Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Page 3
DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Eddy Murphy segir klámbrandara og fær ekki afgreiðslu á íslandi. Klám í ólestri „Ég held að ríkissaksóknari sé á móti tækninýjungum. Hann lætur eins og myndbönd séu ekki til og skiptir sér ekki af klámi nema það sé í prentuðu máli,“ sagði Friðbert Páls- son, forstjóri Háskólabíós, í samtali við DV. Friðbert hyggst kæra þá meðferð sem myndbandið „Eddy Murphies Deleriouse" hefur fengið hjá yfirvöldum. „Málið fær enga af- greiðslu og því get ég ekki dreift bandinu þó svo það sé komið á vin- sældalista hjá mörgum videoleigum. Þar er þá um óleyfileg myndbönd að ræða.“ Kvikmyndaeftirlitið skoðaði þetta umdeilda myndband þar sem banda- ríski skemmtikrafturinn Eddy Murp- hy stendur einn á sviði og segir brandara, suma nokkuð klámfengna. Níels Árni Lund, ritstjóri Tímans, á sæti i kvikmyndaeftirlitinu: „Við vísuðum málinu frá okkur vegna þess að samkvæmt 210. grein hegningarlaganna sem fjalla um út- breiðslu á klámi eigum við að gera lögregluyfirvöldum viðvart ef við verðum varir við klám. Það gerðum við en málið virðist ekki fá neina afgreiðslu. Þessi klámmál eru i ólestri," sagði Níels Árni. Páll Heiðar Jónsson útvarpsmaður þýddi klámbrandara Eddy Murphy og sagði í samtali við DV: „Miðað við það sem ég kann í amerísku þá var ýmislegt á þessu myndbandi sem orkar tvímælis. Alla vega fyrir minn smekk." Og Þórður Björnsson ríkis- saksóknari sagði: „Það hefur ekkert klám komið inn á borð til mín.“ -EIR Svona líta parhúsin við Hjallasel út. íbúðir fyrir aldraða í Seljahlíð - átján íbúðir til sölu í parhúsum Reykjavíkurborg býður nú til sölu og hafa verið búsettir í Reykjavík 18 íbúðir í parhúsunum nr. 19-53 a.m.k. undanfarin þrjú ár. Þó skulu við Hjallasel í Seljahlið í Reykjavík. þeir sem eru 67 ára og eldri, svo og Umhverfið er mjög glæsilegt og á þeir sem Félagsmálastofnun sömu lóð eru þjónustuíbúðir fyrir Reykjavíkurborgar mælir sérstak- aldraða, sem verða í eigu Reykja- lega með, hafa forgang. víkurborgar, ásamt þjónustumið- Ibúðirnar eru nú til sýnis kl. 13-15 stöð fyrir aldraða. Upphitaðir alla virka daga. Parhúsin eru byggð göngustígar tengja parhúsin við úr steinsteyptum einingum, með þjónustumiðstöð og gatnakerfi tvöföldu einangrunargleri í timbur- borgarinnar. Hverri íbúð fylgir gluggum og með álklæddum þökum. garðsvæði, yfirbyggður pallur og Innveggir eru múrhúðaðir og mál- bílastæði. aðir. Baðveggir, baðgólf og anddyr- íbúðunum átján, sem eru í níu isgólf eru flísalögð, geymslugólf parhúsum, verðurskilaðfullbúnum. málað og önnur gólf korklögð. 011 I þeim verða baðherbergi með loft eru viðarklædd. Hurðir og inn- sturtu, teppi og/eða gólfdúkur á réttingar eru úr beyki en eldhús- gólfum og staðlaðar innréttingar. bekkirlagðirharðplasti. Sameign og lóð verður fullírágeng- Hver ibúð er 69,05 fermetrar að in. Áætlaður afhendingartími er stærð: stofa, herbergi, forstofa, apríl/maí 1986 en lóðarfrágangi anddyri, geymsla, eldhús og bað. verðurvæntanlegalokiðíjúlíl986. Garðpallur er fyrir framan hverja Þeir einir geta keypt íbúðir og íbúð og einnig sorpgeymsla. Kaup- búið í þeim sem eru orðnir 63 ára verð er kr. 3.223.000. -SOS Eurovision: Auglýsingar borga hálfa söngvakeppnina Auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins . vegna söngvakeppni sjónvarps- stöðva verða að öllum líkindum rúmar 3 milljþnir króna. Sjálf keppnin kostar 6,5 milljónir. í beinni sjónvarpsútsendingu síð- astliðið laugardagskvöld, er ís- lenska sigurlagið var valið, voru seldir þrír auglýsingatímar. Tíu minútur fyrir keppnina með 50 prósent álagi og þá kostaði mínútiin rúmar 80 þúsund krónur. 1 sjálfri útsendingunni voru svo tveir aug- lýsingatímar, hver fimm mínútur með 100 prósent álagi. Þar kostaði mínútan um 109þúsund krónur. í beinni útsendingu frá Bergen 3. maí, þar sem úrslitakeppnin fer fram, verða auglýsingar sjónvarps- ins seldar með 50 prósent álagi. Þar ættu tíu mínútumar að gefa af sér rúmar 800 þúsund krónur. -EIR tDRftlVMPnr Goðafoss var smíðaður fyrir Eimskipafélagið 1970. Það er síðasta skipið sem Eimskip hefur látið smíða sérstaklega. DV-mynd E.J. Goðafoss í togi á 10 mflna hraða - kemur til Boston á morgun, ellefu dögum eftir áætlun Kanadíski dráttarbáturinn Irving Cedar kemur með Goðafoss, skip Eimskipafélagsins, í togi til Boston í Bandaríkjunum á morgun. Goðafoss kemur þangað ellefu dögum eftir áætlun. Eins og komið hefur fram. þá brotnaði milliöxull inni í þrýsti- legu skipsins úti á miðju Atlantshafi, þannig að skipið rak stjórnlaust í nokkra daga. Ferð Goðafoss hefur gengið vel síðan Ii-ving Cedar, 5.500 hestafla dráttarbátur. tók skipið i tog. Hraði skipanna hefur verið 10 sjómílur. Það hefur aldrei verið nein hætta á ferðum í sambandi við bilunina og allur farm- ur skipsins er heill. Garðar Þorsteinsson hjá Eimskip sagði að það væri mjög sjaldgæft að milliöxull í þrýstilegunni brotnaði. „Það er nú unnið við að smíða nýjan öxul, sem verður settur í Goðafoss í Boston. Reiknað er með að Goðafoss haldi heim á leið frá Boston í fyrstu vikunni í april,“ sagði Garðar. Þess má að lokum geta að sextán manna áhöfn er um borð i Goðafossi. -sos Nýtt frá yiu^Rov*B°cH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.