Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 23
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
23
i Iþróttir j iþróttir Í íþróttir íþróttir
Fyrsti Evrópuleikurinn
við Frakka í haust?
— rætt við Ellert Schram, formann KSÍ, um Evrópukeppni landsliða.
Möguleiki á þriggja landa keppni á laugardalsvelli í mai
„Evrópukeppni landsliða hefst í haust og við erum að gera okkur vonir um
að fá Frakka, Evrópumeistarana, i fyrsta leikinn. Ef það gengur upp leika
Frakkar með Michel Platini fremstan í flokki á Laugardalsvellinum i septemb-
er. Við ræddum við fulltrúa Frakklands eftir dráttinn í riðlana í Frankfurt á
föstudag. Þeir ætla að athuga málið og endanlega verður gengið frá leikdegi
fyrri leiks landanna 10. mars nk,“ sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, við
DV i gær. Hann var þá nýkominn heim frá Þýskalandi, þar sem hann var
viðstaddur dráttinn í riðlana í Evrópukeppni landsliða ásamt tveimur stjórn-
armönnum sínum, Gylfa Þórðarsyni og Þór Símon Ragnarssyni.
„Fulltrúar Sovétríkjanna og Aust-
ur-Þýskalands, sem voru í Frankfurt,
höfðu ekki umboð til að ákveða leik-
daga Islands við þessi lönd. Hins
vegar ræddum við málin við þá og
einnig við fulltrúa Norðmanna. ís-
land er, sem kunnugt er, í riðli með
Frakklandi, Sovétríkjunum,
Austur-Þýskalandi og Noregi í
þriðja riðlinum. ísland leikur vin-
áttulandsleik við Norðmenn á
Laugardalsvelli 20. ágúst í sumar.
Sá leikur verður eins og ákveðið var
en gerir það að verkum að Norðmenn
leika ekki í Evrópukeppninni hér í
sumar. Hins vegar er góður mögu-
Vestur-þýski sundmaðurinn Frank
Hoffmeister sigraði og náði ágætum
tíma í 100 m baksundi á stórmóti í
Barcelona á Spáni á laugardag -
grand prix sundmóti. Hann synti
vegalengdina á 55,46 sek. Frank
Scheeider, Austur-Þýskalandi, varð
annar á 57,78 sek. Stefan Pfeiffer,
V-Þýskalandi, sigraði í 400 m skrið-
sundi á 3.53,09 min. Anders Hol-
leiki á því að ísland leiki í keppninni
í Noregi í haust,“ sagði Ellert. Þess
má geta að KSÍ-mennirnir sömdu um
kvennalandsleik við V-Þýskaland og
21 árs landslið þýskra þegar þeir voru
í Frankfurt. Leikirnir verða hér
heima í sumár.
Þriggja landa keppni
Þá má geta þess að KSÍ hefur lengi
haft í undirbúningi að efna til þriggja
landa keppni síðustu vikuna í maí
og þá á Laugardalsvelli. Rætt hefur
verið við fulltrúa Hollands, írlands
og Wales en þessi lönd eru eins og
ísland ekki með í úrslitakeppni
mertz, Svíþjóð, annar á 3.56,95 mín.
Kristin Otto, Austur-Þýskalandi,
sigraði í 100 m skriðsundi kvenna á
56,18 sek. Önnur varð Tamara
Costache, Rúmeníu, á 56,28 sek. 1200
m flugsundi karla sigraði Harri
Garmendia, Spáni, á 2.02,34 mín.
Daninn Jan Larsen varð annar á
2.02,37 mín.
hsím
heimsmeistarakeppninnar í Mexíkó
í sumar. íslenska landsliðið mundi
þá leika við tvö af þessum löndum í
keppninni ef af verður.
„Við ræddum fyrst við Walesbúa
og Ira um að taka þátt í þessari
keppni og síðan komu Hollendingar
inn í myndina. Það er fullsnemmt
um það að segja hvort af keppninni
getur orðið. Við hjá KSÍ höfum
mikinn áhuga á því. En það gætu
verið erfiðleikar, - mikið um að vera
á knattspyrnusviðinu síðustu vikuna
í maí. KSÍ mun gera allt sem í þess
valdi stendur til að koma þessari
þriggja landa keppni á - hún er mjög
áhugaverð," sagði Ellert Schram.
Sterkasti riðillinn
„Þriðji riðillinn er erfiðastur,"
sagði Franz „keisari" Beckenbauer,
landsliðsþjálfari Vestur-Þýskalands,
eftir að drátturinn í riðla Evrópu-
keppninnar lá fyrir í Frankfurt. Allir
virðast þar á einu máli - sammála
Beckenbauer. Mjög erfiðir mótherj-
ar, sem íslenska landsliðið leikur við
í riðlinum.
