Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Side 44
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. Vr 44 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós t Bítlamir á gullaldarárunum, með hneykslanlega hárgreiðslu og iklæddir byltingarkenndum, kragalausum jökkum. Varla myndi nokkur lyfta svo mikið sem annarri augnabrún yfir fjórmenningunum í dag. George og Ringofyrirmiðju. T í m a r í x b r G y t a s t Tveir hinna frægu bítlafjórmenn- inga vom í Lundúnum nýverið við upptökur á tónlistarfílmu og með- fylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Greinilegt er að timinn hefur markað sín spor hjá þeim ekki síður en öðrum, George er nú 42ja ára gamall en Ringo 45. Hár- toppurinn frægi, sem greiddur var vandlega fram á ennið, hefur fengið að fjúka og er nú brúskurinn kembdur vandlega upp firá enninu, snyrtilegir karlar það! Fræg er sagan um bresku hús- móðurina sem sagði næstverstu fréttir sem henni yrðu sagðar ef dóttir hennar tæki upp á því að giftast einum Bítlanna. Verstu fréttimar væru ef dóttirin giftist Mick Jagger í Rolling Stones. Líklega myndu þeir Ringo og Ge- orge sleppa í gegnum nálaraugað núna, eftir gagngerar breytingar á ytra borðinu. Þessi mynd var tekin af þeim félögum í Lundúnum nýlega. Það hefur heilmikið vatn runnið til sjávar síðan fyrri myndin var tekin, aldurinn er að færast yfir poppgoðin ekki síður en aðra. Sonurinn er orðinn STOR Sonur Rogers Vadim og Catherine Deneuve er orðinn stór og kominn á svið eins og móðirin. Enda varla við öðru að búast - faðirinn frægur kvikmyndaleikstjóri og framleið- andióg móðirin ekki minna þekkt kvikmyndaleikkona. Hann er að finna á kaffihúsaleiksviðinu Le bec fin í París og heitir stykkið Le bel indifferent og Le meinteur eftir Jean Cocteau. Við leikinn nýtur Christian stuðnings móðurinnar sem bendir á það sem henni finnst miður fara í leiknum og hrósar því jákvæða. Hinn frægi faðir hans hefur ekki séð leikinn ennþá, enda búsettur í Hollívúdd og á illa heim- angengt þessa dagana. Christian dvaldi hjá föður sínum á síðasta ári og sagði það hafa verið mikla reynslu - nokkuð sem hann ætlar að byggja ýmislegt á við leikstörfin í framtíðinni. En bætir þó við að það geti varla talist kostur að vera sonur þessara heimsfrægu foreldra, hann þurfi að berjast fyrir því að koma sínu nafni á blað án þess að það falli í skuggann af fornri frægð foreldranna. Líklega nokkuð til í þvi, ennþá hefur ekkert viðtal eða frásögn birst af kappanum án þess að pabba gamla og mömmu væri getið - þar með talinn Sviðsljós- stúfur í DV uppi á íslandi. 1* Tíu ára gamall með móður sinni á götu í París. „Hvernig er ég á sviði, mamma?“ Christian ogCatherineágóðri stundu. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.