Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1986, Qupperneq 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 20. MARS1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál A L Þl N Gl I - SPEGIL- MYND ÞJÓDARINNAR? Á Alþingi Islendinga sitja sextíu kjörnir fulltrúar allrar þjóðarinnar. Margir munu ætlast til þess að alþingismenn séu eins konar spegil- mynd þjóðarinnar sjálfrar: að þar séu óbeinir fulltrúar ólíkra þjóðfélags- hópa, hvort sem miðað er við mennt- un, atvinnugrein eða kyn, búsetu eða aldur. Þetta virðist eðlilegt sjónarmið, þótt að sjálfsögðu sé ekki hægt að krefjast þess að algjört samræmi sé i þessu efni milli þings og þjóðar. I þjóðfélagi örra breytinga er einnig við því að búast að tilfærslur í sam- félaginu taki nokkurn tíma að hafa áhrif á gerð þess hóps manna sem hverju sinni veljast til þingsetu. En hversu góð spegilmynd af þjóð- inni er sá hópur þingmanna sem nú sitja á þingi? Og hvaða breytingar hafa orðið í því efni síðustu áratugi? Hér verður varpað fram nokkrum upplýsingum um þingmenn nú og, til samanburðar, þá þingmenn sem kjörnir voru í þingkosningunum árið 1963. Um helmingur háskólamenn Það fer ekki á milli mála að mun fleiri alþingismenn hafa lokið há- skólaprófi en gengur og gerist með þjóðinni. Á meðfylgjandi töflu er skólaganga núverandi þingmanna tilgreind. Þar sést að tuttugu og sex þingmenn hafa lokið háskólaprófi. Það eru um fjöru- tíu og þrír af hundraði þingmanna. Þar til viðbótar hafa fjórir stundað háskólanám án þess að ljúka þaðan prófi. Helmingur þingmanna hefúr þannig verið við nám í háskóla. Háskólapróf þingmanna eru af ólíku tagi en einn hópur sker sig þó alveg úr og kemur það líklega ekki á óvart. Það eru lögfræðingar. Þeir eru nú þrettán á þingi. Aðeins einn alþingismaður hefur látið unglingaskólanámið nægja, annar gagnfræðaskólanám, sá þriðji nám í Kvennaskólanum. Fimm þing- menn hafa fagpróf í einhverri grein. •Jafnmargir eru búfræðingar. Sex hafa lokið kennaraprófi og átta námi í verslunarskóla. Lögfræðingum fækkað Hvernig var menntun alþingis- manna háttað eftir þingkosningarnar 1963? Hvað hefur breyst í því eíhi á tuttugu og þremur árum? Háskólamenntaðir menn voru þá sem nú um helmingur þingsins (tutt- ugu og átta, en fimm til viðbótar höfðu stundað háskólanám án prófa). En skipting þeirra innbyrðis var nokkuð ólík og menntunin mun ein- hæfari. Þá voru til dæmis nítján lög- fræðingar í hópnum. Þeim hefur því fækkað umtalsvert á þingi. Sömuleiðis voru mun fleiri án um- talsverðrar skólagöngu í hópi þing- manna árið 1963 en nú. Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi töflu. Fimmtán af hundraði konur Konum fjölgaði talsvert við síðustu alþingiskosningar m.a. vegna tilkomu framboðs Kvennalistans. Á þingi eiga nú sæti níu konur en fimmtíu og einn kárlmaður. Hlutur kvenna er því fimmtán af hundraði, Fréttaliós ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON AÐSTOÐARRITSTJÓRI en þær er hins vegar um helmingur þjóðarinnar sem kunnugt er. Þetta er hins vegar mikil framför frá því sem var árið 1963. Þá var einungis ein