Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 21
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. íþróttir íþróttir íþróttir Fjögur met í Stokkhólmi —á NM í f rjálsum innanhúss Fjögur íslandsmet voru sett á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Stokkhólmi um helgina. Árangur íslensku kepp- endanna dugði þó ekki í verðlauna- sæti á mótinu. • Svanhildur Kristjónsdóttir keppti í 60 metra hlaupi og fékk tímann 7,69 Þórdís vann í Noregi — ogvarð norskur meistari Systir Sigurðar Jónssonar skíða- kappa hér á árum áður, Þórdís Jóns- dóttir, varð um helgina norskur meistari í alpagreinum á skiðum. Sannaðist þar enn einu sinni að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Þórdís hefur æft mjög vel að undanförnu og sigur hennar í alpagreinunum um helgina kom því ekki mjög á óvart. -SK sekúndur í undanrásum sem er nýtt íslandsmet. f úrslitahlaupinu fékk hún tímann 7,74 sekúndur og hafnaði í 5. sæti. • Hjörtur Gíslason setti íslandsmet í 60 metra grindahlaupi er hann hljóp á 8,29 sekúndum en eldra metið var 8,63 sekúndur. Hjörtur hljóp 60 metra hlaupið á 7,12 sekúndum sem er íslandsmet en Jóhann Jóhannsson hljóp á 7,13 sekúndum. • Aðalsteinn Bernharðsson setti fslandsmet í 200 metra hlaupi er hann hljóp á 22,49 sekúndum. Finni setti Norðurlandamet í hlaupinu á mótinu er hann hljóp á 21,33 sekúnd- um. • Egill Eiðsson og Aðalsteinn Bern- harðsson kepptu í 400 metra hlaupi. Aðalsteinn fékk tímann 49,58 sek- úndur og komst ekki í úrslit. Egill hljóp á 49,46 sekúndum og komst í úrslit og varð þar í 6. sæti og hljóp á 49,60 sekúndum. _sk 12 marka ósigur Þróttar í keppninni sem gefa aukasætin tvö í fyrstu deild á næsta ári, fóru fram tveir leikir nú um helgina. Haukar unnu Þrótt með 29 mörkum gegn 17 og HK vann KR með 21 marki gegn 19. -jks Vítakeppni í Austurstræti • „Svo skýtur þú í hægra hornið neðst. Ég held að hann sé veikastur fyrir þar, markmaðurinn,“ gæti Þor- Ibjörn Jensson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, verið að segja við einn ungan handknattieiksmann á sem var einn af fjölmörgum sem lögðu leið sína í Austurstrætið í gær. Þar fór fram afar skemmtileg kveðjuat- | I höfn á vegum ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða Landsýnar og þeir sem verið var að kveðja voru landsliðs- ■ “ menn okkar í handknattleik sem senn halda á HM í Sviss. Meðal þess sem gert var sér til gamans í gær var I I vitakeppni. Handknattleiksunnendur fengu þá að spreyta sig af vítalinunni og í markinu stóðu landsliðsmar- I | kverðir okkar. Þeir sem skoruðu fengu plötu landsliðsins gefins og fóru margir plötu rikari til síns heima að * l essi nýbreytni með af- I myndinni hér að ofan 1 keppninni lokinni. Gífurlegur mannfjöldi safnaðist saman í Austurstrætinu og tókst þ< brigðum vel að sögn Kjartans L. Pálssonar, blaðafulitrúa Samvinnuferða Landsýnar. Á ____________________________ reynir einn af þeim yngri fyrir sér og nýtur leiðsagnar landsliðsfyrirliðans. Kristján Arason er i hlutverki | dómarans og blæs i flautu sína er keppendur áttu að framkvæma vitaköstin. Svipurinn á Geir Sveinssyni sem . stendur við hlið hans er skondinn og ekki að sjá að hann sé i öllu sammála því sem landsliðsfyrirliðinn er að | segja. Atla Hilmarssyni list hins vegar greinilega vel á þetta allt saman