Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 20
20 DV. MÁNUDAGÚR17. FEBRÚAR1986.' Reykjavíkurskákmótið: „KONAN MIN ÞYKIST VERA SKAKMAÐUR" * * m ma^m w m n ■■ ■ m m ■ segir Rússinn Mikael Tal Metaðsókn var að Reykjavíkur- skákmótinu um helgina. Það var svo pakkað af fólki í aðaltaflsaln- um í gær að ómögulegt reyndist að smokra sér þar inn. Atburðarásin var eftir því og ekki tíðindalaus taflmennska á Loftleiðum. Besta skákin í 4. umferð, sem tefld var á laugardaginn, var skák Margeirs Péturssonar og Wilders frá Banda- ríkjunum. Margeir fórnaði manni, sótti á og vann fallega. Önnur skák vakti sérstaka athygli, skák land- anna Kurt Hansens og Bent Lars- ens. Það er mikil samkeppni og ekkert fóstbræðralag á milli þeirra. Skákin var blóðug. Hansen er efsti maður á mótinu og Larsen ætlaði sér að vinna en hefur eflaust verið allt of spenntur og tapaði að lokum. Davíð Ólafsson kom á óvart og vann alþjóðameistarann Ligtering frá Hollandi. Björgvin Jónsson, sem kveðið hefur mikið að á þessu móti, tapaði fyrir Guðmundi Sigur- jónssyni á laugardaginn. Björgvin er sonur Jóns Oddssonar hæsta- réttarlögmanns en ekki Jóns Böð- varssonar eins og sagt var í DV sl. föstudag. Björgvin er þó ekki alls ótengdur Jóni Böðvarssyni því hann er stjúpsonur hans. Utut frá Indónesíu, sem komið hefur svo á óvart, hélt því áfram í 4. umferð og vann Quinteros. Það var sögu- legt með Jón L., hann lék sig í mát vegna tímahraks og tapaði fyrir Salov sem er mjög efnilegur á þessu móti, með efstu mönnum. Reshevshy lagðist á bæn Elsti keppandinn á mótinu, hinn 74 ára gamli Reshevshy, er gyðing- ur. Hann keppir helst ekki á laug- ardögum og þá ekki fyrr en klukkustundu eftir að sólin er sest. Þetta skapaði hin mestu vandræði á laugardaginn. Hringt var sér- staklega og athugað með sólarlag- ið. Jú, klukkan 18.00 ótti sólin að setjast. Skákin mátti þá hefjast klukkan 19.00. En Reshevshy þurfti einn og hálfan tíma til bænagjörða, skákin gat því ekki orðið klukkan í dag má búast við spennandi umferð á Reykjavíkurskákmótinu enda fer nú að færast harka í leikinn eftir „upphitun“ í fyrstu umferðunum. Meðal þeirra sem tefla saman í dag eru Margeir Pétursson og Mikhail Tal og er hætt við að sú skák verði mjög í sviðsljósinu. Margeir hefur teflt sérlega frísklega í síðustu um- ferðum og hann átti skákir helgar- innar. Tefldi í Tal-stíl gegn Banda- ríkjamanninum Wilder á laugardag og skák hans við Indónesann unga, Utut Adianto, í gær lauk með þrá- skák eftir mannsfóm Asíubúans. Og Tal gat ekki stillt sig um að fórna hrók gegn Jóhanni Hjartarsyni í gær - til þess eins að þráskáka. Sóknarþunginn var mikill í skák Margeirs og Wilder. Bandaríkjamað- urinn tefldi kóngsindverska vöm en sneri síðan taflinu yfir í nokkurs konar Benkö-bragð, með því að fóma peði á drottningarvængnum. Frum- kvæði hans var í