Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Qupperneq 40
40 DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Langeyrarvegi 7, hæð og risi, Hafnarfirði, þingl. eign Egils Tyrfingssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. febrúar 1986 kl. 15.00. __________________________Baejarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Laufási 3, efri hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Agnars Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. febrúar 1986 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 78. og 80. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eign- inni Öldugötu 42, 3.h. t.v„ Hafnarfirði, tal. eign Erlu Sveinbjömsdóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka islands, Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Jóns Finnssonar hrl. og Bjarna Ásgeirssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. febrúar 1986 kl. 14.30. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Sléttahrauni 28, 3. hæð t.v., Hafnarfirði, tal. eign Sigurðar J. Einarssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. febrúar 1986 kl. 15.00. _____Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 82., 89. og 97. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Sviðholtsvör 6, Bessastaðahreppi, þingl. eign Hjalta Þórs Björnssonar, fer fram eftir kröfu Bjarna Ásgeirssonar hdl. á eigninni sjálfri firnmtudaginn 20. febrúarl 986 kl. 17.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Þóroddarkoti 5, Bessastaðahreppi, tal. eign Eyjólfs Karlssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. febrúar 1986 kl. 17.00. ____Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Ég hef verið með bólur síðan ég var unglingur. Fyrir utan lýtin sem af þeim stafa hefur rakstur ávallt verið mér vandamál. Fyrir stuttu var mér bent á að reyna snyrtivörur sem heita EVORA og eru ótrúlega græðandi. Mér var ráðlagt að raka mig með hreinsi- kremi og nota EVORA rakakrem í staðinn fyrir raksápu og rak- spíra. Strax eftir 2-3 skipti með notkun þessara krema fann ég og sá stórmun á andlitinu á mér. Bóiumar hverfa og raksturinn varð í fyrsta skipti mjúkur og þægilegur og ég finn ekki fyrir skeggrót allan daginn. Þetta er stórkostlegur munur fyrir mig og þakka ég það eingöngu EVORA snyrtivörunum. Þórður Þórisson. Þetta eru orð eins ánægðs við- skiptavinar. Við getum lítið meira sagt til viðbótar, nema að EVORA snyrtivörumar em unn- ar úr náttúruefnum sem eru mjög virk og græðandi. Verslunin Ingrid, Hafnarstræti 9, sími 621530. Avocado áburðurinn frá EV0RA Útsöiustaðir: Árbæjarapótek. Mosfellsapótek Kaupfélagið á Sauðárkróki. Kjalfell, Gnoðarvogi 78. Heilsumarkaðurinn, Hafnarstræti 11. INGRID, Hafnarstræti 9. Póstsendum, sími 62-15-30. Heildsölubirgðir Hallgrímur Jónsson. Simi24311. ÁTTÞÚ hakkapeffitta Finnsku NOKIA-snjódekkin hafa reynst vel á íslandi! BIFREIÐAR & LANDBUNADARVELAR Suðurlandsbraut 14 Varahlutir 3 92 30 /Jjý ’SP' Skiptiborð 38600 Banaslys í Ölfusi: Harður árekstur varð milli tveggja mótorhjóla og fólksflutningabíls skammt frá Kögunarhóli í Olfusi um níuleytið á föstudagskvöldið. Tveir ungir Hvergerðingar biðu bana og tveir aðrir voru fluttir á Slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar á Selfossi varð slysið með þeim hætti að I gærkvöldi I gærkvöldi Kristín Jónsdóttir kennari: Sjónvarpið að verða of gott Ég horfði eitthvað á sjónvarpið öll kvöldin um helgina, ég geri það yfirleitt um helgar ef ég er heima. Ég hafði nokkurt gaman af mynd- inni The boys from Brazil á föstu- dag og svo horfi ég náttúrlega allt- af á fréttir og Kastljós. Á laugardagskvöld sá ég báðar myndimar, sú fyrri var svona ekta amerísk, hvorki góð né vond, en mér fannst góðir þættir i þeirri seinni þó hún væri fremur sundur- laus. Ég hef fylgst með Blikum á lofti, en mér þykja þeir þættir orðnir heldur svona dauflegir og í raun ekkert sem gerist hverju sinni. Ég hef, eins og ég segi, fylgst með þessum þætti og það er nú bara einn eftir svo ætli ég haldi það ekki út. Ég má ekki gleyma myndinni Á fálkaslóðum, hún er mjög skemmti- leg. Og það liggur við að sjónvarpið sé að verða of gott því mann langar stundum bara að sitja við það og horfa og horfa. Það fer að taka of mikinn tíma frá manni. En auðvit- að er gott að það skuli alltaf vera að batna, því t.d. em sumir sem liafa lítið annað við að vera. Ég held að sjónvarpið sé jafnvel betra í miðri viku heldur en um helgar, t.d. var ítalski þátturinn ansi góður og Ómar er líka alveg afbragð. Ég hlusta lítið á útvarpið nema fréttir. Það er helst eitthvað seinni partinn, einn og einn umhverfis- þáttur sem ég heyri, en aldrei fyrri hluta dags. Enda vil ég lítið um útvarpið dæma en held að það sé alveg ágætt. Andlát Thorberg Einarsson netagerðar- meistari andaðist í Landspítalanum 13. febrúar. Stefán Jón Valdimarsson frá Hrísey lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri 13.