og gefur það i skyn mcð breiðu brosi. ■ DV-mynd Bjarnleifur. -SK I I Bird var ] ! frábær ! I — þegarBoston I j Celtics sigradi I LosAngelesLakers | j íNBA-deildinniíkörfu j íBandaríkjunum J Bandaríski körfuknattleiks- ■ I maðurinn Larry Bird, sem leikur I ■ með Boston Celtics, átti stórkost- I I legan leik i gær með liði sinu • ■ þegar Boston vann öruggan og I I sanngjarnan sigur, 99-105, en ■ | leikið var i Forum i Los Angeles. I ■ Larry Bird fór á kostum í leikn-1 I um og skoraði 22 stig sem í sjálfu I ■ sér er ekkert merkilegt. Hitt er | I merkilegra að hann tók 18 frá- ■ I köst i leiknum og var allt í öllu I " hjá Boston. Dennis Johnson átti I I einnig mjög góðan leik fyrir * ■ Boston og skoraði 22 stig. Þess I ■ má geta að Kevin McHale lék J I ekki með Boston vegna meiðsla. | * JamesWorthy varlangbesturhjá . I Lakers en hann skoraði 35 stig. | Aðrir leikmenn náðu sér ekki vel ■ | á strik í leiknum og því fór sem I ■ fór. Af mörgum eru þessi tvö Uð I I taUn í nokkrum sérflokki i NBA- ■ ■ deildinni bandarisku. Þeir sem I I vitið hafa segja að það sé öruggt J I að þessi tvö Uð leiki til úrslita í | * NBA-deildinni í vor og verða það . I örugglegamiklirhörkuleikir. | I________________________£KJ • Bogdan Kowalczyk, landsUðsþjálfari i handknattleik, var heiðraður sér- staklega fyrir fyrri landsleik íslands og Noregs í Laugardalshöllinni á föstu- dagskvöldið. Sveinn Björnsson, forseti íþróttasambands íslands, sæmdi Bogdan þá gullmcrki sambandsins. Bogdan hefur starfað hér við þjálfun í ein átta ár og hefur náð undraverðum árangri og er vel að þessum heiðri kominn. DV-mvnd Bjamleifur. -SK Enn í lagi meðÞ.Óttar — hef ur náð sér eftir meiðslin gegn Noregi Mörgum sjónvarpsáhorfendum brá mjög í brún á laugardaginn þegar sjónvarpið sýndi beint frá landsleik íslands og Noregs i Seljaskóla. Þegar leiknum var lokið sást hvar Þorgils Óttar Mathiesen var studdur til búningsherbergis af tveimur félögum sinum. Margir héldu að nú væri kappanum öllum lokið en svo virðist ekki vera. I gær sagði Þorgils Óttar að hann hefði fengið hnykk á hnéð en þetta væri ekki eins slæmt og hann hefði haldið í fyrstu. Hann sagði að hann væri jafngóður nú og hann var fyrir leikinn gegn Norðmönnum og eru það vissulega mikil gleðitíðindi. Þó er greinilegt að ekkert má koma fyrir og hnéð virðist ekki þola nein stórá- tök. Það er vonandi að Þorgils Óttar geti leikið leiki Islands í Sviss því hann er margbúinn að sanna að hann er okkar allrabesti línumaður. Sem kunnugt er meiddist Þorgils í næst- síðasta leik íslenska landsliðsins á Baltic Cup í Danmörku í janúar. Ytra krossbandið í hnénu slitnaði og ljóst er að eitt af fyrstu verkefnum Þorgils Óttars eftir HM verður að fara i uppskurð. -SK. Heimsmet hjá Koch Austur-þýska frjálsíþróttakon- an Marita Koch setti um helgina nýtt heimsmet i 200 metra hlaupi i a-þýska meistaramótinu i frjálsum innanhúss. Koch hljóp ó 22,33 sekúndum en eldra heims- metið var 22,39 sekúndur og átti hún það sjálf og setti það í Búda- pest árið 1983. Áður á mótinu í Austur-Þýska- landi náði heimsmeistarinn og heimsmethafinn í langstökki kvenna, Heike Drechsler, besta tima ársins í 100 metra hlaupi er hún hljóp á 10,24 sekúndum en Marita Koch hljóp á 10,25 sekúnd- um. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.