„Maður verður að sætta sig við
niðurstöðuna í drættinum. Riðill
okkar er sterkastur, það fer ekki
milli mála. Sovétríkin og Austur-
Þýskaland verða erfiðustu mótherjar
okkar þar. En jafnvei fsland verður
ekki auðveld bráð. Ég er þó bjart-
sýnn á árangur franska landsliðsins
en við vitum betur hvar við stöndum
eftir heimsmeistarakeppnina í Mex-
íkó,“ sagði Henri Michel, landsliðs-
þjálfari Evrópumeistara Frakk-
lands, eftir dráttinn í Frankfurt.
Margir voru mjög ánægðir með
niðurstöðu dráttarins. Federico Sor-
dillo, forseti ítalska knattspymu-
sambandsins, sagði. „Við vorum
heppnir - ítalir verða taldir sigur-
• EHert Schram, formaður KSÍ.
stranglegastir í 2. riðli. Portúgal
hættulegasti mótherjinn en portú-
galska landsliðið er ekki eins sterkt
og á dögum Eusebio." Þess má geta
að Svíþjóð, Sviss og Malta eru einnig
í 2. riðli. Bobby Robson, landsliðs-
þjálfari Englands, var að vonum
ánægður með dráttinn. England í
léttasta riðlinum að flestra mati -
með Norður-írlandi, Júgóslavíu og
Tyrklandi. Ánægðastir voru þó full-
trúar landa, sem stutt ferðalög eru
til frá Englandi. Þeim fannst gott að
losna við hina erfiðu, ensku áhorf-
endur. Hins vegar litlar líkur á að
enskir fari í stórhópum með landsliði
sínu til Tyrklands og Júgóslavíu.
Holland er í riðli með Ungverja-
landi, Póllandi, Grikklandi og Kýp-
ur og hollenski landsliðsþjálfarinn
Leo Beenhakker sagði. „Þetta er
erfiður riðill með Austur-Evrópul-
öndunum tveimur. Við höfum alltaf
átt í erfiðleikum með leikaðferð
þeirra. Hins vegar fer það ekki milli
mála að þriðji riðillinn er sá erfið-
asti. Besta knattspyrnan verður
eflaustí2. riðli.“
hsim
Island í
riðli með
Danmörku
— í Evrópukeppni
21 árs landsliða
ísland er i riðli með Dönum i
Evrópukeppni landsliða, leik-
menn 21 árs eða yngri. Þegar
dregið var til keppninnar í
Franfurt lenti ísland i 6. riðii
ásamt Danmörku, Tékkó-
slóvakíu og Finnlandi. Dráttur-
inn var annars þannig.
1. riðill: Spánn, Rúmenia,
Austurríki og Albania.
2. riðill: Portúgal, Sviþjóð,
Sviss og ítalia.
3. riðill: Frakkland, Sovétrík-
in, A Þýskaland og Noregur.
4. riðill: England, Júgóslavía
og Tyrkland.
5. riðill: Ungverjaland, Pól-
land, Grikkland og Kýpur.
6. riðill: Danmörk, Tékkó-
slóvakia, Finnland og ísland.
7. riðill: Belgia, írland og
Skotland.
8. riðill: V-Þýskaland, Búlgar-
ía, Lúxemborg og Holland. hsím
Saunders
stjóri WBA
Framkvæmdastjórinn kunni í
ensku knattspyrnunni, Brian
Saunders, var fyrir helgi ráðinn
framkvæmdastjóri West Brom-
wich Albion, neðsta liðsins í 1.
deild. Nobby Stiles, sem hefur
verið við stjórnvölinn frá þvi
mágur hans, Johnny Giles, var
rekinn sem stjóri WBA í haust,
verður áfram hjá félaginu sem
aðstoðarmaður Saunders. Fyrir
nokkrum árum gerði Saunders
garðinn frægan hjá Aston Villa.
Gerði Birmingham-liðið að
enskum meisturum. Fór síðan
til Birmingham. West Brom-
wich er útborg Birmingham.
hsím
Agæt sundaf rek á
mótí í Barcelona
Reykjavíkuitiorq býðurtil sölu 18 íbúðir í paitiúsum að Hjallaseli 19-23.
íbúðirnar eru um 69 fm. að stærð og fylgir hlutdeild í sameiginlegri lóð
og lóðarhluti til einkaafnota. Þeir einir geta keypt íbúðir og búið í þeim
sem eru orðnir 63 ára gamlir og hafa verið búsettir í Reykjavík a.m.k. 3
undanfarin ár. íbúðareigendur eiga rétt á að njóta þjónustu sem veitt
verður í dvalarheimili aldraðra að Hjallaseli 55. íbúðirnar eru boðnartil
sölu á kostnaðarverði þeirra kr. 3.223.000 og áætlaður
afhendingartími þeirra er í apríl/maí 1986.
Reykjavík, febrúar 1986
BORGARSTJÓRINN
í REYKJAVÍK
Athygli er vakin á því að mögulegt er að taka íbúð upp í kaupverðið.
Söluskilmálar og greiðslukjör ásamt uppdráttum og lýsingu á
íbúðunum liggja frammi á skrifstofu Reykjavíkurborgar,
Austurstræti 16,2. hæð. íbúðirnar verða til sýnis kl. 13-15
alla virka daga frá 24. febrúar n.k.