þ.m. Guðlaug B. Pálsdóttir sjúkraþjálfi lést 9. febrúar sl. Hún fæddist 2. febrúar 1955. Guðlaug lauk námi í sjúkraþjálfun í Osló í júní árið 1979. Hún starfaði á Borgarspítalanum nær samfleytt frá árinu 1979 til maí 1984. Útför hennar verður gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 13.30. Jóna Marteinsdóttir er látin. Hún fæddist á Fáskrúðsfirði þann 12. ágúst 1906. Foreldrar hennar vom hjónin Rósa Þorsteinsdóttir og Marteinn Þorsteinsson. Jóna giftist Elísi Þórðarsyni en hann lést árið 1950. Þau hjónin eignuðust fjóra syni. Útför Jónu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. fremra hjólið lenti framan á rú- tunni, sem var á vesturleið, rétt við Kögunarhól. Tveir piltar, Geir Halldórsson og Gísli Jón Hannes- son, vom á hjólinu og munu hafa látist samstundis. Þeir vom sautj- án og átján ára gamlir. Tveir félag- ar þeirra vom skammt undan á hinu hjólinu, tókst ekki að forðast brakið og liggja nú á Borgarspítal- Guðmundur Halldórsson, fyrrv. út- sölustjóri, Flókagötu 35, lést 13. febrúar að Hátúni lOb. Herdís Loftsdóttir, fyrmm húsfreyja að Gunnarsstöðum í Hörðudal, fædd 23. maí 1895, lést á Akranesspítala 5. febrúar sl. Eiginmaður hennar var Guðbrandur Magnússon bóndi að Gunnarsstöðum en hann lést árið 1969. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jómnn Guðjónsdóttir lést 8. febrúar sl. Hún fæddist á Patreksfirði 2. nóvember 1905. Hún giftist Oddgeiri Magnússyni en hann lést árið 1952. Þeim hjónum varð sex bama auðið. Útför Jómnnar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 15. Fundir Fundur í félagi einstæðra for- eldra „Þú - ég, við öll og þið hin = mann- leg samsk i pti “ er umræðuefni á almennum fundi í Félagi einstæðra foreldra sem verður mánudagskvöld- ið 17. febrúar í Skeljahelli, Skeljanesi 6, og hefst fundurinn kl. 20.30. Máls- hefjendur em Flosi Ölafsson leikari og Helga Ágústsdóttir rithöfundur. Síðan verða frjálsar umræður og fyrirspurnir. Tekið skal fram að nýir félagir eru velkomnir og hvatt er til að menn komi stundvíslega. Um- ræðuefnið ætti að höfða til flestra og félögum er hent á að fjölmenna og hika ekki við að leggja orð í belg. Á fundinum verður efnt til skyndi- happdrættis með góðum vinningum og kaffi og meðlæti verður á borðum. Afmæli 75 ára er í dag, 17. febrúar, systir Anna, Holtsbúð 87, Garðabæ. anum í Reykjavík með fótbrot og önnur minniháttar meiðsli. Ekki hefur ennþá verið unnt að yfir- heyra piltana og því ekki ljóst hvað olli slysinu. Geir Halldórsson var fæddur 11. 12. ’67 og til heimilis að Bláskógum 2a í Hveragerði en Gísli Jón Hann- esson var fæddur 9.5.68, til heimil- is að Þelamörk 42 í Hveragerði., . -baj Afbrotafaraldur á höf uðborgar- svæðinu Rannsóknarlögregla ríkissins þurfti að sinna fast að 40 útköllum um helgina vegna þjófhaða og inn- brota. Hvergi var um stórvægilega þjófnaði að ræða en skemmdir nokkrar. Á laugardag hafði lögreglaú á Sel- fossi hendur í hári þriggja pilta, 15-16 ára. Þeir óku þar um á stolinni bifreið. Piltarnir eru grunaðir um að hafa brotist inn á 18-20 stöðum frá því seint í síðustu viku. Þar af eru 3 4 bílþjófnaðir. Alls urðu fimm skólar fyrir barðinu á innbrotsþjófum um helgina. Veru- legar skemmdir voru unnar í Val- húsaskóla á Seltjarnarnesi. Auk þess heimsóttu óboðnir gestir Öldutúns- skóla, Öskjuhlíðarskóla, Hjallaskóla og félagsmiðstöðina í Garðabæ. -GK Mikilölvun íÓlafsvík Umtalsverð ölvun var í Ölafsvík aðfaranótt sunnudagsins, lögreglan hafði í nógu að snúast og þrír stútar voru teknir við stýri, grunaðir um ölvun við akstur. Aðallega áttu þarna í hlut unglingar frá Hellis- sandi og Ólafsvík. Enginn gestur dvaldi þó i gistihúsnæði lögreglunn- ar um nóttina þrátt fyrir áðumefnda atburði. Smábrunar um helgina Slökkviliðið var hafði það fremur náðugt um helgina, fór þó á Hjalla- veg um tíuleytið þar sem kviknað hafði rúmdýnum. Þar var mikill reykur en óvemlegur bruni. Á laugardagskvöld var tilkynnt um bmna í vinnuskúr í Mjóddinni í Breiðholti. Þar var einnig um smá- bmna að ræða og gmnur leikur á íkveikju. -baj Mótorhjólaslys íNjarðvík Tvö létt bifhjól lentu í árekstri í Njarðvík á laugardagskvöldið. Að sögn lögreglunnar í Keflavík urðu þar ekki umtalsverð slys á mönnum og sluppu ökumenn með minni háttar skrámur og meiðsli. -baj Fimmtugs manns saknaðíEyjum Ekkert hefur ennþá spurst til rúmlega fimmtugs Vestmannaeyings sem saknað hefur verið síðan á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Þá sást til hans á leið um borð í eigin bát í Vestmannaeyjahöfn. Leitað var alla helgina og höfnin slædd en án árangurs. Leitarskilyrði em slæm vegna fjölda loðnubáta í höfn vegna brælunnar á miðum og hefur leit að manninum nú verið hætt af þeim sökum. -baj Tveir ungir piltar létu lífið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.