kona kjörin á þing. BÚSETA ÞINGMANNA 1963 1986 Reykjavík 30 23 Reykjanes 5 8 Vesturland 4 6 Vestfirðir 2 2 Norðurland vestra 5 4 Norðurland eystra 5 7 Austurland 4 5 Suðurland 5 5 60 60 AÐALSTARF FYRIR ÞINGMENNSKU 1963 1986 Opinbera kerfið 23 27 Landbúnaður 7 8 Sjávarútvegur 7 4 Iðnaður 1 0 Viðskiptalíf 9 4 Fjölmiðlun 6 7 Annað 7 10 60 60 (Undir „annað“ flokkast einkum störf hjá þjónustufyrirtækjum í einkaeign og félagasamtökum.) Nær helmingur starfsmenn hinsopinbera Forvitnilegt er að skoða skiptingu þingmanna eftir þeim atvinnugrein- um sem þeir störfuðu í sem aðalstarf áður en þingsetan varð meginverk- efni þeirra. Eins og meðfylgjandi tafla ber með sér hefur nær helmingur núverandi alþingismanna, eða tuttugu og sjö, haft aðalstarf sitt hjá hinu opinbera, þ.e. riki eða sveitarfélögum. Þar af eru kennarar á ólíkum skólastigum fjölmennastir, eða þrettán talsins. Landbúnaðurinn er sú framleiðslu- atvinnugrein sem á flesta fulltrúa á þingi eða átta. Sjávarútvegurinn hef- ur fjóra. Úr viðskiptalífinu (þar með talin bankastarfsemi) koma sömuleið- is fjórir þingmenn, en iðnaðurinn á engan fulltrúa. Starf við fjölmiðlun virðist vænlegt til jjingsetu sem ‘fyrr: sjö þingmenn hafa haft aðalstarf sitt fyrir þing- mennskuna við dagblöð, útvarp eða sjónvarp. Mun fleiri hafa starfað við fjölmiðla að einhverju leyti en haft annað sem aðalstarf síðustu árin fyrir þingkjör. í þessu samhengi er ekki úr vegi að líta á mikilvægi helstu atvinnu- greina fyrir þjóðarbúið. Tölur um virka starfsmenn í at- vinnulífinu sýna að sjö til átta af hundraði vinnuaflsins starfa við land- búnað, um fimmtán af hundraði við sjávarútveg og um tuttugu af hundr- aði við opinberan rekstur. Landbúnaðurinn er því hálfdrætt- ALDUR ÞINGMANNA 1963 1983 Yngri en 30 ára 1 1 30-39 ára 8 12 40-49 ára 20 20 50-59 ára 19 21 60-69 ára 11 5 70 ára og eldri 1 1 60 60 MENNTUN ALÞINGISMANNA 1963 1986 Háskólapróf 28 26 Verslunarpróf 8 8 Kennarapróf 3 6 Búfræðipróf 4 5 Háskólanám án prófs 5 4 Fagpróf ýmiss konar 2 5 Annað 10 6 60 60 (Fagnám: Stýrimannaskóli, vélskóli, iðnskóli, fóstruskóli, sjúkraliða- skóli. Annað: Stúdentspróf án frekara náms, kvennaskóli, gagnfræða- skóli, unglingaskóli, barnaskóli. Háskólapróf: Flestir, eða 19 árið 1963 og 13 árið 1986, með iögfræðipróf.) I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari Ráðherrablómvendir Það dró heldur betur til tíðinda í þinginu i fyrradag. Forystan í Al- þýðusambandinu og fulltrúar Verkamannasambandsins stilltu sér upp í röð fyrir framan hans hátign Matthías Bjarnason banka- málaráðherra og færðu honum blómvönd og þakkarávarp með glassúr. Haft er eftir forseta ASÍ í einu dagblaðanna í gær að blóma- gjöfin hafi verið virðingarvottur vegna þess að ráðherrann beitti „öllu því sem hann átti til“ til að fylgja eftir nýgerðum kjarasamn- ingum. Formaður Verkamanna- sambandsins bætti því við að ráð- herrann hefði „gengið í málið með einstökum dugnaði og skörungs- skap“. Og hvað var það nú sem verka- lýðshreyfingin gladdist svona mikið yfir? Jú, ráðherrann hafði komið því til leiðar að bankarnir hættu