst að léttu vínin og bjórlíkið hafa
dregið úr hinni skefjalausu aukningu áfengisneyslu sem einkenndi
árin eftir stríð.“
a „Nýjustu tölur um áfengisneyslu
^ landsmanna eru jafnvel enn betri en
ég þorði að vona og stefna þvert gegn
öllum spám Afengisvarnaráðs.“
Nýjustu tölur
Nýjustu tölur um áfengisneyslu
landsmanna eru jafnvel enn betri
en ég þorði að vona og stefna þvert
gegn öllum spám Áfengisvarna-
ráðs.
I stuttu máli kemur í ljós að á
þeim tíma, sem „pöbbabyltingin“
átti sér stað, jókst heildarneyslan
ekki hætishót. Hún þvert á móti
dróst saman.
Skýringin er augljós. Bjórlíkið
er dýrt og því bættist það ekki við
þá neyslu sem fyrir var, heldur ýtti
það einfaldlega öðru áfengi til hlið-
ar.
Þetta hafði að vísu þau áhrif að
svo virðist sem hlutdeild sterku
drykkjanna hafi aukist á árinu
1985, en sú ályktun er sem sé ekki
raunhæf.
Því bjórlíki er ekki sterkur
drykkur, heldur veikur. Og það
sem gildir nú er að alþingismenn
sjái til þess að við fáum hingað
alvörubjór.
Léttvín ogbjórlíki
Þessar niðurstöður eru í full-
komnu samræmi við reynsluna af
léttu vínunum.
Því var spáð af Áfengisvarnaráði
að léttu vínin mundu bætast við
það áfengi sem fyrir var drukkið í
landinu. Það fór allt saman á
annan veg.
Mynd A sýnir neysluna eins og
hún var frá 1880 til 1980. Eins og
sjá má jókst hún sérstaklega ört á
tímabilinu frá 1930 fram til um
1975.
Þá komu léttu vínin til sögunnar.
Samkvæmt kenningum Jóhannes-
ar og félaga hefðu léttu vínin nú
átt að bætast við og heildarneyslan
að aukast til muna.
Hið gagnstæða gerðist eins og
sést á mynd B. Léttu vínin voru
verðlögð dýrt og í stað þess að
bætast við neysluna héldu þau
aukningunni í skefjum!!
Sama hefur nú gerst með bjórlík-
ið. Þrátt fyrir fullyrðingar um
aukna áfengisdrykkju í landinu og
fleira jókst hún ekki hætis hót
síðustu 2 árin.
Þannig hefur það ótrúlega gerst
að léttu vín og bjórlíkið hafa
dregið úr hinni skefjalausu aukn-
ingu áfengisneyslu sem einkenndi
árin eftir stríð.
Þar við bætist auðvitað að notk-
un á veiku áfengi (bjórinn með-
talinn) er miklu hættuminni en
notkun sterkra drykkja. Þarf þá
ekki frekar vitnanna við!
Bjórinn strax
Ekki er að efa að alþingismenn
þumbist við. Ekki er að efa að
stúkumenn sigi á mig og aðra sín-
um hulduher og Velvakandaliði.
Hefur það einmitt verið ljótasti
angi þessa máls hvemig fáeinir
stúkumenn hafa æ ofan í æ reynt
að breyta þessari umræðu í per-
sónulegt skítkast.
Núna þegar þeir eru endanlega
orðnir undir í umræðunni er ekki
að efa að þeir munu beita öllum
brögðum til þess að draga hana
niður á þann flöt.
Hitt er jafnframt ljóst að frjáls-
lyndu öflin í þessu landi láta ekki
endalaust traðka á sér. Og á Al-
þingi eru margir einlægir umbóta-
sinnar, þ.á m. forsætisráðherra.
Ég skora á þessa menn að kalla
saman alla þá sérfræðinga sem um
þessi mál hafa fjallað, halda ráð-
stefiiu, ef ekki dugir minna, til að
draga fram rök og mótrök.
Lokaorð
Endanlegur úrskurður hefur
loksins fengist í bjórmálinu.
Reynslan bæði af léttu vínunum
og bjórlíkinu sýnir að við getum
áhyggjulaust leyft hér bjór svo
fremi hann verður verðlagður líkt
og bjórlíkið.
Hvorki þarf að óttast að heildar-
neyslan aukist né heldur að áfeng-
issýki í landinu muni aukast. Þvert
á móti mun ástandið skána.
Þar með mun annað þjóðþrifamál
og heilbrigðismál verða útkljáð.
Vonandi geta allir, sem áhuga hafa
á bættri heilbrigði íslensku þjóðar-
innar, snúið bökum saman.......
upp frá því.
Jón Óttar Ragnarsson