Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Page 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir SSBOt'- íiv* r -•' TwanMwnTr * íiiSááMÉKteaL i r m iMowii m "i Leyfi Miklagarðs framlengt um 2 ár - þessi starfsemi á ekki samleið með starfsemi hafnarinnar, segir borgarstjóri Meirihluti borgarráðs, sjálfstæð- ismenn, samþykkti í íyrradag þá tillögu Davíðs Oddssonar borgar- stjóra að starfsleyfi verslunarinnar Miklagarðs yrði framlengt um tvö ár. Minnihlutinn lagði til að leyfi Miklagarðs yrði framlengt til fimm ára. „Það kemur fram í tillögunni að verið er að endurskipuleggja hafn- arsvæðið. Það er alveg ljóst að þessi starfsemi á ekki samleið með starf- semi hafnarinnar,“ sagði Davíð Oddsson. Davíð sagöi að þegar fyrrverandi meirihluti veitti leyfi fyrir stór- markaði á þessum stað hefði ekki aðeins verið tekið fram að um bráðabirgðaleyfi væri að ræða held- ur einnig að þessi starfsemi skyldi ekki leyfð lengur en til fimm ára. Þeir aðilar, sem að rekstrinum stæðu, hefðu því ekki getað vænst þess að leyfi yrði veitt lengur. „Þetta hús var reist sem vöru- skemma. Nú þegar er farið að bera á sjónarmiðum þessara aðila að þeir þurfi meira pláss fyrir vöru- skemmur," sagði Davíð. -KMU Prófkjör Alþýðuflokksins: „Fyrir neðan allar hellur" -segirGuðmundur Vésteinsson, bæjar- fulltrúi á Akranesi „Það er ýmislegt sem ég tel vera fyrir neðan allar hellur, bæði þátttaka forstjóra Sementsverk- smiðjunnar í prófkjörinu og hót- anir þeirra gagnvart starfsfólkinu þar,“ sagði Guðmundur Vésteins- son, bæjarfulltníi Alþýðuflokks- ins á Akranesi. Guðmundur hefur verið í bæjarstjóminni í 16 ár. Þetta kjörtímabil hefur hann ve- rið eini fúlltrúi flokksins og í meirihlutasamstarfi við sjálfstæð- ismenn. í prófkjöri nú um helgina féll Guðmundur niður í 3. sæti. Fyrsta sætið hreppti Gísli S. Ein- arsson, verkstjóri hjá Sements- verksmiðjunni. Guðmundur fullyrðir að stjórn verksmiðjunar hafi unnið gegn sér í þessu prófkjöri. Starfsfólk var hvatt til að taka þátt í prófkjörinu og kjósa Gísla S. Einarsson. Fyrir fjórum ámm gerði bæjar- stjómin samkomulag við verk- smiðjuna um átak í mengunar- vörnum vegna kolabrennslunnar. „Ég hef haft forystu með að ýta á eftir þessu samkomulagi. Stjóm og forstjórar verksmiðjunnar hafa hins vegar bmgðist við með furðu- legum hætti. Þeir hafa haft í hót- unum við bæjarstjómina. Meðal annars sendu þeir bæjarstjóminni bréf þar sem hótað var að annar aðalofn verksmiðjunnar yrði stöð- vaður og það hefði í för með sér að hehningur starfsfólks yrði að hætta störfum,“ sagði Guðmund- ur. Guðmundur segir að hann hafi staðfestingar fyrir því að stjóm- endur Sementsverksmiðjunnar hafi beitt sér gegn honum í próf- kjörinu. „Forstjórarnir hvöttu starfefólk til að kjósa aðra en mig í prófkjör- inu og sögðu að um atvinnuöryggi þeirra væri að tefla. Fólk úr öllum flokkum kaus því og meðal annars framkvæmdastjórinn, Gylfi Þórð- arson, sem er flokksbundinn í Sjálfctæðisflokknum. Ég veit ekki hversu margir frá verksmiðjunni kusu en það var verulegur hluti þeirra,“ sagði Guðmundur. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvernig hann muni bregð- ast við þessu. Það sé spuming hvort þetta varði við lög. „Mér er algjörlega ókunnugt um þetta,“ segir Gísli S. Einarsson verkstjóri og sá sem hafhaði í fyrsta sætinu í prófkjörinu. „Hins. vegar hvatti óg starfefólk verk- smiðjunnar til að kjósa mig. Mér er einnig kunnugt um þennan ágreining bæjaryfírvalda og Se- mentsverksmiðjunnar. Því miður hafa þeir í bæjarstjóminni ekki kvnnt sér það mál nægilega vel.“ -APH Brunií Keflavík Bruni varð í Hraðfrystihúsi Keflavíkur á þriðjudagskvöldið. Eldur kom upp í kjallaraherbergi undir vélasal. Það kviknaði í út frá rafmagnsinntaki. Þó nokkrar skemmdir urðu af eldi, sóti og reyk. -SOS „Fermingin má ekki verða verslunarvara“ -segirherra Pétur Sigurgeirsson biskup „Mér finnst það brjóta í bága við gjafir en gjafirnar eru famar að velsæmi að auglýsa vissar vörur skiptaofmiídumáli. sem fermingarvörur og tengja hina Það er ekki viðeigandi að auglýs- helgu fermingarathöfh við þær. Mér endur þrýsti sér inn á þessa trúar- finnst ekki rétt að blanda þessu legu athöfri sem fermingin er. Ung- tvennu saman.