við að hækka þjónustugjöld sín. Þetta eru gjöld sem bankarnir taka fyrir ýmiss konar þjónustu, hundrað krónur þar og hundrað krónur hér, greiðsla fyrir tékkhefti sem kosta hundrað og fimmtíu krónur og þar fram eftir götunum. Yfirleitt hafði enginn tekið eftir þessu lítilræði og ekki einu sinni ráðherrann sjálfur. Að minnsta kosti kom það honum í opna skjöldu þegar formaður Verkamannasambandsins kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í síðustu viku og taldi upp þau gjöid sem bankarnir hefðu hækkað á eigin spýtur um sama leyti. Ráðherrann gekk í málið og eftir því sem verkalýðshreyfingin hefur uppgötvað var það hans verk prívat og persónulega sem nú hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að bankaveld- ið hefur séð að sér og dregið hækk- anirnar til baka. Og þess vegna var blómvöndurinn afhentur. Þetta mun í fyrsta skipti í sögunni sem ráðherra fær blómvönd fyrir að vinna verk sem honum ber að vinna - og gera það sem hann á að gera. Nú hefur það að visu komið fyrir áður að ráðherrar hafa sinnt skyldustörfum sínum, og það jafn- vel ótilkvaddir, en verkalýðsforyst- an hefur greinilega ekki búist við að Matthías Bjarnason væri einn af þeim sem gerðu það sern þeir eiga að gera. Þess vegna gladdist hún svo ákaflega að hersingin mætti öll í þinghúsinu til að færa Matthíasi þakkir sinar. Nú kann einhver að velta því fyrir sér hvaða máli það skiptir verka- mennina í Verkamannasamband- inu hvort bankagjöld af víxlaþjón- ustu og tékkheftum eru nokkrum krónunum hærri eða lægri. Einhver hefði haldið að aðrar stéttir væru tíðari gestir í bankabatteríinu en launamaðurinn í verkalýðsfélögun- um. Að minnsta kosti gætu sumir sagt að stundum hefði verið stærra tilefni til blómagjafa af hálfu ís- lensku alþýðustéttarinnar heldur en endilega nú. En þetta er misskilningur. Verka- mennirnir hans Guðmundar jaka hafa haft þungar áhyggjur af banka- gjöldunum og Iifskjör þeirra standa og falla með þessum útgjöldum. Örvænting þeirra hlýtur að hafa verið gífurleg þegar bankarnir réð- ust gegn kjarabótunum þeirra í hækkuðum bankakostnaði, alveg eins og þegar bévítans bílaumboðin ætluðu að svindla á lækkuninni sem ASÍ hafði samið um í kjarabót handa umbjóðendum sínum. Það eru bílarnir og bankarnir sem skipta máli fyrir launafólkið í landinu og Alþýðusambandið og Verkamanna- sambandið vita hvar hagsmunirnir liggja. Þess vegna afhenda verkalýðs- foringjarnir blómvendi þegar ráð- herrar veija umbjóðendur þeirra fyrir lífskjaraskerðingu bankanna. Nú bar svo við að sama daginn og Matthías fékk blómvöndinn til- kynnti Ragnhildur tryggingaráð- herra að hún hefði fengið trygg- ingafélögin til að lækka iðgjöldin á bílatryggingunum. Þetta hlýtur að kosta annan blómvönd handa Ragn- hildi og svo koll af kolli. Enginn ráðherranna lætur það um sig spyij- ast að hann sé minni i skörungs- skapnum þegar kemur að því að gera það sem hann á að gera og ef svo heldur fram sem horfir verður gósentíð i blómabúðunum á næs- tunni. Vonandi duga kjarabæturnar fyrir blómunum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.