burðarliðnum en Margeir beið ekki boðanna heldur hóf sjálfur sóknaraðgerðir á kóngs- væng. Sókn Margeirs varð hættu- legri en það var ekki fyrr en hann lék kóngnum sakleysislega í homið 19.00. Kristiansen þurfti því að bíða, reyndist liðlegur og vann siðan skákina. Bænagjörðin hjálp- aði Reshevshy ekki í það skiptið. Jóhann skákaði Tal og jafntefli Um fjögur hundruð manns kíktu við á Loftleiðum á sunnudeginum. Allir hópuðust að Tal og Jóhanni Hjartarsyni. Jóhann kom Tal á óvart hvað eftir annað, sá við hróksfórn fyrir kóngsókn og skák- in endaði með jafntefli. Tal skýrði skákina á eftir við mikinn fögnuð og hlátur áhorfenda. Stjarna 5. umferðar var þó Hann- að ljóst varð að hann stóð til vinn- ings. Wilder varð að gefa drottning- una og skákina gaf hann skömmu síðar. Skák JÓN L. ÁRNASON Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Michael Wilder Kóngsindversk vöm. 1. d4 Rffi 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 a6 7. Bd3 c5 8. Rge2 Rc6 9. Bc2 b6 10. d5 Ra5 11. Bd3 Rd7 12. f4 b5 13. cxbð axb5 14. Bxb5 Ba6 15. Bxa6 Hxa6 16. b3 Da8 17. 0-0 Hb8 18. Hbl Hab619. e5!? Upphafið að sókninni. Hann svarar 19. -dxe5 með 20. f5 og hefur þá reit á e4 fyrir riddarann og nær frum- kvæðinu. 19. -Hb4 20. e6 fxe6 21. dxe6 Rffi 22. Rg3 c4 23. f5 cxb3 24. fxg6 Rg4? 25. Rd5 Rxe3 26. Dh5 h6 27. Rxe3 Da7 28. Rgf5 Rc4 es Hlífar Stefánsson sem rúllaði Sævari Bjarnasyni, alþjóðlegum meistara, og vann með mannsfóm. Margeir tefldi opna skák við Utut sem endaði með jafntefli eftir mikl- ar sviptingar. „Mun tefla til dauðadags" Rússinn Mikael Tal lék á als oddi í skákskýringarsalnum í gær er hann skýrði mistök sín í skákinni gegn Jóhanni Hjartarsyni. Það er ekki lognmollan yfir honum, sterk- ur persónuleiki sem lætur orðin falla óþvingað. 29. Khl! Hótunin 30. Rxh6+ Bxh6 31. Dxh6 með máti er óviðráðanleg en þetta framhald gekk ekki strax vegna Dxe3 með skák á kónginn. 29. -Dxe3 30. Rxe3 Rxe3 31. axb3 Rxfl 32. Hxfl Hxb3 33. g3 He3 34. Dh4 Og svartur gafst upp. Hannes Hlífar fórnar enn Þeir félagar Hannes Hlífar Stef- ánsson og Þröstur Ámason standa fyllilega uppi í hárinu á sér eldri og reyndari mönnum. Þröstur hefur barist vel í skákinni við Finnann Yrjölá og er skákin fór enn einu sinni Tal tefldi á fyrsta Reykjavíkur- skákmótinu sem haldið var árið 1964 og vann þá. „Það er komin ný kynslóð frábærra skákmanna sem ég þekki lítið. Ég er að tefla við svo marga í fyrsta skipti núna. Þeir em að koma mér á óvart, eins og Jóhann," sagði Tal er DV hitti hann að máli. „En það er svo dá- samlegt að vera héma, þetta er svo eðlilegt og óspillt land. Það er teflt allt of stíft, ég hef ekki einu sinni tíma til að skoða neitt, er bara hér á Loftleiðum.“ Tal er búinn að tefla í 40 ár, er í bið í gærkvöldi var ekki annað að sjá en að Þröstur væri búinn að snúa taflinu sér í vil. Og Hannes tefldi snilldarskák í gær. Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Hannes H. Stefánsson Tarrasch-vörn I. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. cxd5 cxd4 5. Dxd4 Rc6 6. Ddl exd5 7. Dxd5 Bd7 8. Rf3 Rffi 9. Ddl Bc5 10. e3 De7 11. a3 Svartur hefur fómað peði fyrir skjótari liðsskipan. Hér er 11. Be2 talið betra. II. -0-0-0 12. Dc2 Kb8 13. Be2 g5! 14. b4(?) g415. bxc5 gxf316. gxf3 Nú á kóngurinn ekkert skjól en ef 16.Bxf3 þá 16. -Rd4! 16. -Dxc5 17. Bb2 Ra5 18. Bd3 Dg5 19. Ke2 Hhe821.h4? 21. -Hxe3+!22. Kfl Eftir 22. fxe3 Dg2+ nær svartur hróknum aftur og nær vinnandi sókn. 22. -Df4! 23. Be2 Hxf3! 24. Bxf3 Dxf3 25. Hgl Bf5! 26. Ddl Bd3+ 27. Re2 He8 28. Hc2 Rc4! 29. Bd4 Rd5! Hver þruman á fætur annarri. Hvítur er rígbundinn um ökklana og fær ekki varist öllum hótunum. 30. Rg3 Rde3+ 31. Kgl Rxdl 32. Hxf3 Bxc2 33. Rg3 Hd8 34. Bc5 Hd7 - Og s vartur vann létt. JLÁ. giftur og tveggja bama faðir. „Ég er meira að Segja orðinn afi. Konan mín þykist vera skákmaður. Ég segi auðvitað já, eins og alltaf við konuna mína.“ Fyrir Tal er skákin allt, vinna og áhugamál. „Ég mun tefla til dauðadags og ekkert barma mér á dánarbeðinu,“ sagði Tal. Gestalistinn Gestur laugardagsins var Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra, sem mætti í gifsinu og bar sig vel. Páll Jónsson í Pólaris var sessunautur forsætisráðherrans og fór vel á með þeim. Fleiri góðir menn mættu um helgina: Björn Theodórsson, fjármálastjóri Flug- leiða, Haraldur Blöndal lögfræð- ingur, Arnmundur Bachmann lög- fræðingur, séra Leó Júlíusson, Bjarki Bragason hagfræðingur, Ásgeir Ásgeirsson og Omar Jóns- son forritarar, Sigurður Þórðarson fasteignasali, Lúðvík Jósepsson fyrrum ráðherra og hinn gamli baráttufélagi hans í pólitíkinni fyrir austan, Jóhannes Stefánsson, Geir Gunnarsson þingmaður, Örn- ólfur Thorsson íslenskufræðingur, Halldór Jónsson, skákmaður frá Akureyri, Þorvaldur Óskarsson skólastjóri, Albert Guðmundsson ráðherra, Ragnar Halldórsson í álinu, Helgi Samúelsson arkitekt, Baldur Hermannsson, Elín Hirst og Eiríkur Jónsson blaðamenn, Friðrik Friðriksson, fjármálastjón IBM, frú Fanney Sigurjónsdóttir, Alfreð Jónsson frá Grímsey. Yngri kynslóðin sýndi áhuga, þarna var Hanna Eiríksdóttir, 6 ára, og Frið- rik Ámi Friðriksson, 4 mánaða. -KB Reykjavíkur- skákmótið 4. umferð Hvítt Svart 1. Bent Larsen-Curt Hansen 0-1 2. Walter Brown-Mikhail Tal 'h-'/i 3. Róbert Byrne-Predrag Nikolic 'A-'A 4. Jóhann Hjartarson-Florin Gheorghiu Vt-Vt 5. Jón L. Árnason-Valery Salov 0-1 6. Thomas Welin-Nick De Firmian 0-1 7. Yasser Seiravan-Vitaly Zaltsman 'A-'/j 8. Harry Schiissler-Anthony Miles O-l 9. Larry Christiansen-Boris Kogan 'A-'/t 10. Sergey Kudrin-Joel Benjamin 'A-'A 11. Karl Þorsteins-Helgi ólafsson 'A-'A 12. Anatoly Lein-Larry A. Remlinger 1-0 13. Efim Geller Carsten Höi 1-9 14. Margeir Pétursson-Michael Wilder 1-0 15. Utut Adianto-Miguel A. Quinteros 1-0 16. Guöm. Sigurjónsson Björgvin Jónsson 1-0 17. Maxim Dlugy Sævar Bjarnason bið 18. Lev Alburt-Antti Pylhálá 1-0 19. John P. Fedorowicz-Róbert Haröarson 1-0 20. Samuel Reshevsky-Jens Kristiansen 0-1 21. Davíð ólafsson Gert Ligtering 1-0 22. Paul van der Sterren-Karl Burger 1-0 23. Benedikt Jónasson John W. Donaldson 0-1 24. Haukur Angantýss.