“ Þetta sagði herra mennin em að staðfesta vináttu Pétur Sigurgeirsson, biskupinn yfir sína við frelsarann og huga þeirra íslandi. Hann var inntur álits á má ekki taka frá þeirri athöfn og sjónvarpsauglýsingu þar sem m.a. gera hana hálfgert að verslunar- sést hempuklæddur prestur við vöru.“ guðsþjónustu í sama mund og Herra Pétur Sigurgeirsson sagði nokkrar vömtegundir em auglýstar að það væri fjarri lagi að telja þjón- til fermingargjafa. ustu Kirkjuhússins, en það sendir „Ég er mótfallinn því hversu mjög fermingarbörnum verðlista yfir auglýsingar þrýsta á fjölskyldurnar, ýmsar vömr, sambærilega við það jafnvel til að reisa sér hurðarás um sem hann væri að gagnrýna. öxl. Auglýsingamar æsa fermingar- Kirkjuhúsið sendir prestum lands- bömin upp, grípa huga þeirra og ins lista yfir vömr, svo sem hökkla, umhugsun. Það er vissulega eðlilegt sálmabækurogkerti. að heimilin vilji halda hátíð og gefa -ás Brotist inn í Ömmu Dalton Innbroteþjófar heimsóttu sjopp- um, útvarpstæki, 50 kartonum af una og videoleiguna Ömmu Dalton sígarettum og sex til átta þúsundum í Grindavík nú í vikunni. Þjófarnir í skiptimynt. Innbrotið er nú í rann- rifu upp spjald í glugga og fóm inn. sókn. Stolið var þremur myndbandstækj- -SOS Veik veröld árið 2000 Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, reyndi að sannfæra Matthías Bjarnason samgönguráðherra á fundi, sem þeir áttu í gær, um nauðsyn þess að hækka fargjöldin á Evrópuleiðunum. Matthías viðurkenndi kostnaðarauka hjá Flug- leiðum en málið skýrist ekki endanlega fyrr en í dag eða á morgun. Flugleiðir: Verðuraðviður- kenna kostnaðarauka -sagði Matthías Bjarnason samgönguráðherra Matthías Bjamason samgönguráð- herra og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, áttu fund eftir hádegi í gær vegna fyrirhugaðra fargjaldahækk- ana á Evrópuleiðum félagsins. Matthías taldi þessa hækkun ekki tímabæra og sagði að fá fyrirtæki myndu hagnast eins mikið og Flug- leiðir á ýmsum þeim lækkunum sem efnt hefur verið til í kjölfar kjara- samninga. Eftir fúndinn f gær var komið annað hljóð í Matthías. Hann taldi að viður- kenna yrði ýmsa þá kostnaðarauka sem Flugleiðir stæðu frammi fyrir. Engin niðurstaða fékkst á fundin- um í gær en í dag mun Sigurður hitta Matthías aftur og leggja fram sína lausn á málinu. „ Ég útskýrði fyrir Matthíasi þær kostnaðarbreytingar sem orðið hafa varðandi flugið. Eitt atriðið er auð- vitað að laun hækka um 20% á árinu. Við fáum ekki felldan niður launa- skatt eins og útflutningsatvinnuveg- imir. Einnig er okkar stærsti mark- aður í dollurum og hann hefur verið að lækka sem kemur sér illa fyrir okkur,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. -KB „Heilsa er orðin stofnanafyrir- bæri, vandamál sem tekið er á eftir heilsubrest, frekar en fyrirfram ákveðið markmið sem stefna ber að,“ segir í inngangsorðum bókar sem m.a. er lögð til grundvallar á alþjóðafundi, „Heilbrigði allra árið 2000“, sem hófet á Hótel Sögu i gær og Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in, WHO, stendur fyrir. Á fundinum kom fram að ef stefhumörkun og stjómun þjóða í heilbrigðismálum breytist ekki þannig að lögð verði megináhersla á forvamarstarf fremur en lækn- ingu eftir að skaðinn er skeður mun árið 2000 einkennast af „heilsu- kreppu“. Aðalatriðið er þó, samkvæmt orðum fundarmanna, að til komi breytt viðhorf fólks og þátttaka fjölmiðla í baráttunni fyrir heil- brigði allra. „I dag ganga tugir milljóna manna atvinnulausir og fátækt og veikindi em stórum að aukast. Þessi vandi mun vaxa enn frekar ef ekki verður tekið í taumana á næstunni,“ sagði Jo Erik Asvall, framkvæmdastjóri Evrópuskrif- stofu WHO og aðalhvatamaður þessarar herferðar, við DV. - ef ekki hefst bylting í forvarnarstarfi Á fundinum em fulltrúar frá 23 aðildarríkjum. Auk þess eru á fund- inum nokkrir sérfræðingar á sviði fjölmiðlunar og útbreiðslumála í heiminum. Ráðstefnan stendur til 21. mars og markar upphaf barát- tunnar fyrir heilsúhraustu mann- kyni árið 2000. -KB Ragnhildur Helgadóttir setur alþjóðafundinn um „heilbrigði allra árið 2000“ sem hófst í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.