-Ásgeir Þ. Árnason 0-1 25. Þröstur Þórhallsson Andrew Karklins 'A-'A 26. Hans Jung-Bragi Halldórsson 0-1 27. ólafur Kristjánsson Juerg Herzog 1-0 28. Guöm. Halldórsson-Þorst. Þorsteinsson 'A-'A 29. Jóh. Ágústsson Leifur Jósteinsson 'A-'A 30. Kr Guömundsson Hannes H. Stefánsson 0-1 31. Jouni Yijola-Þröstur Árnason biö 32. Karl Dehmelt-Jón G. Viöarsson 1-0 33. Dan Hnnsson Tómas Björnsson 1-0 34. Halldór G. Einarsson-Eric Schiller 0-1 35. Áskell ö. Kárason Har. Haraldsson 0-1 36. Árni Á. Árnason-Hilmar Karlsson 'A-'A 37. Lárus Jóhnnnesson Guðm. Gíslason 0-1 5. umferð Hvitt Svart 1. Valery Salov-Curt Hansen blö 2. Anthony Miles-Nk* DeFirmlan blö 3. Mikhail Tal-Jóhann HJartarson 'A-'A 4. Predrag Nikolio-Walther Browne 1-g 5. Robert Byrne-Anotoly Lein blö 6. Florin Gheorghlu-Guöm. Slgurjónsson 'A-'A 7. Vitaly Zaltsman-Etlm Geller 'A-'A 8. Utut Adianto-Margelr Pétursson 'A-'A 9. Boris Kogan-Yasser Selrawan blö 10. Paul van der Sterren-Bent Larsen o_i 11. Sergey Kudrln-Larry Chrlstiansen 'A-'A 12. Joel Benjamln-Karl Þorsteins 1-0 13. Heigl Ólafsson-Tómas Welin 1-g 14. John W. Donaldson-Lev Alburt 'A-'A 15. Jens Krlstlansen-Jón L. Ámason biö 16. Daviö Ólafsson-John P. Fedorowicz 0-1 17. Ásgeir Þór Ámason-Maxin Dlugy biö 18. Mig. A. Qulnteros-L. A. Remllnger biö 19. BJÖrgvln Jónsson-Larry SchUssler biÖ 20. Michael Wllder-Ólafur Krlstjánsson i_o 21. Carsten Höl-Ðragi Halldórsson biö 22. Snvar BJarnason-Hannes H. Stefénsson 0-1 23. Benedikt Jónasson-Samuel Reshevsky 0-1 24. Gert Ugterink-Guömundur Halldórsson i_o 25. Leifur Jóstelnsson-Karl Dehmeft bið 26. Anttl Pyhölfr-Þröstur Þórhallsson 'A-'A 27. Andrew Karkllns-ÞorsL Þorstelnsson 0-1 28. Róbert Haröarson-Jóhannes Ágústsson 1-0 29. Karl Burger—Þröstur Ámason 1-0 30. Eric Schlller-Oan Hansson 1-0 31. Jounl Yrjola-Kristjén GuÖmundsson biö 32. Juerg Horzog-Haukur Angantýsson 'A-'A 33. Haraldur Haraldsson-Hans Jung blö 34. Hilmar Karisson-Tómas BJÖmsson 'A-'A 35. Jón G. Vlöarsson-Árnl Á. Ámason 1-0 36. GuÖm. Gislason-Halld. G. Einarsson 1-0 37. Lárus Jóhannesson-Áskell öm Kárason 1-0 Yngri kynslóðir koma rússneska stórmeistaranum Tal á óvart. Jóhann okkar Hjartarsson kom honum i bobba í gær, sá við sókninni og varðist af hörku. Skák þeirra endaði með jafntefli og Jóhann gekk frá skákborði með bros á vör. Hannes Hlífar tefldi snilldarskák Margeir og Tal tefla saman í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.